Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 44

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 44
GENTELMEN PREFER BLONDIES Hér áður fyrr varð kvenfólk að halda áfram að lifa og iíta út eins og skaparanum hafði þóknazt að ákveða í upphafi. Nú er aldeilis annað uppi á teningnum. Sé það satt, sem sagt er, að séntilmenn vilji heldur þær ljóshærðu, þá þarf það ekki að vera vandamál fyrir þær dökkhærðu. Hér er ein frægásta þokkagyðja vorra tíma, Elízabet Taylor; sú sem jafnan hefur vafið karlmönnum um fingur sér og ógjarna verið við eina fjölina felld til lengdar. Nú er Elízabet Taylor dökk-jarphærð, en minnug þess að „gentlemen prefer blond- ies“, hefur hún látið lita hár sitt Ijóst ef vera mætti að hún næði auknum afköstum í því að táldraga menn. ££ — VXKAN 9. tbl. er engin beygla, þó að ég segi sjálf frá . . . Um leið og hún sagði þetta, gerði hún sig svo harðbeitta á svip, að ég gat ekki varizt hlátri Nei, hún var áreiðanlega engin beigla, litla ungfrú Vittoria Casale! — Eruð þér trúlofuð, ungfrú Casale? — Nei, herra. — Merkilegt! — Já, er það ekki? Mér finnst það stundum sjálfri. Ég var ekki nema þrettán ára, þegar maður bað mín fyrst í alvöru; - - Og endurtekið sig síðan? — Já, stundum. — Kæra þökk, ungfrú. Það eru ekki fleiri spurningar. Yfir- heyrslunni er lokið. — Eigum við að líta inn hiá Mattinotti? Heyra ofurlítið af léttri tónlist? Þegar öhu er á botninn hvolft, eruð þér í fylgd með fullveðja manni. Hún brosti. Það var skóla- glettni í brosinu. Kæra þökk. — Það væri óneit- anlesm eaman. Jú, kæra þökk. Við fórum til Mattinotti. Ég lofaði þremur piltum að dansa við ungfrú Casale. Þeir héldu allir að hún væri dóttir mín o<; kölluðu mig prófessor til þess að gefa mér til kynna, hve vel þeim litist á hana. Þetta varð mjög skemmtilegt kvöld. IV. Við stigum úr vagninum úti fyrir Péturstorgi. Ungfrú Casale hafði látið þess getið, að hún óskaði að ganga heim torgið að kirkjunni. Hún réð því einnis, að við gengum beint upp torgið, en ekki bogadregnu súlnagang- inn öðru hvoru megin. Þegar við komum upp fyrir stóra óbeliskann á miðju torg- inu nam hún staðar, lokaði aug- unum os gjörði bæn sína. Hún var svartklædd í dag, ívið fölari en að vanda. Einhvernveginn fann ég á mér, að hún mvndi hafa vakað í alla nótt — og fast- að í dag. Þrátt fyrir meðfædda glaðværð hennar og alúð, var það Ijóst, að í dag vildi hún ekki tala. Við höfðum varla talazt orð við á leiðinni út í Citta del Vati- cano. Ég lét hana alveg ráða ferðinni. Við gengum upp þrepin miklu, inn í gegnum anddyrið og upp eftir miðskipinu í átt til háalt- aris, sem hún heilsaði með kné- falli. Síðan í hægðum okkar einn hring umhverfis í kirkjunni eins og til að samþýðast and- rúmslofti þessa volduga musteris, námum aftur staðar fyrir háalt- ari. Þá vék ungfrú Casale sér snögglega að mér mjög alvar- leg, mjög einbeitt: fslendingur vinur! Nú ætla ég að vera ein. Ég sé yður öðru hvoru næstu stundirnar, úr því að þér ætlið að vera svo vin- gjarnlegur að bíða mín. Og ef þér eigið hér einhverja kyrrláta helgistund, — viljið þér þá biðja fyrir mér? Síðan gekk hún hröðum skref- um upp undir háaltari og féll þar á kné. Ég stóð eftir djúpt snortinn. Einhvernveginn fann ég á mér að henni var þetta ginnheilög stund og stund mikillar innri baráttu. Nú lá hún þarna á kné- beði svo lítil og einmana undir hinni voldugu hvelfingu og háði sína Jakobsglímu við Guð. Ég sá hana mjög lítið næstu stundirnar og talaði ekkert við hana, sá henni aðeins bregða fyrir, þar sem hún gekk hröðum ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Öskadraumurinn við heimasaum Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550.00 m/klæðningu kr. 700.00 Biðjið um ókeypis leiðarvísi Fæst í Reykjavik hjá: fiísla Nflrteiiissyni Laugavegi 55 og Garðastræti 11, sími 20672

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.