Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 46
skemmtileg. Matthew fannst næstum, eftir að þau höfðu tal- að um veðrið og vegina í fimmtán mínútur, að þau væru öll svo fjári skemmtileg, að eitt- hvað mundi springa þarna í her- berginu. Hann sagði hásum rómi: „Við skulum fá okkur drykk. Okkur veitir sannarlega ekki af því“. Þau hlógu öll og andrúms- loftið varð heldur léttara. Skömmu seinna sagði pabbi Kathy-Anne: „Við vildum að dóttir okkar lyki skólanum áður en hún færi að hugsa um gift- ingu. En okkur fellur Bruce mjög vel í geð. Hann er ágætur“. Willi fullvissaði þau um, að tilfinning- ar þeirra til Kathy-Anne væru einmitt þær sömu. Svo fengu þau sér annan drykk og foreldr- ar Kathy-Anne buðu þeim til kvöldverðar eftir móttökuna. „Jæja“, sagði Matthew, þegar þau voru orðin ein, „þetta eru ágætis hjón, greind og vingjarn- leg“. „Við hverju bjóstu, mannæt- um?“ Willi lagðist í rúmið og hélt fyrir augun. Matthew gekk um gólf. „Ég t.ók eftir að hann er grennri en ég — hann hefur ennþá ágætt mitti. En ég er ekki gráhærður og ég held að ég sé unglegri". „Þú ert mjög laglegur, þegar þú hrukkar ekki ennið“, sagði — VIKAN 10. tbl. Willi. „Matthew, mér líður ekki vel. Ég er með höfuðverk. Ég ... ég veit ekki hvort ég get verið við brúðkaupið“. „Svona nú, Willi . . .“ Hann sá að hún var föl. „Taktau svo- iítið asperín og leggðu þig um stund". Tárin voru farin að renna nið- ur vanga hennar. Matthew náði í asperínið og vatnsglas. Svo hélt hann henni í faðmi sér þar til hún hætti að gráta og sofnaði. Þá losaði hann sig og fór út að ganga. Þegar hann kom aftur, var hún fulklædd og brosandi. „Halló, fegurðardís", sagði hann, „langar þig til að koma eitthvað með mér einum um þessa helgi, þegar öllu þessu er lokið?“ „Þú spurðir mig einu sinni að þessu áður . . . rétt eftir að við hittumst fyrst. Ég varð hneyksl- uð“. „Ég hefði orðið hneykslaðri, ef þú hefðir þegið það. Ég . . .“ Hann roðnaði. „Ég vildi láta þig halda, að ég væri reyndur heims- maður og kvennamaður". „Þér tókst það ágætlega“. „Ég vildi frekar, að þér fynd- ist það núna — tuttugu og tveim árum seinna". Hún brosti til hans. Meðan þau óku til kirkjunn- ar, fannst honum tíminn fljúga áfram. Ef þau hefðu aðeins get- að beðið, ef Bruce hefði getað lokið skólanum, ef Kathy-Anne væri aðeins eldri . . . Hann gekk inn í kirkjuna og sá ungt fólk allt í kringum sig, piltana í dökkum fötum og stúlkurnar í skrautlegum kjólum. Hann gekk eins og í draumi eftir kirkjunni og settist við hlið Willi fremst. Orgeltónarnir fylltu kirkjuna og blómailmur barst að vitum hans. Þá sá hann hvar brúðurin kom við hlið föður síns og augu henn- ar voru jafn róleg og skær og fyrst er hann !eit í þau. Sonur hans og svaramaðurinn voru við altarið. Allt gekk of fljótt. Bruce, sem í gær hafði verið sólbrúnn drengur í garð- inum heima hjá sér. Eða var það ekki í gær? Og nú stóð hann þarna og sagði þessi gömlu og vel þekktu orð, sem báru í sér lífstíðarskuld- bindingu. Matthew leit á Willi. Hann hafði verið svo viss um, að hún færi að gráta í miðri at- höfninni, og Willi hafði aldrei verið sérlega hljóðlaus í gráti sínum. Hún gerði það af lífi og sál. En Willi virtist róleg og æðrulaus. Nú erum við aftur ein, aðeins við tvö, eins og þegar við byrjuðum. Þá var öllu lokið og mynda- tökur tóku við og hrísgrjónum var kastað. Fólkið gekk út úr kirkjunni að heimavistinni. Eftir nokkur glös af púnsi — sterku púnsi, sagði Matthew við sjálf- an sig — kunni hann orðið bet- ur við sig innan um unga fólkið. Honum fannst skólabræður Bruce vera mjög myndarlegir menn. Tengdadóttir hans fór að skera brúðkaupskökuna. Hún hikaði andartak og leit beint á hann, eins og hún sæi engan nema hann, tengdaföður sinn, Matthew McLean. Hann kinkaði til hennar kolli og blikkaði hana um leið. Bros breiddist yfir and- lit hennar og skyndilega varð hún falleg. Fimmtíu dollarar eru nú engin rokna brúðkaupsgjöf, hugsaði hann með sér. En svo sneri hann sér undan og fannst hann vera kjánalegur og ringlaður. Þá stóð hann frammi fyrir syni sínum. „Ef þið ætlið að vera hér á morg- un, langar okkur til að bjóða ykkur til hádegisverðar", sagði Bruce. „Við ætlum ekki að fara í neina brúðkaupsferð núna. Við förum kannski eitthvað seinna — ef til vill heimsækjum við ykk- ur. En á mánudaginn er próf hjá okkur í sögu“. Hveitibrauðsdagar með kennslubókum í sögu. Matthew þurfti tíma til að átta sig á þessu. Þetta var heimur, sem hann þekkti ekki og gæti aldrei að fullu fellt sig við. En þar með var ekki sagt, að hann væri neitt verri en sá heimur, sem hann og Willi þekktu. „Komið yfir á hótelið, þegar þessu er lokið“, sagði Matthew. „Gleymdu því nú ekki“. Það varð þögn í salnum, þeg- ar ungi maðurinn gekk yfir gólf- ið, en svo byrjuðu piltarnir að syngja framandi söngva — um ást og hjörtu, sem bundust órjúfandi böndum. Þá hljómaði svarsöngur úr hinum enda sal- arins, það voru stúlkurnar, sem sungu annan ástarsöng. Bruce hafði gengið til Kathy-Anne og tekið utan um hana. Matthew fann einhvern snerta hönd sína og hann tók föstu taki um hönd Willi. Hvað væri hann án henn- ar? Og hvað væri hún án hans? Hann hafði vitað, að lífið var honum einskis virði án hennar, vitað það frá því hann leit hana fyrsta sinn yfir velzluborðið og hún hafði yrt á hann. Ef það hefði nú komið fyrir hann fyrr á ævinni, þegar hann var í skóla, og Willi hefði sagt að hún mundi hjálpa honum og þau þyrftu ekki að bíða? Hann heyrði að söngurinn hætti og sá fólk fara. Hann kvaddi Spirits, matseljuna, sem gekk um í víðum, bleikum chiff- onkjól. Hann þrýsti hönd henn- ar innilega og reyndi að þakka henni fyrir brúðarkökuna. Hann og Willi voru rétt ný- komin í hótelið, þegar Bruce og Kathy-Anne komu. Matthew

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.