Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 11
nýlendu, sem fijótlega óx fiskur um hrygg. Þetta ergði Indíána
þá, er nærlendis bjuggu, líklega vegna þess, að akurlendi hinna
hvítu skertu veiðilönd þeirra. Kom loks til ófriðar, og biðu hvítu
mennirnir ósigur í mikilli orustu við Ohiofossa. Margir þeirra flýðu
út í eyju þá skammt neðan við fossana, en nú heitir Sandey (Sand
Island), en Indíánarnir sóttu þangað á eftir þeim og drápu hvert
mannsbarn. Var mannfallið á eynni slíkt, að líkin lágu í kösum.
Nokkrir Velsmenn sluppu þó úr blaðbaði þessu og flýðu vestur
á slétturnar, einkum upp með Missourifljóti. Þeir blönduðu blóði
við Indíána og tóku upp lífshætti þeirra að miklu leyti. Þannig
varð til Indínáaþjóðflokkur sá, er Mandanar voru nefndir, og þótti
bera mjög af öðrum Indíánum hvað alla menningu snerti. Þeim er
svo lýst af hvítum ferðalöngum og veiðimönnum, að þeir hafi verið
mjög ljósir á hörund og margir ljóshærðir og ljóseygðir. Attu þeir
löngum í grimmum ófriði við Siouxindíána, nágranna sína. Þær
erjur urðu þeim þó. ekki að höfuðbana, heldur misiingar, sem bár-
ust til þeirra árið 1838, og drápu þá niður nærri því til síðasta
manns. Svo hryggileg urðu örlög þess landnáms, sem Madoc prins
vildi búa þjóð sinni í hinu auðuga vestri.
Þannig segir Boland sögu Madcos prins, og tilfærir sem heimildir
gamlar bækur brezkar, þjóðsögur Indíána í Kentucky og víðar
og frásagnir hvítra frumbyggja og ferðamanna, svo sem Catlins,
sem dvaldi langtímum með Mandönum og gerði af þeim fjölda
teiknimynda, sem nú þykja hin mestu verðmæti, bæði frá listrænu
og þjóðfræðilegu sjónarmiði. Margir frumbyggjar og ferðalangar
hins villta vesturs hafa látið eftir sig furðulegar frásagnir um að
Mandanar, — og jafnvel fleiri Indíánar — hafi talað velsku reiprenn-
andi! Bandarískur liðsforingi af velskum ættum hitti þannig einu
sinni fyrir Indíánahöfðingja, sem talaði móðurmál hans stórum bet-
ur en hann sjálfur!
16. Páll Knútsson (1355).
Kensngtonsteinninn er áreiðan-
lega frægastur þeirra muna, sem
taldir eru vitna um komur Evrópu-
manna til Ameríku fyrir daga
Kólumbusar. Síðan bóndi nokkur
í Minnesota fann steininn í nóvem-
ber 1898, hefur hann verið þrot-
laust deiluefni fræðimanna, og
verður það sennilega enn um ófyrir-
sjáanlegan tíma.
Steinn þessi er höggvinn rúnum,
sem segja frá hópi Gauta og Norð-
manna, er reist hafi búðir skamt
frá steininum, og að nokkrir félaga
þeirra hafi verið drepnir meðan
þeir (sem hjuggu rúnirnar) brugðu
sér frá til fiskveiða. Og ásamt
klausu þessari fylgir svo ártalið
1362. Margir hafa orðið til að kalla
\
rúnir þessar falsaðar, en aðrir mæla því á móti, og er Boland á
þeirra máli. Telur hann steininn og rúnirnar á honum vera minjar
um ferð Páls nokkurs Knútssonar, Norðmanns, sem Magnús Eiríks-
son, konungur Svía og Norðmanna (og þar með íslendinga og Græn-
lendinga), mun hafa sent til Vínlands um miðja fjórtándu öld, til
að leita Græniendinga, sem konungur hafði heyrt, að þangað hefðu
flutzt. Hvort sú kviksaga hefur haft við nokkur rök að styðjast,
er ekki vitað, enda samgöngur við Grænland þá orðnar heldur bág-
bornar. En konungur var með lífið í lúkunum af ótta við að Vín-
landsvistin kynni að leiða Grænlendingana út í villu og heiðin-
dóm, og átti Páll nú að rifja upp fyrir þeim heilög fræði.
