Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 49
fA f g T| V \
í 'l-Á • & Vi í;í H
— Gæti ekki liðið betur.
— Og bíllinn, sem ég gaf þér.
Þú ekur vonandi ekki eins og
ökufantur.
— Nei, nei, langt frá því.
— Fínt. Þú verður að lifa ró-
legu lífi og þú verður að fara að
láta sjá þig á spilavítunum, fín-
um gistihúsum og niðri á strönd-
inni. i
Henri sagði: — Þetta á ákaf-
lega vel við mig.
— Þú svarar ekki öðru nafni
en Henri Grunewald. Ef svo
óheppilega skyldi fara, að ein-
hver, sem þekkir þig frá London,
ávarpar þig sem Harry Green-
wood, þá þykist þú ekki heyra.
Þú verður heyrnarlaus. Þú verð-
ur blindur. Og þú lætur mig vita
strax.
— Skal gert.
— Þú mátt aldrei láta neinn
vita að þú sért hertoginn af
Gross-Mechlenstein. Og 'þú kem-
ur ekki nálægt Annabelle Me-
haffey, verðandi eiginkonu þinni.
— Hvað þá, ef hún kemur ein-
hvers staðar nálægt mér, áður
en látið er til skarar skríða?
— Ef það gerist, sagði Mr.
Pimm ákveðinn, — þá lítur þú
ekki við henni.
—• Ekki sem verst. Ef ég hef
nokkurt viljaþrek til þess?
— Þú verður að taka á öll-
um þínum kröftum, því að ást-
in er í veði. Jæja þá. Viltu vita
nokkuð meira, áður en þú ferð?
— Það held ég ekki.
— Þá held ég að þú ættir að
fara aftur til Nice. Við hittumst
aftur eftir svo sem tvo daga. Á
meðan verðurðu að hegða þér
vel. Reyndu að hressa upp á
frönskuna og þýzkuna. Vendu
þig á að tala með svolitlum
hreim. Gakktu snyrtilega til fara
og berðu þig fyrirmannlega. Og
þá skaltu fá að kvænast 20
milljón dollurum, vinur minn,
sagði Mr. Pimm, — 20 — milljón
dollurum. Það er allt og sumt.
Kveddu nú Julian, og farðu svo.
Henri sagði: — Þetta skal
ganga eins og í sögu. Blessaður
Soames.
■— Gangi þér vel, vinur.
— Sömuleiðis, á morgun.
— Jæja, Julian minn, sagði
Mr. Pimm ■— hernig lízt þér á
Henri?
Julian sagði: — Á ég að vera
hreinskilinn?
— Láttu mig heyra.
— Ég er á þeirri skoðun, Mr.
Pimm, sagði Julian, — að þú
sért ekki með réttu ráði. Hvernig
í ósköpunum ætlarðu að láta
þennan náunga leika hertogann
af hvað — það — nú — er?
— Gross-Mechlenstein.
— Hann er alls ekki fram-
bærilegur.
— Finnst þér eitthvað að út-
liti hans?
— Það held ég ekki.
— Eða framkomu?
— Það er ekki það.
— Hvað þá?
— Þetta Mehaffey-fólk hefur
svo mikla peninga, að það getur
snuðrað uppi sannleikann. Það
lætur ekki blekkjast af fyrsta
gervihertoganum, sem bankar
upp á hjá Annabelle.
— Henri kemur ekki og bank-
ar upp á. — Og hann er ekki
gervihetogi.
■— Hvað þá?
— Það er staðreynd, að her-
togadæmið af Grosse- Mechlen-
stein hefur legið niðri síðan 1748.
Það er staðreynd, að þegar við
fyrst rákumst á Henri, átti hann
í óttalegu basli. En það er ekki
honum að kenna. Þetta er ágætis
náungi, en hann hefur bara ekki
haft heppnina með sér. Og hann
er enginn gervihertogi.
— Hann hlýtur að vera það.
■— Hann er erfðahertogi. Við
erum með passann hans, öll skil-
ríki, ættarskjöldinn og ættartölu
hans úr Almnach de Gothe því
til sönnunar. Hann er hreinn og
ósvikinn hertogi — hvað held-
urðu að við séum, Julian, svik-
arar?
■— Alls ekki, sagði Julian, —
fjandinn fjarri mér, kemur ekki
til mála.
— Við vitum að það er allt
uppfullt af svikurum í kringum
okkur. Þú verður alltaf að vera
á verði. Þess vegna krefst ég
þess að allir mínir menn séu
hreinir og sannir. Öðru vísi er
ekki hægt að kvænast peningum
svo að vel sé.
Mr. Pimm lét fara vel um sig.
Hann sagði Julian, að klukkan
10 næsta morgun ætti hann að
fara til Villa Florentina áður en
nokkur kæmi á undan honum.
Hann átti að hafa með sér með-
mælabréf, sem hældi honum á
VIKAN 10. tbl.
49