Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 34
Husqvarna Husqvarna eldavélin er ómissandi í hverju nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit og allt þaS sem tækni nútímans getur gert til þess að matargerðin verði húsmóðurinni auðveld og ánægjuleg. Husqarna eldavélar fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunarofni. Leiðarvísir á íslenzku, ásamt fiulci" mr.taruppskri ?ta fylgir. Eldri kaupendur fá sendan leiða.rví3i gegn ki. 25,00 greiðslu. tuinm 6?b%eiiööon h.f. Suðurlandsbraul 16 - Reykjavik - Slmnefni: »Volver« • Sími 35200 FRAMHALD AF BLS. 28. 6. írland hið mikla (10. öld). Einhverjir fyrstir kristnir menn á írlandi voru munkar, sem neí'ndir voru Celi Dei, en það útleggst Drottinsþjónar. Svo sem títt er um íra, voru þeir sérlundaðir og fóru sínu fram um marga hluti; hafði Rómarkirkjan lengi á þeim ill- an bifur af þeim sökum og taldi kristni þeirra töluvert blandna fornum átrúnaði keltneskuin. Höfðu munkar þessir að vísu að ýmsu annað hátterni en þótt hefur sæmilegt þeirri stétt; þannig tóku þeir sér gjarnan konur, i þeim fróma tilgangi ein- um, að því er sagt er, að afla afkomenda er tryggt væri að héldu i'ast við guðrækilegt líf- erni þeirra, því öðrum treystu þeir ekki til þess. Celi Dei voru sæfarar miklir og snemma heimavanir á öllum útskerjum, sem fyrirfinnast við Bretlandseyjar norðanverðar, 34 — VIKAN 9. tbl. þar á meðal Færeyjum. Þeir munu og snemma hafa komið til íslands og setzt þar að marg- ir hverjir; voru það Papar þeir, er um getur i fornum hókum ís- lenzkum. Þannig fór fram unz vikingaferðir Norðurlandabúa tóku að magnast að ráði undir aldamótin 900; varð þá enginn staður á eyjum vestur í sjó ó- hultur fyrir hinum norrænu ránsmönnum; sérstaklega virt- izt þeim uppsigað við það fólk, sem hneigzt hafði til sérstakr- ar þjónustu við Krist. Komu herhlaup þeirra þvi harkalega við Celi Dei. Leituðu nú margir þeirra undan, fyrst til Græn- lands, að þvi er .Boland telur, en höfðu sig sem skjótast á brott þaðan er þeir sáu hilla undir Eirík rauða. Þá álitur liann þá hafa haldið áfram vestur og suður, suma til Labrador en flesta þó til Nýja Englands. Að- albyggðir þeirra þar liafi verið þar sem nú er North Salem i New Hampshire, á sama stað og Fönikiumenn höfðu áður búizt um, en auk þess liafi þeir dreifzt víða um nálæg héruð, einkum i Massashusctts. Norrænir menn hafi haft allglögga hugmynd um byggðir þessar og kallað þær írland hið mikla eða Hvítra- mannaland, sem víða er getið um í fornritum íslenzkum. Boland heldur því frain, að fornminjar ýmsar, sem fundizt hafa á dreif um Nýja England, séu runnar frá írum, enda þótt illgjarnar tungur liafi viljað telja þær tilkomnar eftir land- nám púrítananna ensku. 7. Ari Másson (982). Þá er komið að þeim hluta i sögu Bolands, sem ætla má að íslenzkum lesendum þyki for- vitnilegastur, en hann fjallar um siglingar norrænna manna til Ameríku •— Vínlandsferðirnar. Heimildir Bolands um þær eru einkum íslenzkar fornsögur. — Algengast er að Leifur heppni sé talinn fyrsti Norðurlandabú- inn, sem steig á land í Vestur- álfu, en ýmislegt bendir til, að ]iar sé eitthvað málum hlandað. Að minnsta kosti segir Land- náma frá Ara, syni Más á Hólum, Atlasonar hins rauða, sem hrakt- ist fyrir ofviðri til Hvítramanna- lands eða írlands hins mikla, er sagt sé að liggi i nágrenni Vínlands hins góða. Jafnframt segir Landnáma, að Ari hafi ekki átt undankomu auðið frá Hvitramannalandi og látist skír- ast. þar; hafi hann og verið þar mikils metinn. Eru mikils- háttar heimildamenn nefndir fyrir sögu þessari, svo sem Hrafn Hlymreksfari og Þorfinnur Orkneyjajarl. Boland álítur bakgrunn sög- unnar vera sem hér segir: Skip Ara liafi að sönnu hrakið að ströndum Nýja Englands, þar sem byggðir irskra munka voru fyrir. Hafi þeir orðið gripnir reiði og skelfingu, er þeir sáu hin norræna knör birtast úti við sjóndeildarhring; vitandi þess, að koma slíkra skipa boð- aði sjaldnast neina gæfu, en ó- vitandi hins, að hér voru aðeins á i'erð sjóhraktir og sauðmein- lausir íslenzkir farandkaupmenn. Hafi írar svo tekið íslendinga höndum og gert þeim að taka kristni og setjast að hjá sér, svo tryggt væri, að þeir ekki gerðu víkingunum frændum sín- um aðvart um þetta einasta grið- land keltneskra guðsmanna. Hafi íslendingarnir, sem senni- lega liafi haft konur og börn í fylgd sinni, svo tekið sér hól- festu innan um írana i New Hampshire og Massachusetts, einkum þar sem nú eru bæirnir Haverhill og Byfield. Telja megi líklegt, að blóðblöndun hafi þarna fljótlega orðið með munk- um og víkingum, svo og að þeir hafi tekið sér konur af þeim ætthvíslum Algonkin-Indíána, sem búið liafi umhverfis þá og þeir cflaust átt vinsamleg sam- skipti við. Boland telur sennilegt, að ein- hver þeirra skipa, er týndust úr landnámsflota Eiríks rauða, er liann sigldi til Grænlands 98G, hafi hrakið fyrir veðrum og straumum til Nýja Englands og áhafnir þeirra ílenzt þar hjá löndum sínum og Celi Dei. Ein- liverjir þessara sjóhröktu ís- lendinga kunni þó að liafa átt afturkvæmt til Grænlands eða íslands og borið með sér söguna um kyrrsetningu og vegsemd Ara Mássonar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.