Þeir, sem segja Kensingtonsteininn ekta, halda því fram að
Páll hafi komizt inn í Hudsonflóann, siglt suður eftir honum og
komizt allt til Vatnanna miklu, en haldið þaðan inn í Minnesota.
Hvort hann hefur villzt svona herfilega í Vínlandsleit sinni, eða þá
að hann hefur haft spurnir af ferðum Grænlendinga svo vestar-
lega, er ekki vitað. Heldur ekki hvaða örlög biðu hans og félaga
hans, eftir að þeir höfðu klappað rúnirnar á steininn við Ken-
sington.
17. Henry prins Sinclair og bræðurnir Zeno (1395).
Um miðja sextándu öld var gefin út í
Feneyjum bók, sem útgefandinn, Niccolo
nokkur Zeno, hélt fram að innihéldi
sanna sögu af ævintýrum forfeðra hans,
bræðra tveggja af Zenoættinni, sem uppi
voru á fjórtándu öld. Hefði annar bróð-
irinn skrifað þeim þriðja, sem sat um
kyrrt í Feneyjum, og greint sem ljósast
af ævintýrum sínum með framandi þjóð-
um. Bréf þessi, sagði Niccoló, sanna og
sýna, að þessir forfeður mínir komu til
Ameríku heilli öld á undan þessum
Kólumbusi frá Genúu (sem vel að merkja
var svarin fjandborg Feneyja), sem all-
ir hæla nú upp úr öllu valdi.
Þótt margt sé heldur tortryggilegt í
bréfum þeirra bræðra, fer þó ekki hjá
því að ýmis sterk rök renna einnig und-
ir sögu þeirra, sem nú verður stuttlega
rakin:
Árið 1390 lagði annar bræðranna,
sem einnig hét Niccoló, í sjóleiðangur
til Englands og Flandern. Lenti hann þá í stórviðri, hraktist lengra
norður en honum þótti gott og braut skip sitt í spón við Fær-
eyjar. Menn allir björguðust þó og varningur sömuleiðis. En þá
tók ekki betra við: á samri stund voru skipbrotsmenn umkringd-
ir af kolgrimmum Færeyingum, sem slá vildu eign sinni á strand-
góssið en drepa eigendur þess. Sem betur fór bar að í sama bili
skozkan öðling, Henry Sinclair að nafni, sem samkvæmt sögunni
hafði jarldóm yfir héruðum norðan til á Skotlandi ásamt nokkr-
um hluta Færeyja. Stuggaði hann Færeyingunum hið skjótasta á
brott, en tók ítalina undir síha vernd. Gerðist Niccoló Zeno síð-
an — ef trúa má sögunni — aðmíráll jarlsins í sióhernaði gegn
Færeyingum!!
Nú bar svo til, að til Færeyja kom sjómaður, sem verið hafði
týndur þaðan og talinn af um margra ára skeið. Hafði bát hans
hrakið í ofviðri til landa langt í vestri, þar sem bjuggu mis-
jafnlega siðaðar þjóðir, þar á meðal mannætur, sem átu af fiski-
manninum flesta félaga hans. Sjálfum var honum þyrmt vegna
kunnáttu hans í netagerð, en sú list gerði hann að slíku þingi
í augum villimannanna, að þeir háðu út af honum fjölmargar styrj-
aldir; skipti hann þannig um eigendur ekki sjaldnar en tuttugu
og fimm sinnum. Að lokum auðnaðist honum þó að komast yfir
bát og sigla honum til Færeyja.
Þegar Henry jarl heyrði sögu þessa, bjó hann út leiðangur að
leita landa þeirra, er Færeyingurinn hafði heimsótt. Réðist Antonio,
bi’óðir Niccolós Zenos, til ferðar með honum, en Niccoló var þá
látinn. Fann jarlinn og leiðangur hans nokkrar eyjar og lönd.
Telur Boland líklegt, að þau hafi verið Nýfundnaland, Nýja Skot-
land, Nýja Brúnsvík, Maine, New Hampshire og Massachusetts.
Merkasta sönnunin fyrir að ferð þessi Framhald á bls. 34.
VIKAN 10. tbl. — -Q