Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 16
Veizlan í nýja einbýlis- húsinu þeirra Nelsons- hjónanna var rétt ný- byrjuð, þegar sex nýir gestir börðu dyra. Þetta voru vinnufélagar Rods og hnan hafði alveg gleymt að segja Marian, að þeirra « væri von. Hún tók innilega á móti þeim og hjálpaði þeim úr yfirhöfnunum. Síðan flýtti húh sér fram í eldhús, þar sem Rod stóð og bland- aði sex kokkteila í viðbót. — Fyrirgefðu, Kisa mín, sagði hann. — Það er -vika síðan ég bauð þeim, en þá bjuggust þeir við að verða uppteknir, svo ég gerði ékki ráð fyrir þeim. Þú mátt berja mig eins og þú vilt, en vertu ekki reið. — Auðvitað er ég reið, sagði hún, tyllti sér á tá og kyssti hann á eyrað. Hann lagði hristarann frá sér og tók utan um hana. • — Ég er skotnastur í þér af öllum Ijós- hærðum konum, sem ég þekki, sagði hann. Ef það væri ekki sjö ára brúðkaupsafmæli okkar í dag, myndi ég biðja þín. Hún opnaði vínskápinn, og fór síðan í hug- anum yfir það, sem stóð á matborðinu inni og átti að snæðast um miðnæturskeið. - — Ég- á nóg handa þremur að auki, en ekki sex, sagði hún. —■ Og við eigum ekki nóg viskí. Hungur og þorsti mun ríkja í húsi þessu eftir miðnætti. Hann raðaði glösunum á bakka. — Allt í lagi. Farðu inn og vertu skemmtileg, með- an ég skrepp og næ í meira. Ég veit um búð á horninu á Oaklandsstræti og Caldwells- götu, sem hefur opið allan sólarhringinn, og það er bar við hliðina. Hún tók við bakkanum, en lét hann svo niður aftur. — Nei, farð þú heldur inn og haltu gestunum uppi á snakkinu. Þú þekkir þessa nýkomnu, en ekki ég. Ég tók ekki einu sinni eftir hvað þeir sögðust heita. Ég skal skreppa í búðina. Hún gekk inn í svefnherbergið, þar sem þau höfðu lagt sínar eigin yfirhafnir, til þess að hafa rúm fyrir föt gestanna. Hann fór á eftir henni. — Þú ert mjög falleg í kvöld, sagði hann. — Vertu fljót. — Já, ég skal flýta mér. Hann tók hunangslita loðfeldinn, sem hann hafði gefið henni í tilefni dagsins og hjálpaði henni í hann. Loðfeldurinn var næstum alveg eins litur og hár hennar. Síðir eyrnalokk- arnir grænglitruðu eins og grá augu hennar sjálfrar, er hún horfði í eld. — Ég er ekki hrifinn af því að vita þig einsamla á ferð á sona dimmu kvöldi, sagði hann. — Hefur þú látið yfirfara bílinn þinn nýlega? — Hann gengur eins og klukka, svaraði Marian og hló. — Og ef hann skyldi taka upp á einhverjum kenjum, kemur áreiðan- lega einhver góðhjartaður vörubílstjóri og kemur honum í gang fyrir mig aftur. — Ég trúi ekki á góðhjartaða vörubíl- stjóra. Enginn hefur hjálpað mér. — Nei, ekki þér. Vörubílstjórar eru meira hrifnir af kvenfólki. Jæja, bless, elskan. Ég skal flýta mér. Hún sneri sér við í eldhúsdyrunum. — Þú ættir að líta inn til Midge og Teddy eftir svolitla stund. Þau eru að vísu sofnuð, en það er aldrei að vita, nema þau vakni af hávaðanum í ykkur. Marian bakkaði bílnum sínum út úr bíl- skúrnum og glaðar raddir, hlátrar og tónlist fylgud henni niður afleggjarann. Það var gaman að horfa heim að húsinu, háreistu, með stórum upplýstum gluggum og hóp bíla fyrir utan. Hana hafði eiginlega ekki langað mikið til að flytja út fyrir borgina. En það höfðu allir verið sammála um, hvað það væri miklu betra fyrir börnin. Og nú var hún þakklát fyrir það. Þau hefðu t.d. aldrei getað boðið svona mörgum heim í einu í litlu íbúðina þeirra í borginni. Það virtist myrkara en venjulega, þar sem hún ók þarna í áttina að bjarmanum rauða, sem reis upp af borginni fram undan. Hún opnaði útvarpið, sem lék danslög, en rétt strax kom þulurinn og sagði: VIKAI Jg — VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.