Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 48
■— Mja — ég er hræddur um, að ferðatryggingin taki ekki yfir þetta, ungfrú. — Er nú ekki kominn tími til, að þú fáir ný gleraugu, Vigga? Nei, nei, það getur ekki verið. Hún hefði þá sagt mér það. — Er það? Matilda frænka sagði: •— Al- máttugur minn, Peggy mín. Þú mátt ekki tortryggja alla. Og þið bæði. Það er óttalegt til þess að vita. Timothy Pimm svikari? Hún hló við tilhugsunina. Bíðið þið bara þangað til hann kemur, þá sjáið þið hvernig maður hann er. Þar er þá að minnsta kosti einn maður í Suður-Frakklandi, sem við gætum boðið til okkar, sagði hún, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af Annabelle. Skammt frá Villa Margu- erite staðnæmdist bíll. Hávax- inn, giaðlegur náungi stökk út úr bílnum og hljóp léttilega yfir forsvalirnar að húsinu. Og Mr. Pimm, hrópaði glaðlega: — Juli- an, hvar ertu, inn með þig. Ég ætla að kynna þig fyrir brúð- gumanum, sem við höfum valið handa Annabelle. Julian gekk inn í stofuna. — Og þetta, sagði Mr. Pimm, ■—• er hann. Má ég kynna Henri Grunewald, greifann af Will- iamsburg, og erfðaerkihertoga af Gross-Mechlenstein. Erfðahertoginn af Gross- Mech- lenstein sló saman hælunum, hneigði sig klaufalega og sagði með svolitlum erlendum hreim: — Mikil ánægja að kynnast yður Monsieur Soames. Hann var í hvítum mokkasin- um, síðbuxum og gulri og hvítri ítalskri peysu með stuttum erm- um. Ljóst hárið var mikið í vöng- unum. Julian brosti og sagði: — Kom- ið þér sælir, og þeir tókust í hendur. — Monsieur Pimm hefur sagt, sagði Henri hertogi, — að við eigum að vinna saman núna á næstunni. Mr. Pimm sagði önugur: — Svona, góði, þú þarft ekki að slá saman hælunum og vera her- togi ennþá. Julian er einn af okkur. Henri andaði léttara, hreim- urinn hvarf, og hann sagði við Julian á eðlilegri ensku: — Auð- vitað, alveg rétt. Jæja þá, vinur, ég heiti Harry Greenwood. Mr. Pimm sagði: — Henri kom aðeins í nokkrar mínútur til þess að ég gæti kynnt ykkur. Þið eigið eftir að sjást öðru hverju, en þið megið ekki láta nokkurn sjá, að þið þekkizt nema hérna í þessu húsi. Skiljið þið það? — Auðvitað. — Hvað sem þið gerið, megið þið aldrei gleyma þessu, ekki eitt andartak. Hvorugur ykkar. Mr. Pimm sneri sér að Henri. — Og þú, Henri, þú veizt, hvað þú átt að gera? ■— Já, já, dag og nótt, sagði Henri glaðlega. — Og hvað er þá með íbúðina í Nice, líður þér vel þar?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.