Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 40
^ANfcASTER
Specifique Traitement
kemur í veg fyrir blóðsókn til augnalokanna, lífgar blóðrásina
og fjörgar vöðvana í augnalokunum.
[XN
&ISTER
ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá,
Gjafa- og snyrtivörubúSin, Orion, Holts-
Apótek, Tjarnarlíárgreiðslustofan. —
AKUREYRI: Verzlunin Drífa.
pabba lánaðan, og ætlaði nú að
stríða henni.
Hún hafði ekki tekið eftir
vörubílnum, þar sem hann stóð
við gangstéttina, og síðan hafði
hún ekkert getað séð fyrir ljós-
unum á honum. En hún vissi, að
þetta var ekki mjög stór vöru-
bíll, en ökumanninn hafði hún
enga hugmynd um.
Það væri líklega bezt að sleppa
Oaklandsstræti og halda áfram
Shore Drive. Þá yrði hann
kannske þreyttur á síðastaleikn-
um. Ef ekki, hlyti a.m.k. að
finnast lögregluþjónn þar.
Hún snarbeygði til hægri án
þess að gefa stefnuljós. Vöru-
bíllinn minnkaði hraðann snögg-
lega og fylgdi á eftir henni. Við
gatnamótin nam hún staðar við
stöðvunarmerki, sem varla sást
í myrkrinu. Vörubíllinn nam
staðar og tók af stað um leið og
hún. Hún varð að bíta á jaxl-
inn til þess að standa á móti
þeirri freistingu að rykkja bíln-
um í afturábakgír og bakka
harkalega framan á þessa ljósa-
ófreskju.
Hún beygði til vinstri inn á
Shore Drive. Vörubíllinn á eftir.
Birtan skar í augun. Ofurlítil
hræðsla gerði vart við sig innan
í reiðinni. Kannski var þetta ekki
ertnin ein.
Nú tók henni að skiljast, að
það var heimskuspor að velja
Shore Drive. Þar sást enginn
bíll. Á hægri hönd var hár veg-
arkantur, síðan skógarbelti og
lengra aðeins ströndin og sjór-
inn, svo langt sem sást. Á vinstri
hönd var graslendi og fjær hátt
klettabelti, með fáeinum fínum
húsum efst. Að þeim var ekki
hægt að komast héðan frá. Til
þess varð að taka langan krók.
Það var óhugsandi að aka inn
á graslendið.
Nú, þegar hún hafði viður-
kennt fyrir sjálfri sér, að hún
væri hrædd, dreifðist óttinn eins
og ísvatn um allar hennar taug-
ar. Hendur hennar urðu rakar
innan í hönzkunum og hún fann
kalda svitadropa vætla niður
bakið.
Hún jók hraðan upp í níutíu
og vonaðist til að heyra í væl-
andi lögreglubíl. En framundan
voru beygjur á veginum og hún
þorði ekki að halda þessum
hraða. Hún steig fast á brems-
una, þegar hún — raunar of
seint — kom auga á fyrstu beygj-
una. Annar pokanna féll úr
framsætinu við hlið hennar, féll
með brothljóði og sterk viskílykt
breiddist um bílinn. Hemlar
hvinu á vörubílnum fyrir aftan
hana, en honum tókst líka að
draga úr ferðinni án þess að
fara út af.
- Ef lögreglan stöðvaði mig
núna, myndi hún taka mig fyrir
fyllirí við akstur, sagði hún upp-
hátt. — Það væri fínt. En hér
er engin lögregia. Þeir fóru all-
ir til Mars fyrir um það bil
klukkutíma. En hættu þessu
þvaðri, Marian Nelson. Þú ert
skíthrædd. Þú er eitt taugabúnt.
Taktu þig nú saman í andlitinu.
Hún tók óþarflega fast á stýr-
inu, þegar hún dró úr hraðanum
fyrir næstu beygju, og reyndi
að sjá hann ekki fyrir sálarsjón-
um sínum — geðveika morðingj-
ann í vörubílnum, því nú var
hún orðin viss um, að þetta væri
hann. Stór og luralegur, með
þunnar varir og rauð augu. Sem
hataði fagrar konur, því í öfug-
snúnum heila hans voru þær hið
vonda . . .
En það er ég ekki! Ég er ekki
hið vonda, Teddy og Midge. Ég
á þetta ekki skilið.
Idjót! Eins og morðóðir brjál-
æðingar elti aðeins það fólk, sem
á það skilið! Þeir elta fóik með
ákveðinn háralit, vegna fata þess,
eyrnalokkanna eða hvað það nú
er, sem vekur morðæðið.
Marian var nú komin Shore
Drive næstum á enda. Bráðum
væri hún í Brookdale, og þar
voru upplýst hús, full af fólki.
