Vikan


Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 05.03.1964, Blaðsíða 45
Þeir óku út í heimavistina og hittu nokkra af húsfélögum Bruce og matseljuna þeirra. Bruce kallaði hana „Spirits“. Hún var hávaxin kona með vin- gjarnleg augu og gráar fléttur í hnút uppi á höfðinu. Hún sagði Matthew, að hún væri að baka kökuna fyrir brúðkaupsmóttök- una. „Foreldrar Kathy-Anne vildu hafa móttökuna á ein- hverju hótelinu", sagði hún, „en við vildum endilega að hún yrði hér — okkur langaði til að gera eitthvað fyrir Bruce og Kathy- Anne. Næst fóru þau að hitta svara- mann Bruce, sem beið eftir þeim við veitingahús svæðisins. Það var laglegur og hæglátur piltur, sem átti lágan, langan bíl með hvítum leðursætum, brydduðum með rauðu. Hann leit á Bruce og Kathy-Anne og hlýr svipur kom á kæruleysislegt andlitið. „Hamingjusömu manneskjur", sagði hann. Hann óskaði Willi og Matthew til hamingju með handabandi áður en hann spurði þau hvernig ferðin hefði gengið. Þegar hann sneri sér aftur að Bruce, fór hann að stríða hon- um með því, að hann hefði ekki nóg fyrir stafni sem svaramaður. „Ég á að vera að reyna að róa þig“, sagði hann hlæjandi. „Þú varst ekki svona rólegur áður en þú baðst hennar". Matthew fylltist allt í einu einmanakennd. Ekkert af þessu eigum við með honum, hugsaði hann. Þá mundi hann eftir því, að foreldrar hans höfðu ekki einu sinni verið viðstödd brúðkaup hans og Willi. Hann hafði hitt Willi í Vesturríkjunum, en þau áttu heima á austurströndinni. Það höfðu verið krepputímar og það voru ekki mikil hátiðahöld við giftingar þá. Hann hafði bara skrifað foreldrum sínum og sagt þeim, að hann ætlaði að kvæn- ast Willi og mundi koma með hana til þeirra. Hann gekk út frá því sem vísu, að þau vissu að hann gerði rétt, alveg eins og hann ætlaðist til að þeim líkaði vel við Willi. Þau hljóta að hafa tekið það nærri sér, hugsaði hann. En ég var þó fullorðinn maður, næstum þrítugur. En hver gat sagt með vissu hvenær drengur verður að manni? Kring- umstæðurnar höfðu sitt að segja. Svaramaðurinn var að spyrja Kathy-Anne, hvort hann gæti hjálpað henni við að flytja dótið úr heimavistinni yfir í nýja heimilið. Þá heyrði Matthew allt í einu sjálfan sig segja: „Nei ég skal gera það“. Unga fólkið starði á hann. Hann varð vand- ræðalegur og fór að tauta, að hann kynni betur við að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann fór því einn í bílnum með Kathy-ÍAnne, meðan hin fóru að ná í hringana fyrir vígsl- :avz;,mvwnNmms isi tmmws. mmi bí í«uhb proouu i isuhm CHOICE KIDNEYS lNllFgLA0AKg m SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA Símnefni: SÍS, Reykjavík Islenzkt dilkakjöt, fyrsta flokks, frosið, saltað, innyfli, húðir og skinn, ull, hestar U T I B U : Verband Isl. Kooperativ Vereine Ost-West-Str. 2, Hamburg 1. The Federation of lceland Co-operative Societies, 16, Eastcheap, London, E. C. 3. SUBSIDIARY COMPANY: lceland Products Inc., P.O. Box 646, Steelton, Pa., U.S.A. una. Honum datt ekkert í hug að segja og beið eftir því að hún hæfi samræðurnar, en hún þagði. Þegar þau báru kassana inn í litla, hrörlega húsið, reyndi hann að rjúfa þögnina með því að fara að ganga frá hlutunum með henni. „Jæja“, sagði hann glað- lega, „ég skal taka þetta upp, en þú setur þetta í tauskápana". „Taktu það rólega", sagði hún, þar sem hún kraup við hlið hans og tók upp úr kassanum. „Tau- skápurinn okkar er ein eldhús- hillan. Fyrst þarf að þvo hana og setja pappír á botninn". „Þú ert svei mér vandlát", sagði hann. „Það ert þú víst líka“, svaraði hún. Stutta stund horfðu þau hvort á annað. Svo bætti hún við: „Ég get ekki sagt að ég ásaki þig fyrir það, þar sein sonur eins og Bruce á í hlut. En það er ýmislegt, sem þú veizt ekki um hann. Hann þarf að hafa ein- hvern til að hugsa um fötin sín — þú ættir að sjá, hvernig hann kastar þeim út. um allt gólf! Hann þarf einhvern til þess að halda aftur af sér, því að hann er svo góðhjartaður og fljótfær. Hann fær ekki nægan tíma til að læra. Og þú ættir að kynnast spænskunni hans! Ég er ágæt í tungumálum og ætla því að hjálpa honum ■— þó að hann viti það reyndar ekki ennþá“. Hún brosti og horfði út í blá- inn. Svo sneri hún sér aftur að Matthew. „Hann þarf einhvern til að hugsa um og sjá fyrir — eða vissirðu ekki að hann hefur svona sterka fjölskyldutilfinn- ingu? Hann var eyðilagður yfir að fara að heiman, en hann vildi læra að standa á eigin fótum, þess vegna fór hann í háskóla svo langt frá heimilinu. Það var líka þess vegna, að hann vildi taka ailar ákvarðanir sjálfur um hjónaband okkar. Hann vildi sanna, að hann væri orðinn full- orðinn. Hann elskar ykkur svo mikið — þig og mömmu sína. Ég veit ekki hvað hann hefði gert, ef þið hefðuð ekki komið til brúðkaupsins“. Matthew starði niður í ferða- töskuna. Hvítu efnin og mislitu efnin sýndust renna saman í eitt. „Taktu upp úr þessu“, sagði hann. „Ég skal þvo hillurnar ■— ef þér er sama?“ Klukkan var næstum orðin tvö. þegar hann kom aftur á hótelið. Hann fór í bað og í beztu fötin sín. Skömmu seinna sagði hann við Willi: „Hann vill smita út frá sér, þessi giftingar- hátíðleiki. Maður verður sjálfur óþarflega tilfínningasamur. En auðvitað ætla ég að gefa þeim einhverja smábrúðargjöf. Kannski svona fimmtíu dollara. Ég hef enn mínar grundvallar- reglur, og þær ætla ég mér að halda“. Willi var önnum kafin við að laga á sér neglurnar. „Auðvit- að, væni minn“, sagði hún. „Þú hefur alveg rétt fyrir þér“. Það var barið að dyrum. Matthew opnaði hurðina og úti fyrir stóð gráhærður maður og lagleg, rauðhærð kona. „Við erum foreldrar Kathy-Anne“, sagði ókunni maðurinn. „Við komum hingað fyrir stuttu. Okk- ur langaði aðeins til að ganga við og kynnast ykkur“. Willi var skemmtileg og mamma Kathy-Anne var flvalli fyrir- liggjandi mikiö úrval aí vefnaAar- vöru Leitið upplýsinga. Kr. Þorvoldsson & (o. Grettisgötu 6 - Sími 24730 VIKAN 10. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.