Vikan


Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 2
t? V ti nylonsokkar eru framleiddir úr ítölskum DELFION nylonþræöi í fulikomnustu vélum, sem til eru á heimsmarkaðinum. Erlendir sérfræðingar munu annast eftirlit með framleiðslunni,sem he- fur staðist gæðamat INTERNA- TIONAL COMITÉ D'ELEGANCE DU BAS sem FIRST QUALITY. r I fullri alvöru: I myrkviði hjátruar Hjátrú íslendinga hefur enn einu sinni komizt á dagskrá: Saurar á Skaga urðu i nokkra daga miðpunktur alheimsins á voru landi, þangað streymdu menn unnvörpum á vit liins dul- arfulla og óskiljanlega; frétta- menn, ljósmyndarar, miðlar, teiknarar svo og ýmsir forvitnir. Fyrst þótti augljóst mál, að Spán- verjar nokkrir væru valdir að óróanum; þeir höfðu orðið sjó- dauðir einhverntima i fyrnd- inni þarna norður frá. Svo þegar miðilsfundur liafði verið hald- inn með pomp og pragt á staðn- um, þá gekk það manna á með- al, að nú hefði Hafsteinn náð sambandi við hræður tvo af Skagaströnd, sem fórust með trillu i fyrra. Menn vörpuðu öndinni léttara og töluðu um, að þeir bræðurnir væru að láta vita af sér; þeir lægju sjálfsagt einhversstaðar i þanginu, ó- fundnir. Menn sögðu, að Haf- steinn hlyti að geta sansað þá, það var talað um þetta líkt og þegar Torfi tollstjóri situr á fundum með vinnudeiluaðilum og alltaf er verið að búast við því, að, Torfi sansi þá. Samt var það afar óheppi- legt, að ekkert gerðist þegar at- hugulir menn vildu fara að fylgj- ast með af gerhygli. Það var likt og hinir framliðnu stólbrjót- ar og leirtauspillar yrðu feimnir við allt þetta fólk að sunnan, sem sumt hvert sat næturlangt og starði án afláts á stóla og borð. Þá gerðist ekkert og smám saman fór það að renna upp fyrir einstaka vantrúuðum, að eilthvað væri óhreint við ó- hreinleikann. Ef eitthvað þessu líkt kemur fyrir, trúir fólk þvi fyrirvara- laust, að framliðnir andar séu að verki. Eitt dagblaðanna líkti tslendingum við frumstæða þjóðflokka í myrkviðum Afriku og andatrú þeirra. Taldi blaðið, að margt gæti áunnizt, ef íslend- ingar verðu þeirri orku til raun- vísinda, sem annars fer í anda- kukl og kuklbókmenntir. Bæði hér á íslandi og annarsstaðar í Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.