Benzínstöðin. Stóra, dásamlega
benzínstöðin þarna, með dælurn-
ar í röðum, stóra, hvíta byggingu
og viðkunnanlega afgreiðslu-
menn. Rod og hún höfðu tekið
benzín þar á laugardaginn var,
og með nýrri von sá hún fyrir
sér báða mennina, sem afgreiddu
þau. Annar setti benzín á bíl-
inn en hinn strauk af rúðunum.
Sterkir, heilbrigðir, ungir menn.
— Kæru þið, verið þið við, þegar
ég kem!
Hún ók heim að benzínstöð-
inni og vildi ekki trúa því, sem
hún sá, að það voru engin ljós
á dælunum. En það var ekki um
að villast; hér var lokað. Hún
ók út af benzínstöðinni og vöru-
bíllinn fast á eftir henni. Ljós-
in frá honum endurspegluðust
stöðugt í augum hennar, og hún
strauk af sér tárin með hanzka-
klæddri hendinni.
Hún gaut augunum á benzín-
mælinn og stirðnaði upp. Benzín-
ið var næstum búið. — Góði
guð fyrirgefðu mér bara einu
sinni og láttu benzínið endast,
þangað til ég fæ hjálp.
Verzlunargatan í Brookdale
var var auð og tóm, eins og hún
bjóst við. Ó, hvað hún gat hatað
templarana í Brookdale, sem
komu því til leiðar, að þar var
enginn bar. Annars hefði hann
verið opinn nú, fullur af glöðu
og dásamlegu fólki. Mundi það
trufla virðulega íbúana meir en
morð á götum þeirra?
Og hvar var svo sem lögreglu-
stöðin? Sjálfsagt einhvers staðar
í einhverju öngstræti, en Marian
þorði ekki að yfirgefa aðalgöt-
urnar til þess að leita að lög-
reglustöðinni í þröngum og
skuggalegum hliðargötum.
Hún hélt áfram, fram hjá
reisulegum húsum, sem stóðu
virðulega nokkuð frá götunni,
með virðulegum girðingum og
grasblettum í kring. Hvar var
allt fólkið? Dauft Ijós skein í
fáeinum gluggum, en hvernig gat
hún vitað, að nokkur lifnadi sál
væri í þeim Ijósum? Ef hún hefði
ekki því meiri heppni með sér,
fengi hún líkast til ekki annað
tækifæri. Svo hún hélt áfram.
Ljós skall skyndilega í augu
hennar, þegar bíll kom allt -í
einu fyrir beygju á móti henni.
Tveir bílar á mikilli ferð. Hún
dró úr hraðanum og blikkaði
með’ljósunum, en það hafði ekk-
ert að segja. Sá fyrri þaut fram
hjá, án þess að hægja á sér. Hún
nam alveg staðar, þegar sá síð-
ari kom. Hann stanzaði aðeins,
en þaut svo áfram á fullri ferð.
Um leið og hún lagði aftur af
stað, lét hún það eftir sér að
gráta. Var gersamlega ómögu-
legt, í þessum heimi, sem berst
við offjölgun, að komast í sam-
band við lifandi fólk?
Hún beygði inn á hringaksturs-
afleggjara heim að stóru húsi,
þar sem Ijós logaði í nokkrum
gluggum. Hún nam staðar fram-
an við tröppurnar og flautaði
nokkrum sinnum; hélt niðri í sér
andanum, meðan hún beið eftir
lífsmarki innan úr húsinu. Hund-
ur gelti einhvers staðar inni í
steinbákninu, en dyrnar opnuð-
ust ekki. Eitt andartak hallaði
hún þreyttu höfði fram á stýrið
en strauk svo af sér tárin og ók
aftur niður á veginn. Vörubíll-
inn var alltaf jafn nærri henni.
Loks skildist henni, að hún
var villt. Hún var enn á þjóð-
vegi 31, en hafði misst af af-
leggjaranum, sem lá heim. Svo
þótt Rod yrði órólegur og færi
að leita hennar, myndi hann
aldrei finna hana, hugsaði hún
örvingluð.
Tíminn nam staðar. Það var
sem hún hefði ekið þennan veg
frá upphafi vega, gegnum
draugalegt landslag og framandi.
Hún hafði glatað allri von og
tók varla eftir daufum, rauðum
bjarmanum framundan. En þegar
hún kom nær, breyttist hann í
ljósstafi: Becks Motell. Hún ók
heim afleggjarann, sem var
bryddaður með hvítum bíldekkj-
um. Vörubíllinn fylgdi eftir.
Hún hratt upp bílhurðinni og
stökk upp tröppurnar. Við af-
greiðsluborðið sat roskin kona
með grásprengt hár.
- Get ég fengið að hringja?
spurði Marian andstutt.
— Það er símaklefi fyrir utan.
— f guðanna bænum, lofaðu
mér að hringja hér. Það er mað-
ur í vörubíl að elta mig. Hann
er úti og bíður fyrir aftan bíl-
inn minn. Má ég ekki hringja
hér?
Konan reis á fætur og gekk
fram að dyrunum. Eitt andartak
hélt Marian, að konan myndi
reka hana út til ófreskjunnar.