Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 33
I helgar sigfegrun augnanna EINGÖNGU Maybelline býður yður allt til augnfegrunar — gæðin óviðjafnan- leg — við ótrúlega lágu verði .. . undursamlegt úrval lita sem gæða augu yðar töfrabliki. Þess vegna er Maybelline ómissandi sérhverri konu sem vill vera eins heillandj og henni var ætlað. Sérgrein Maybelline er fegurð augnanna. A - Sjálfyddur, sjálfvirkur augnabrúnalitari í sjö litum. B - Augnskuggakrem í 6 litum. C - Vatnsekta „Magic Mascara“ með fjaðrabursta í fjórum litum. D - Sterk Mascara í 4 litum — litlar og meðal stærðir. E - Mascarakrem í 4 blæbrigðum — Jitlar o/ meðalstærðir. F - Vatnsekta augnlínulitari í 8 litum. G - Mjúkur augnskuggablýantur, sanséraður, 6 litum. H - Lítill augnabrúnalitari í 8 litum. I - Fullkominn augnháraliðari. þess að minnast nema lítillega á stjórnmál. Síðan var öllum boðið að ganga að háborðinu og taka í höndina á Rose Kennedy og syni hennar. Kaffiboðin þóttu hin bezta skemmtun. Þangað komu konur, sem höfðu ekki minnsta áhuga á sjálfri kosningabarátttunni, nema þegar tækifæri af þessu tagi gáf- ust til að hitta frambjóðendur, án þess að þurfa að hlýða á lang- ar áróðursræður. Eftir þetta myndu þær tæplega gleyma Kennedy og nafni hans við kjör- borðið. Þær myndu einnig segja hverjum sem heyra vildi frá hinu glæsilega og fjöruga kaffiboði, en ef til vill var það meira virði en nokkuð annað. Kaffiboðin voru úrslitatilraunin. Þegar atkvæðatölur tóku að berast sat Kennedy ásamt all- stórum hópi samstarfsmanna í kosningaskrifstofu sinni. Óviss- an„ sem áður hafði gert vart við sig, óx með hverri klukkustund. Snemma um nóttina var aug- ljóst að Eisenhower mundi vinna mikinn sigur og Lodge hafði mörg atkvæði yfir Kennedy. Fæstir bjuggust við sigri hins fyrrnefnda, nema hann sjálfur. Kennedy og vinur hans Mac- donald, fengu sér stutta göngu- ferð í nærliggjandi almennings- garði. „Hvað skyldi Lodge fá að gera hjá Eisenhower eftir kosningarn- ar“, sagði Kennedy við vin sinn. Þrátt fyrir allt var hann sann- færður um sigur sinn. Klukkan sex um morguninn lýsti Lodge yfir ósigri sínum og yfirgaf skrif- stofur sínar. Kennedy hafði sigr- að með 70 þúsund atkvæða meiri- hluta, Eisenhower með nærri 209 þúsund atkvæðum. Paul Dever tapaði naumlega í ríkis- stjórakosningunum fyrir repu- blikananum Herter, sem síðar varð utanríkisráðherra í stjórn Eishenhowers. John F. Kennedy var orðinn valdamesti stjórn- málamaðurinn í Massachusetts- ríki. Hann hafði í vissum skilningi hefnt fyrir ósigur afa síns í fram- boði hans gegn Henry Cabot Lodge eldri, allmörgum árum áður. I augum Kennedys var þó engan veginn um hefnd að ræða. Hér hafði átt sér stað sjálfstæð barátta og nýjum áfranga að æðstu metorðum var náð. Kenn- edy hafði eins og í fyrsta fram- boði sínu tekizt það sem menn efuðust um að hann gæti. Sama sagan átti eftir að endurtaka sig í forsetakosningunum 1960. Skýr- ingarinnar á þessum ótrúlegu sigrum er fyrst og fremst að leita í uppruna hans. Hinn írski baráttuvilji stuðlaði öðru frem- ur að sigri hans. Kenndey kunni strax betur við sig í öldugadeildinni en fulltrúa- deildinni. Hér höfðu þeir menn bandarískrar stjórnmálasögu, sem hann þekkti bezt, starfað og mótað söguna. Vald öldunga- deildarþingmannsins var einnig margfalt meira en fulltrúadeild- arþingmannsins. Hann mundi nú fá tækifæri til að gera meira fyrir Massachusetts en nokkru sinni fyrr. Fyrstu tvö árin einbeitti hann sér að því að skipuleggja skrif- stofu sína í þinginu