Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 24
,.Þú verður sjálfur að finna ráð til þess“, svaraði ég og lét útrætt um málið. Mér hafði aldrei til hugar kom- ið, að hann mundi taka mig al- varlega, en nákvæmni Yorkshire- mannsins lét ekki að sér hæða. í' fangabúðunum var Hollend- ingur einn, sem nú kemur nokk- uð við sögu, van Doorninck höfuðsmaður. Hann dundaði við að gera við úr manna, og vann slíkt jafnvel fyrir Þjóðverja gegn því að fá varahluti og verkfæri, svo að hann gæti drepið tímann með þessum hætti. Hann hafði þess vegna undir höndum alls konar smáverkfæri og efni af flffllNNF FRAMHALD5SAGAN lO. hlutí - Efffiir Patrick Reid Teiknig: Ealfiasar ýmsu tagi, sem föngum var ann- ars stranglega bannað að hafa í fórum sínum. Gaf hann Þjóð- verjum aldrei nein loforð varð- andi notkun verkfæranna. Lulu Lawon varð þess brátt áskynja, að van Doorninck var a’.veg sama þótt hann fengist eitt- hvað við lása í staðinn fyrir úr, og árangurinn varð sá, að Hol- Jendingurinn fann upp aðferð til að stinga upp lása, og hefði hver innbrotsþjófur getað verið hreykinn af því handbragði, sem hann sýndi þar. Fyrir skrifstofu Gephards var krosslás, sem ég hefi lýst áður, en hann var líkastur fjórföldum Yale-Iás. „Innýfli" hans voru sex eða átta litlir stimplar og var hver tæplega áttungur þumlungs í þvermál. Ekki var hægt að opna lásinn nema stimplum þessum hefði verið þröngvað í sitt hólf hieð lykH. Hver stímpill hreyfð- íst Örlítið með nákvæmní, sem nam þúsundasta hluta úr þuml- ungi. Undírstöðuatriði lássins voru eins og í venjulegum Yale-lás. Lykilraufin var hins vegar kross- mynduð, og hver rauf um sext- ándi hluti þumlungs á breidd, en lykilrauf Yale-lása er aftur á móti zigzag-laga, og hefði slíkt að líkindum verið erfiðara við- fnags fyrir van Doorninck, þótt ég sé þeirrar skoðunar, að hann hefði ekki verið i vandræðum með að leysa gátuna. Hann leysti hins vegar vandann með því að smíða hárnákvæman mæli, sem mældi hreyfingu hvers stimpils nákvæmlega. Síðan smíðaði hann krosslykil og lét lykilkambana vera nákvæmlega í samræmi við stimplana, sem hver átti að lyfta. Smíðisgripurinn varð eins og Yale-lykill með fjórum álmum. Þessi lykill van Doornincks var mesta völundarsmíð, og höf- undur hans gat nú opnað hvern krosslás, sem fyrir varð, þótt þeir væru allir talsvert frá- brugðnir innbyrðis, engir tveir eins. Upp frá þessu fórum við eins og svipir um dyr, sem Þjóð- verjar héldu, að engin leið væri að opna. En snúum okkur aftur að skrif- stofuhurð Gephards. Enginn vandí reyndist fólginn í að opna hengilásínn, þegar tekizt hafði að leysa krosslásinn. Þegar svo var komið, fór flóttaáætlun Lulu Lawtons að taka á sig greiní- legri mynd. Hann hafði gengið í félag við annan fanga, flug- foringja að nafni Bill Fowler, og þeir höfðu tekið tvo menn til viðbótar, van Doorninck og ann- an Hollending, í félag við sig. Dock Howe, sem hafði á hendi undirbúning flóttans, þar sem hann var flóttaforingi okkar, kom einn daginn til fundar við mig. „Pat, ég hef verkefni handa þér“, sagði hann. „Lu’u og þrír aðrir ætla að brjótast út gegn- um skrifstofuglugga Gephards. ViUu gera mér þann greiða að vera þeim innan handar?