Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 9
Ýmsir fræðimenn hafa orðið til að koma með getgátur um orsak-
irnar fyrir illvirkjum Freydísar. Ein er sú, að hún hafi falað ann-
an þeirra bræðra til ásta við sig, en hann ekki látið ginnast, en
frávísanir af því tagi taka konur sér gjarnan nærri. Önnur er á
þá leið, að Freydís hafi verið í tíðleikum við Finnboga og verið
hrædd um, að konur í fylgdarliði hans kjöftuðu frá, þegar til Græn-
lands kæmi, en víkingarnir gömlu höfðu lítið umburðarlyndi með
lauslátum eiginkonum, enda þótt sjálfum þætti þeim ekkert tiltöku-
mál að hafa með nokkrum griðkonum samhliða frúnni. Að lokum
er svo skýring Bolands, og er hún mjög svo læknisfræðileg: Frey-
dís hafi verið haldin geðtruflun, sem ef til vill hafi átt rót sína
að rekja til atburðarins í Hópi, þegar menn Karlsefnis flýðu sem
fætur toguðu og létu hana, vanheila og þungaða, eina eftir í hönd-
um morðóðra villimanna. Nærri má geta, hve hræðileg sú stund
hefur verið hinni verðandi móður. Ef til vill hefur þá kviknað hjá
henni neisti brjálæðislegs haturs gegn þjóðbræðrum hennar, neisti
er varð að báli við fyrsta hentugt tækifæri. Sérstaklega þó, ef nefnd-
ur atburður hefur orsakað fósturlát, sem og ekki er ósennilegt.
En hvað um það, hver sem var orsök blóðbaðsins að Leifsbúðum,
þá er líklegt að áhrif þess hafi orðið næsta örlagarík. Má ætla, að
þessi hroðalegi atburður hafi vakið með Grænlendingum hjátrú-
arkenndan ugg gagnvart hinu auðuga landi í suðvestri, svo að eftir
það hafi þá lítt fýst þangað að leita. Að minnsta kosti segir fátt af
frekari ferðum þeirra til Vínlands, sízt til landnáms. í stað þess
að verða frumkvöðlar evrópskrar byggðar í nýjum heimi, kusu
frændur og fylgdarmenn Eiríks rauða að hírast áfram á eyðilegum
heimskautahjara, þar sem niðjar þeirra vesluðust síðar upp við
aðstæður, sem hverri menningarþjóð — í venjulegri merkingu þess
orðs — hljóta að verða ofviða. Harmleikurinn að Leifsbúðum hefur
því ef til vill orðið upphaf annars harmleiks, — eins hins mesta,
sem saga norrænna manna kann frá að greina.
13. Eiríkur biskup Gnúpsson (1121).
í borginni Newport í Rhode Island
er steinturn ævaforn, sem orðið
hefur fræðimönnum að miklu um-
hugsunar- og deiluefni. Mjög er
hann farinn að láta á sjá, enda orðið
að þola sitt af hverju; þannig not-
uðu Bretar hann sem púður-
geymslu í bandaríska frelsisstríð-
inu og reyndu að sprengja hann
í loft upp að skilnaði.
Turninn er tuttugu og sex fet
að ummáli og um þrjátíu feta hár,
borinn uppi af átta súlum. Bygg-
ingarstíllinn er greinilega rómansk-
ur og ber sem slíkur einkenni tólftu
aldar. En mörgum bandarískum fræðimönnum er meinilla við þá
tilhugsun, að nokkur hvítramannabyggð hafi þrifizt í landi þeirra
fyrir daga Kólumbusar. Þeir hafa því margir hverjir hallazt að þeirri
skýringu á tilvist Newportturnsins, að einn brezkur nýlendustjóri
hafi hróflað honum upp einhverntíma síðla á seytjánu öld, í. því
skyni að nota hann sem kornmyllu. En þar eð gúvernörinn hafi
verið dálítið undarlegur í kollinum, hafi hann fundið upp á því að
hafa þennan fornlega stíl á myllunni sinni.
Aðrir spekingar engu óvitrari — og þá helzt þeir, er mest hafa
kynnt sér Vínlandssiglingar norrænna manna — hafa bent á, að
turninn minni mjög á norskan arkitektúr frá tólftu öld eða þar
um bil. Og Boland er á þeirra máli: Turninn byggði Eiríkur Gnúps-
son, sem sigldi til Vínlands árið 1121 og hvarf þar sporlaust, að
því er álitið hefur verið. Hann var íslenzkur að kyni og er hans
stuttlega getið í annálum okkar gömlu, og þess með, að hann hafi
verið biskup á Grænlandi og farið til Vínlands.
En sögu þá, er saman tengir þá turninn og Eirík, telur Boland
vera þannig:
Adam frá Brimum segir svo frá, að Haraldur harðráði, Noregs-
konungur, hafi eitt sinn siglt yfir Atlantshaf norðanvert og þá
komizt í mikla nauð vegna hafíss. í þessari ferð er allsennilegt
(þótt Adam geti þess ekki), að konungur hafi komið við land
í Norður-Ameríku og stofnað þar verzlunarnýlendu, er blómstrað
hafi um langt skeið. Tilvist nýlendunnar hafi Haraldur svo haldið
leyndri til að hindra, að fleiri en Norðmenn kæmust í kökuna.
Nýlendan hafi verið þar sem Newport er nú, og Eiríkur hafi farið
þangað að páfaboði til að lappa upp á kristni Norðmanna, sem vel
gátu verið farnir að bila í trúnni eftir langt samneyti við hund-
heiðna skrælingja. Turninn hafi Eiríkur svo látið byggja sem
kirkju til handa söfnuði sínum.
En ekki hefur hann haft erindi sem erfiði, því engan norskan
söfnuð var að finna í Nýja Englandi, þegar hvítir menn komu
þangað eftir daga Kólumbusar. En sæfari nokkur á þeim tíma,
Verrazano að nafni, segir Indíánana þarna háa vexti og gervi-
leéa, bronslita á hörund og suma þó ljósari. Holdið hefur því kannski
farið sínu fram, þótt andanum yrði síður ágengt.
Við mynni Jonesár, þar sem nú heitir Rocky Nook Point, skammt sunnan
við þar sem Boston stendur nú, er talið, að Leifur heppni hafi haft vetursetu.
Trúlega hefur landslagi þar verið svipað farið þá og nú, en ólíkt meira um
mannamerki nú.
Á Cape Cod — Þorskhöfða — er talið, að Leifur heppni hafi fyrst stigið
fæti á ameríska grund. Meðfylgjandi mynd er einmitt frá Cape Cod, og
hefur þelm stað lítið sem ekkert verið breytt af mannavöldum, siðan Leifur
lenti þar.
VIKAN 10. tbl.
9