með það fyrir augum að hún gæti sem bezt greitt úr ýmsum vandamál- um kjósenda. Hann lét starfs- menn sína um að sinna öllum smámálum og lagði áherzlu á að starf þeirra gengi fljótt og ör- ugglega. Skrifstofan fékk fljót- lega orð á sig fyrir greið- vikni og lipurð, líkt og hin fyrri skrifstofa Kennedys í fulltrúa- deildinni. Menn streymdu þang- að í von um aðstoð til hverskyns aðgerða. Einn vildi stofnsetja fyrirtæki, annar bjarga syni sín- um frá að verða rekinn úr Har- ward, þann þriðja vantaði starf o.s.frv. Reynt var að sjá svo um, að menn færu ekki bónleiðir til búðar. En þegar frá leið kosningun- um sneri Kennedy sér í ríkara mæli að löggjafarstarfseminni og varð skjótlega mikið ágengt, enda var hann nú reyndari þing- maður og virtari en nokkru sinni fyrr. Flestir þóttust sjá í honum mann framtíðarinnar. Þrjátíu og sex ára gamall var Kennedy enn ókvæntur. Slúður- dálkahöfundar gerðu sér mat úr hverju spori hans með ungum jstúlkum, og höfðu margsinnis boðað hjónaband á næsta leiti. Blöðin vissu þó næsta lítið um samband hans og Jacqueline Lee Bouvier. Kennedy hafði kynnzt henni þegar hún var tuttugu og eins árs gömul og hann sat enn í fulltrúardeildinni. Það var í köldverðarboði. „Ég hallaði mér yfir súpudiskinn og bauð henni út“, sagði Kennedy síðar, Vin- átta þeirra varð æ innilegri eftir því sem leið á kynni þeirra, en Kennnedy var ákveðinn í að hraða sér ekki inn í hjónabandið, Hann átti eftir að berjast við Lodge. Að minnsta kosti einn af vinum Kennnedys efast um að hann hefði kvænzt ef sigur hefði ekki unnizt í framboðinu gegn Lodge. Samband Kennedys og Jacque- line var á tímabili slitrótt. Hún fór til Evrópu og hann til kosn- ingabaráttunnar. Næstu sex mán- uði sáust þau ekki, en eftir það fór hún í skóla og hann var að langmestu leyti í Massachusetts. „Þaðan hringdi hann í mig, þeg- ar hann fékk tækifæri til þess, oftast til að bjóða mér í bíó, þeg- ar hann kæmi til Washington næst“. Mánuðum saman heyrði hún ekkert frá honum, En þegar Kennedy kom til Washington, nýkjörinn öldunga- deildarþingmaður, var samband þeirra Jaqueline endurnýjað. Þau sáust alls staðar saman. í stað þess að senda blóm og kon- fekt gaf Kennedy, kærustunni, sagnfræðibækur, hverja eftir aðra, og til að verða ekki slegin út, gaf Jacqueline í staðinn bæk- ur með teikningum sínum. Eftir tveggja ára slitrótta viðkynningu bað Kennedy loks um hönd stúlkunnar og hún tók bónorði hans, Hjónavígslan fór fram 12. september 1953. Vinur Kennedy- fjölskyldunnar, Cushing kardi- náli, framkvæmdi vígsluna og flutti þlessunarorð páfans tjl hinna ungu brúðhjóna, Tólf hundruð gestir voru í brúðkaups- veizlunni, meðal þeirra allir þíngmenn öldungadeildarinnar, sem gátu mætt, Þetta var brúðr kaup árgins, sem þúsundjr ef ekki milljónir manna fylgdust með. Múgur og margmenni rauf raðir lögregluþjóna við kirkjuna og blöðin birtu risastórar mynd- ir af brúðhjónunum. Það er ekki laust við að Jacque- line hafi þótt nóg um kynni sín af hinni dugmiklu Kennedy-fjöl- skyldu. Hún fótbraut sig í bolta- leik með systkinunum og horfði á yngstu börnin slást og rífast af meiri hörku ep hún hafði átt að venjast. Vegna anna Kennedys gekk hjónunum erfiðlega að aðlagast á heimilinu. Þau höfðu keypt hús í Virginíu en þar Jeiddist Jacqueline. Giftingarárjð, gem hefði átt að vera mikið hamingju- ár, varð vegna fleiri en einnar ástæðu dapurlegt tímabil í ævi þeirra hjónanna. Framhald í næsta blaði. VIKAN 9. tbL — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.