Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 33
Ricardo mælti enn:
„Ég lýsi yfir því, að þetta sé
skorpningsþrúða, en ekki venju-
legur skorpningur. Við eyðum
því tímanum til einskis, ef við
stöndum hér lengur. Komdu graf-
ari sæll, haltu þangað sem þitt
heima er. Góða nótt, börn, góða
nótt, Filomena frænka“.
„En hann? Hvað um hann?“
Grafarinn hreyfði sig ekki úr
sporum og benti yfir að veggnum.
„Hafðu ekki neinar áhyggjur
af honum", sagði Ricardo. „Hann
hleypur varla langt. Ef þú skyld-
ir þrátt fyrir allt halda lagaleið-
ina í þessu máli, þá verður hann
vís þarna. Eða sérðu þess nokkur
merki, að hann hyggi á flótta?
Nei, ég geri ekki ráð fyrir því.
Góða nótt, góða nótt“.
Hurðin féll að stöfum. Þeir
voru horfnir áður en Filomenu
gafst tóm til að rétta út hönd-
ina til að kveðja eða þakka.
Hún hvarf þangað sem manns-
myndin stóð í skugga sínum og
þögn. Nú er þetta helgimynd,
hugsaði hnú og kveikti á kerti
hjá henni.
„Þið skuluð ekki vera hrædd,
bömin mín“, mælti hún lágt.
„Farið þið að sofa, farið þið að
sofa“. Og þegar þau voru lögzt
útaf, lagðist hún sjálf fyrir og
starði um hríð í flöktandi bjarm-
ann af kertinu og hún sá fyrir
sér langa fylkingu ókominna
daga. Á morgun, hugsaði hún,
þegar bandarísku ferðamennirn-
ir aka um bæinn, hleypur Filepe
í veg fyrir þá, og á hurðinni
stendur, málað stórum stöfum:
„Safn — aðgangur 30 centavos“.
Og ferðafólkið kemur hingað,
vegna þess að kirkjugarðurinn
er hátt uppi í fjallinu, og bíl-
arnir aka hérna framhjá á leið-
inni þangað. Og fyrir peningana,
sem þeir greiða í aðgangseyri,
getum við látið laga þakið, —
keypt fyrir þá korn og kannski
ávexti handa börnunum. Og hver
veit nema við flytjum einhvern-
tíma öll til Mexíkóborgar, þar
sem skólarnir eru, og allt eig-
um við að þakka því, sem gerzt
hefur í nótt“.
Því að svo sannarlega er Juan
Diaz kominn heim aftur, hugs-
aði hún. Hann stendur þarna og
bíður þess að gestirnir komi til
að heilsa upp á hann. Við fætur
hans set ég svo skál, þar sem
ferðafólkið getur lagt þá pen-
inga, sem það lætur af hendi
rakna við hann, meira fé, heldur
en honum tókst að vinna fyrir
alla ævi.
Juan. Hún festi á hann augu.
Hlýddi á heitan andardrátt barna
þeirra. Juan, sérðu okkur? Veiztu
hvað hefur gerzt? Skilurðu það?
Fyrirgefur þú það, Juan, fyrir-
gefur þú mér?
Ljósið blakti á kertinu.
Hún lokaði augunum. Hún
hafði séð bros færast yfir andlit
honum. Og hvort heldur það var
bros dauðans, eða bros, sem ein-
göngu var til í hennar eigin
ímyndun, um það gat hún ekki
sagt. Það skipti heldur ekki máli,
fyrst að hann stóð þarna og héit
vörð um þau.
Hundur spangólaði í myrkri
næturinnar, sem grúfði yfir
ónefndri borg.
En enginn heyrði það nema
grafarinn í kirkjugarði sínum.
Hann einn vakti ... 'ú’
DREYFUSMÁLIÐ
Framhald af bls. 21.
— Já, en maðurinn er saklaus!
hrópaði Picquart ofursti, skelf-
ingu lostinn.
Gonse hershöfðingi gerði ein-
ungis að yppta öxlum. Skömmu
síðar sendi hann Picquart ofursta
til austurlandamæranna, til eftir-
lits með upplýsingaþjónustunni
þar, og enn síðar sendi hann
þennan erfiða ofursta sömu er-
inda til Alsír.
f fjarveru Picquarts, gegndi
Henry majór embætti hans sem
æðsti maður upplýsingaþjónust-
unnar. Hann lá ekki á liði sínu
frekar en endranær, og hófst þeg-
ar handa um að safna sönnunar-
gögnum gegn Picquart — opnaði
bréf til hans, og falsaði gögn til
sönnunar á sekt Dreyfusar, sem
gerðu Picquart ofursta tortryggi-
legan um leið. Þetta var eins-
konar verndarráðstöfun, varð-
andi Esterhazy greifa, einkavin
Henrys majórs.
PICQUART HEFST IIANDA.
Picquart ofursta var stöðugt
haldið í „útlegð" í Alsír. Ein-
hverntíma í aprílmánuði, 1897,
gerðist það, að hann féll af hest-
baki, hlaut slæma byltu, án þess
þó að hann slasaðist að ráði. En
sá atburður varð honum áminn-
ing um stöðuga nálægð dauðans.
Hann hafði áður látið svo um-
mælt við Gonse hershöfðingja,
að hann skyldi sjá svo um, að
Dreyfusar-leyndarmálið færi
ekki með sér í gröfina. Og nú
tók hann rögg á sig og reit sjálf-
um Frakklandsforseta eftirfar-
andi bréf:
— Ég undirritaður, Marie-
Georges Picquart, áður yfirmað-
ur upplýsingaþjónustu hermála-
ráðuneytisins, leyfi mér að vekja
athygli á eftirfarandi staðreynd-
um, sem ég ábyrgist, og legg þar
við drengskap minn, að sannar
séu. Og þó að reynt hafi verið
að búa svo um hnútana, að þess-
ar staðreyndir yrðu aldrei heyr-
inkunnar, skal það ekki takast...
Því næst gerði hann nákvæm-
lega greip fyrir þvi, hvernijg
hann hefði komizt að raun um
hver væri hinn raunverulegi höf-
undur „borderausins", og endaði
bréfið á þessum ályktunum:
VXKAN 16. tbl.
33