Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 17
Smásaga eftir Porothy IVIacSle Teiknings Arnold í GUÐANA BÆNUM, LOFAÐU MÉR AÐ HRINGJA HÉR. ÞAÐ ER MAÐ- UR í VÖRUBÍL AÐ ELTA MIG. HANN ER ÖTI OG BÍÐUR FYRIR AFT- AN BÍLINN MINN. MÁ ÉG EKKI HRINGJA HÉR? KONAN REIS Á FÆT- UR OG GEKK FRAM AÐ DYRUNUM. ESTT ANDARTAK HÉLT MARI- AN, AÐ KONAN MYNDÍ REKA HANA TIL ÖFRESKJUNNAR AFTUR. — Hér er ein frétt: í kvöld var ráðizt á 29 ára gamla konu, frú Doris Clift, North Inshore Drive 712. Lögreglan er þeirrar skoð- unar, að morðinginn geðveiki, sem á þrem vikum hefur myrt fjórar Chicagokonur, iáti nú aftur til sín taka, og nú hér í Meridan. Eins og fórnarlömbin í Chicago var frú Clift slegin í höfuðið og síðan næstum kyrkt. Bif- reið hennar stóð skáhallt uppi á gangstétt ekki langt frá heimili hennar. Ofbeldismað- urinn truflaðist, þegar Frederick Sayers nálgaðist bifreið frú Clift, en hann var í gönguferð með hunda sína. Hundarnir slitu sig lausa, þegar maður nokkur stökk út úr bifreið frú Clift og flúði á hlaupum yfir grasblett við götuna. Hundarnir veittu mann- inum eftirför, en komu til baka í sáma bili og bílvél heyrðist ræst handan grasblettsins. Sayers sá manninn aðeins í svip og treystir sér ekki til að lýsa honum, og frú Clift er of hættulega særð, til þess að hægt sé að yfirheyra hana. Eiginmaður hennar, Anthony Clift, tjáði lögreglunni, að hún hefði verið á leið til veitingahúss, þar sem hann beið hennar ásamt nokkrum kunningjum þeirra hjóna. — Hún var í kvöldklæðum, og meðal annarra meiðsla var hún illa særð á eyra, þar sem reynt hafði verið að slíta af henni annan eyrnalokkinn. — Frú Clift var, eins og konurnar fjórar í Chicago, fögur og ljós- hærð. Það fór hrollur um Marian. Hún lyfti hendinni til þess að taka af sér eyrnalokk- ana, en lét hana aftur síga og tók fast um stýrið. Það var heimskulegt að vera tauga- óstyrk, þótt einhver brálæðingur hafi sýnt undarlegar ástríður gagnvart ungum, ljós- hærðum konum í kvöldklæðum. — Þulur- inn hélt áfram: — Krypplaður pappírsmiði í bifreið Clift styður grunsemd lögreglunnar um það, að árásarmaður hennar hafi verið Chicago- morðinginn. Á pappírsmiðann voru skrifuð nokkur óskiljanleg orð á óþekktu eða leyni- legu máli. Sálfræðingar, sem rannsakað hafa samskonar miða, sem fundust hjá fórnar- lömbunum í Chicago segja, að slík skrift sé merki um alvarlega andlega truflun. Marian lokaði útvarpinu. Þjóðvegurinn var undarlega auður og fá- farinn. Og þegar nálgaðist verzlunina, sá hún, að hún hafði næstum gleymt, hve dimmar og eyðilegar jafnvel borgargötur geta verið á vetrarkvöldi, þótt klukkan sé ekki nema tíu. Hún lagði bílnum og flýtti sér inn í barinn. Mjóir hælarnir á kvöldskónum hennar skörk- uðu við stéttina. Mennirnir, sem sátu á bar- stólunum, sneru sér við og virtu hana fyrir sér, meðan hún bað um tvær flöskur af viskí og beið, meðan barþjónninn sló upphæðina inn á peningakassann og gaf henni til baka, f matvöruverzluninni við hliðina valdi hún í snarheitum það sem hún þurfti á að halda. Svo flýtti hún sér út og settist undir stýri, með pokann í sætinu við hlið sér. Það væri kannske réttara að setja það á gólfið aftur í, hugsaði hún, en þetta var fljótlegra. Hún fann til óþreyju að komast sem fyrst heim, fá að snerta mjúk andlit sofandi barna sinna og vera í eigin stofu með glöðum gest- um. Það var enn dimmara, og götuljósin gáfu draugalega skímu sem var eins og í hringj- um út frá þeim. Bíllinn hóstaði um leið og hann fór í gang, eins og hann gerði alltaf í röku og köldu veðri. Skyggnið var verra en áður. Marian ók hægt út frá gangstéttinni, og vörubíll, sem hafði staðið nokkrar bíllengdir aftan við hennar bíl, lagði af stað um leið. Hann fylgdi henni fast eftir með háuljósin á, og sterkt ljósið endurkastaðist úr speglinum beint framan í Marian. Fyrst í stað fór þetta aðeins í taugarn- ar á henni. Hún skipti yfir á háu ljósin og síðan aftur á lágu ljósin, til þess að gera vörubílstjóranum ljóst, að hann bryti um- ferðarreglurnar. En ljósastaða vörubílsins breyttist ekki. Hún yppti öxlum. Það sem hún hafði sagt við Rod um hjálpsemi og vingjarnleik vöru- Framhald á bls. 37. VIKAN 10. tW, —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.