Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 47
horfði á þau, og skyndilega fannst honum, að hann vildi gera allt fyrir þau, gefa þeim allan heiminn. Hann langaði til að segja þeim, að hann aetlaði að senda þeim peninga á hverjum mánuði, þau gætu treyst því. En hann bældi þetta niður og reyndi að horfa hlutlaust á þau, þar sem þau stóðu í brúðkaups- klæðum. Þessum klæðnaði þrosk- ans. Þau höfðu íklæðzt honum, sonur hans og Kathy-Anne og þau urðu að fá tíma til að venj- ast honum. Hann fálmaði vandræðalega í vasa sinn og dró upp ávísunina og kastaði henni til Kathy-Anne. „Þetta átt þú, gerðu svo vel“. Skær grænblá augun sögðu honum, að þau elslcuðu hann. Hann kyssti hana og þrýsti hönd Bruce og sagði svo hryssingslega: „Jæja, komið ykkur út! Ég er dauðþreyttur í fótunum, ég ætla að fara úr skónum“. Svo varð aftur þögn. Þögnin og hann og Willi. Matthew tók um hönd konu sinnar. „Ég gaf henni fimm hundruð dollara“, sagði hann. Willi tók um hálsinn á honum. Hann gat heyrt hvernig hjarta hennar barðist. „Það kom mér ekki á óvart“, sagði hún. „Heyrðu mig“, sagði hann með vangann við mjúkt hár hennar, „eftir kvöldverðinn með nýja tengdafólkinu skulum við koma hingað aftur og láta niður í tösk- urnar. Það er indæl nótt til að aka í. Ég sá lítið hótel um hundr- að mílur héðan. Mig langar til að byrja þar -— að við, þú og ég, bryjum þar á ný“. ERKIHERTOGINN OG HR. PIMM Framhald af bls. 29. betri vinnu. Hvað er svona skrýtið við það? Peggy yppti öxlum. — Ekkert, geri ég ráð fyrir. En engu að síð- ur verður gaman að sjá hver svarar auglýsingunni. Ég brenn í skinninu eftir að vita hver kem- ur og sækir um bílstjórastöðuna. — Þú hefur of miklar áhyggj- ur, Peggy. Maður með oddmjóa húfu og axlartösku birtist fyrir neðan húsið. Peggy sagði: — Hver er þetta, pósturinn? — Ég býst við því, sagði Green og settist niður til þess að skrifa undir bréfin. Það heyrð- ist aftur skvamp úr sundlaug- inni. Eftir nokkrar mínútur kom Matilda frænka inn með póst- inn. Hún var hnarreist, glæsileg kona, hátt á fimmtugsaldri, í látlausum, hvítum kjól. Hún var harðneskjuleg á að sjá. Hún hefði getað verið yfirhjúkrunar- kona. -— Tvö handa þér, Augustus, sagði hún. — Frá New York. — Og hitt? Matilda frænka sneri umslag- inu við og leit aftan á það. — Almáttugur, sagði hún, —- það er frá Timothy Pimm. Green sagði: — Hver andsk .... er hann? — Augustus, sagði Matilda frænka hvasst, — ég er búin að margsegja það við þig. Þú get- ur vel tjáð þig eins og manni sæmir, en hvers vegna þarftu endilega að tala eins og vörubíl- stjóri? Það hlakkaði í honum. — Fyr- irgefðu, Matilda, sagði hann, hvað stendur í bréfinu? Eftir andartak sagði Matilda frænka: — Jæja, Mr. Timothy Pimm sendir kveðju sína. Hann sá það í Paris Tribune að við vræum komin á Rivieruna, og hann langar til að vita, hvenær hann megi koma í heimsókn. Green sagði: — Hann er ekk- ert feiminn við það. — Það er ekkert við þetta að athuga. Það er allt eitthvað svo heillandi og virðulegt við Mr. Pimm. — Heillandi og virðulegt. Það er nú líklegast. Jæja, hver er þessi Pimm — hvernig stendur á því að við Peggy höfum aldrei heyrt um hann? Matilda frænka sagði: -—• Ég man ekki hvar þið Peggy voruð, þegar við kynntumst. En við Annabelle sáum hann oft með Miriam Harrison. Og svo líka við giftinguna hennar. — Miriam Harrison. Ó, já, nú man ég. Það tryppi. —- Ég sagði henni, að hún væri kjáni, sagði Matilda frænka al- varleg í bragði, — að giftast manni fimm árum yngri en hún. Hann ætlaði sér greinilega bara að ná í peningana hennar. Peggy sagði: —■ Var hann ekki einhvers konar greifi eða eitt- hvað svoleiðis? — Þess vegna hegðaði hún sér nú eins og kjáni. Hlægilegt. Kona á Miriams aldri, og hún var bara búin að vera ekkja í eitt ár. Og auk þess varð hún að borga allar skuldirnar hans. Jæja, að minnsta kosti getum við séð til þess, að þetta komi ekki fyrir Annabelle. Svo við snúum okkur að bréfi Timothy Pimm. Peggy sagði: — Hvernig á ég að svara því? — Við skulum svara því á eins virðulegan hátt og það er skrif- að, Peggy mín. Sendu Mr. Pimm kveðju mína, og segðu honum að við verðum heima á morgun klukkan hálf fjögur. — Hálf fjögur. Peggy skrifaði þetta hjá sér. Hún gretti sig. — Miss Matilda, sagðir þú, að þið Annabelle hefðuð kynnzt Mr. Pimm gegnum Miriam Harrison. — f New York. Hvers vegna? •— Ég er bara að hugsa. Þetta er í fyrsta skipti sem hann skrif- ar, og þú veizt að við verðum að fara að öllu með gát. Og, ja, ég var bara að hugsa um það, hvort við vissum nokkuð um hann. Matilda frænka sagði: — Hann hlýtur að hafa mjög góð sam- bönd, á því er enginn vafi. A Long Island virtist hann þekkja hvern einasta mann. Green sagði: — Hvernig er hann stæður, hefur hann það gott? — Ég mundi telja, að hann væri mjög vel efnaður. — Sagði hann þér nokkurn tíma, hvað hann gerði? Matilda frænka hugsaði andar- tak. — Ég held hann hljóti að vera einhvers konar fjármála- maður, sagði hún. — Ég held hann hafi sagt eitthvað um „fjár- gróða gegnum skuldabréf“, hvað sem það nú þýðir. Augustus, hvað þýðir það? — Ég veit það satt að segja ekki, Matilda. Þú manst vafa- laust ekki rétt. — Hvernig kynntist Miriam Harrison öðrum eiginmanni sín- um, þeim sem ætlaði að krækja í peningana hennar? Matilda frænka sagði: — Ég held ég hafi aldrei spurt hana um það. ■— Það skyldi þó ekki hafa erið í gegnum þennan Mr. Pimm? — Það held ég geti ekki verið. TDCIICDDDP I nCLLCDUnu ÞEGAR UIVI HJÓLBARÐA ER AÐ RÆÐA Ýmsar stærðii* TRELLEBORG hjólbarða Athugið verðið W Gæðin eru alkunn GUNNAR ÁRGEIRSSON H.F. VIKAN 10. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.