Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 14
VEIKINDIOG OSIGU
llppruni og ævi Jlolm Fitzgerald Ke
Á ÞESSU TÍMABILI ÞJÁÐIST HANN MJÖG í BAKI OG
SKRIFAÐI AÐRA METSÖLUBÖK SÍNA, PROFILES IN
COURAGE. HANN BEIÐ ÖSIGUR f KOSNINGUM UM
VARAFORSETAEMBÆTTIÐ EN EFTIR ÞAÐ HAFÐI
HANN EINKUM EITT MARKMIÐ í HUGA: FORSETA-
EMBÆTTIÐ SJÁLFT.
Innan veggja öldungadeildarinnar var Kennedy í essinu
sínu. Hér var hátt til lofts og vítt til veggja. Viðir og veggir,
þöglir vottar að glæsilegri sögu i sköpun. Hér höfðu starfað
stjórnmálamennirnir sem Kennedy dáði mest, Daniel Webster,
Henry Clay, John Calhoun, George Norris La Folletta, og
hinir fjölmörgu aðrir afburðamenn bandarískra stjrónmála-
sögu. Hér fékk John F. Kennedy tækifæri til að starfa með
og blanda geði við ýmsa af voldugustu stjórnmálamönnum
samtímans. Hér mátti sjá Robert Taft, hinn umdeilda en
virta foringja republikana, hinn frjálslega en harðvítuga
Lyndon B. Johnson, foringja demokrata, núverandi forseta
Bandaríkjanna, hinn virðulega Walter George og eplafram-
leiðandann Harry Byrd, en hinir tveir síðarnefndu höfðu á
sínum tíma virt vilja Roosevelts að vettugi, barizt gegn hon-
um og haldið velli, sannir fulltrúar Suðurríkjanna, tákn styrk-
leika þeirra og þolgæðis. Þá mátti sjá Herbert Lehmann frá
New York, Lester Hill frá Alabama, foringja frjálslyndra í
deildinni, en meðal hinna róttæku var Joseph McCarthy, sem
sat í sæti Roberts La Follette. Kennnedy fékk sæti við hlið
hins mælska Hubert Humphrey frá Minnesota og í forsæti
deildarinnar var Richard M. Nixon síðar varaforseti Banda-
ríkjanna og andstæðingur Kennedys við forsetakosningarnar
1960.
Þingmenn höfðu veitt Kennedy verðskuldaða athygli er
hann gekk niður tröppur þingdeildarinnar til að undirrita
eiðstaf sinn. Eftir hinn mikla sigur hans yfir Henry Cabot
Lodge þóttust menn vita að hér væri á ferðinni hækkandi
stjarna í bandarískum stjárnmálum.
Kjósendur og blöð í Massachusetts fylgdust vel með gerð-
um Kennnedys á þingi. Almennt voru menn ánægðir með
störf hans í þágu efnahags- og atvinnulífs Massachusetts-
ríkis. Náið samstarf var milli Kennedys og Leverett Salton-
stall, sem var hinn öldungadeildarþingmaðurinn frá Massa-
chusetts, en Salonstall er republikani. Þrátt fyrir flokks-
böndin studdu þeir hvor annan þegar mikið lá við. Sam-
vinna þeirra gekk jafnvel svo langt að Kennedy neitaði
demokratanum Foster Furcolo, flokksbróður sínum, um opin-
beran stuðning, þegar Furcolo bauð sig fram gegn Saltonstall
árið 1954.
Þeim fullyrðingum Furcolo að Saltonstall hefði gert iítið