“ „Það gleður mig, hvað þú hef- ur mikið álit á mér“, svaraði ég. „Hvenær eigum við að hefj- ast handa?“ „Þegar þér hentar“. ,,Ég er ekki alveg viss um, að heppilegt sé að notast við glugg- ann, Dick“, mælti ég. „En ég skal vitanlega athuga það atriði vandlega. Varðmaður er rétt hjá, og hann getur ef til vill séð gluggann á varðstað sínum“. „Kenneth Lockwood mun leggjast veikur, jafnskjótt og þú segir til um það“, sagði Dick. „Hann verður þá lagður í sjúkra- stofuna, sem er beint á móti Ekrifstofuherberginu, og hann mun sjá fyrir tveim lyklum, sem þörf er fyrir". „Ágætt! Enginn þýzkur hjúkr- unarmaður er á verði um nætur, svo að ég get leynzt undir rúmi Kenneths frá nafnakalli að kvöldlagi, þar til Ijós hafa verið slökkt. Þá get ég tekið til starfa. Ég hef mann mér til aðstoðar". Ég leit inn í skrifstofuna. Hún var mjó og löng, og í krók yfir 24 — VIKAN 9. tW. Ég fjarlægði nauSsynlegan lega. SíSan sneri ég mér a hafði alltaf grunað, og inn. hurðinni var lítill gluggi með' vírneti fyrir. í króknum var einnig skrifborð og stóll Gep- harcs. Annar húsbúnaður í skrif- stofunni voru hillur með sund- urleitustu hlutum. Margir þeirra, s .’o sem vasaljós og rafhlöður í sh'k tæki, hefði komið okkur að: góðu gagni, en við snertum ekki við neinu af þessu. Glugginn var rtórhættulegur sem útgangur fióttamanna. Með nákvæmri at- hugun og mælingum varð ég þess áskynja, að hægt var að rjúfa gólfið í skrifstofunni, brjótast gegnum 18 þumlunga þykkan steinvegg cg komast þar inn í geymsluherbergi sem var undir skrifstofunni. Þaðan var auðvelt að strjúka, því að ekki þurfti annað til þess en að opna dvr út að stígnum, sem lá umhverfis kastalann. Á þessu var þó einn hængur. Yar krosslás eða venju- legur lás á hurðinni á geymslu- herberginu. Við komumst að þessu með því að fylgjast með geymsluherberg- inu dögum saman úr glugga ein- um. Að vísu gátum við ekki séð: sjálfa hurðina, en við sáum Þjóð- verja, sem nálgaðist hana. Og einn góðan veðurdag sáum við: Þjóðverja gan??a þangað með: venjulegan lykil í hendi! Van Doorninck ætlaði að hafa með- ferðis allgott úrval lykla, svo að þetta átti ekki að verða vand- kvæðum bundið. Við urðum að starfa um nætur, því að menn voru að verki í skrifstofu Gephards alla daga. Skrifstofan var fyrir enda gangs á neðstu hæð, og handan gangs- ins var sjúkradeild fangabúð- anna. Sjúkradeildin var handan kastalagarðsins, miðað við her- bergi okkar, svo að við urðum að leitast við að komast inn í sjúkrastofurnar, áður en aðaldyr- unum var læst fyrir nóttina, og vera í felum undir rúmunum, þar til allt var orðið kyrrt — því að varðmaður var nú í kastalagarðinum nótt sem nýtan' dag. Það var ekki rúmt undir sjúkrarúmunum, sem stóðu þar að auki mjög þétt, svo að þarna voru næg fylgsni. Sem hjálparmann minn valdi ég Derek Gill, sem var frá Nor- folk. Hann var rétti maðurinn því að hann lét sér aldrei bregða við neitt. Við tókum til starfa jafnskjótt og Ken Lockwood hafði verið lagður í sjúlcradeild- ina með heiftugar innantökur. Jafnskjótt og hurðum hafði ver- ið lokað og varðsveitin farin sína

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.