Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 50
ÁVALLT NÝTÍZKU
KVÖLDKJÓLAR
VÖNDUÐ
EFNI
þingholtsstræti 3 simi 11987
8. KAFLI.
Chateau Barcelona hafði ekki
verið valinn fyrir þetta kvöld-
verðarboð af einskaerri tilviljun.
Þetta var turnum skrýddur kast-
ali með hengibrúm og öllu til-
heyrandi, sem gnæfði glæstur
yfir Cap dAil og hafinu. Veitinga-
salurinn var eins glæsilegur og
frekast varð á kosið. Á kvöldin
lék strengjakvartett rólega, hug-
ljúfa tónlist fyrir gestina. Vegg-
irnir voru skreyttir með mál-
verkum eftir Monet, Cézanne og
Utrillo. Gluggarnir voru stórir,
salurinn lýstur upp með kerta-
ljósum, og með veggjunum lágu
þykk flauelstjöld. Og þarna var
líka yfirþjónninn Hercule, fyr-
irmannlegur og fær í sínu starfi,
og auk þess góðvinur Mr. Pimms.
Mr. Pimm hafði komið þangað
15 mínútum áður en von var á
gestunum til þess að tala við
Hercule og sjá um að borðið, sem
alsett var kertum, blómavösum,
silfurborðbúnaði og orkideum,
væri eins glæsilegt og á væri
kosið, rétt undir stærsta glugg-
anum. Nokkrum mínútum áður
en von var á Matildu frænku og
hinum, gekk hann fram í forsal-
inn og beið þeirra.
Klukkan á mínútunni 8,30 kom
dyravörðurinn og sagði að bíll
Mamselle Mehaffey hefði verið
að koma og Mr. Pimm kallaði:
— Hvar ertu, Hercule? Hercule,
hvar ertu? Og Hercule stóð reiðu-
búinn við hlið hans. — Ah,
þarna ertu. Jæja þá, þið verðið
að standa ykkur eins og hetjur
í kvöld, Chateau Barcelona verð-
ur að sýna hvers hann er verð-
ugur. Mr. Pimm lækkaði rödd-
ina. — Og gleymdu ekki að gefa
mér merkið þegar hinn gestur-
inn kemur. Skilurðu það?
— Fullkomlega.
— Fullkomlega.
— Prýðilegt. Og hérna eru
þau. Kæra Miss Matilda, hróp-
aði Mr. Pimm og gekk á móti
henni með miklum fleðulátum,
—- þér eruð guðdómlega fögur
í kvöld, það veit mín trúa.
Annabelle, kæra Annabelle.
Kæri Mr. Green. Þetta er mér
mikil ánægja. Þeir tókust í hend-
ur. — Og hver er þetta? sagði
Mr. Pimm, — hver er þarna?
Matilda frænka sagði: —- Hún
er gjörbreytt, er það ekki?
■—- Almáttugur minn, sagði Mr.
Pimm. — Peggy, elsku barn, ég
ætlaði ekki að þekkja þig.
Peggy var í bláum kniplinga-
kjól. Hún var búin að taka nið-
ur hornspangagleraugun og
sömuleiðis hnykilinn í hnakkan-
um. Hún hafði greitt hárið nið-
ur, gullið og ljómandi, og hún
var í fíngerðum, háhæluðum
skóm.
Green sagði: — Þú hefðir átt
að sjá Soames í morgun. Hann
labbaði framhjá henni í fordyr-
inu, það var ekki fyrr en löngu
seinna að hann snarsneri sér við
eins og hann hefði orðið fyrir
skoti.
Þau hlógu öll, og Mr. Pimm
skælbrosti framan í Matildu
frænku, og Annabelle; sem var
í hvítum chiffon-kjól með langa
demanta-eyrnalokka og hálsfesti
í stíl við eyrnalokkana, fékk
einnig alúðarbros. — Hvílíkur
dýrindishópur, sagði hann, síðan
bauð hann Matildu arminn. Hann
sá í hendi sér, að þetta kvöld-
verðarboð myndi takast með ein-
dæmum vel.
Þau fengu sér fyrsta kokkteil-
inn í því sem kollað var proven-
cal-therbergið, síðan annan úti
á svölunum í hlýju kvöldloftinu,
þar sem allir hrópuðu og and-
vörpuðu af fögnuði yfir hinu dá-
samlega útsýni. Síðan kom Her-
cule inn og sagði þeim að mat-
urinn væri tilbúin, og Mr. Pimm
sá til þess að Annabelle sat með
bakið að glugganum. Salurinn
var þegar þéttsetinn. Það var
verið að taka kvikmynd í Nice
um þetta leyti, og stúlkurnar
könnuðust við tvo eða þrjá leik-
ara við næstu borð. Strengja-
kvartettinn var að leika eitthvað
eftir Gershwin. Næstum því um
leið og þau voru búin að koma
sér fyrir, var Mr. Pimm gefið
merki. Andúmsloftið var nota-
legt, dauf birtan frá kertunum,
allt var fullkomið. Dásamlegt,
dásamlegt.
Sex þjónar komu inn með
Bisque, og Hercule stóð hjá og
smellti fingrunum. Síðan komu
filets de sole Normande. Vínið
var síðan borið fram með mikl-
um tilþrifum, og Hercule sjálfur
gekk í fararbroddi þegar borið
var inn barquette jambon aux
champignons périgourdine. En
þegar þau höfðu neytt matar
síns, var Annabelle ekki ennþá
farin að taka eftir manninum,
sem sat einn við borð sitt skammt
þar frá.
Mr. Pimm fór allur að iða, og
vonaðist til þess að þurfa ekki
að draga athygli hennar að litla
borðinu, og það var ekki fyrr en
Hercule kveikti í crépes Lamenn-
ais, að Annabelle lifnaði við. Hún
hafði verið að lýsa skemmti-
snekkju sinni, sem lá við Long
Island Sound, en skyndilega
hætti hún í miðri setningu og
sagði: — Ég vona að ég sjái rétt,
Peggy, en sérðu nokkurn þarna,
sem við þekkjum?
Framhald í næsta blaði.
f FULLRI ALVÖRU
Framhald af bls. 2.
heiminum hafa menn gripið til
þess ráðs að búa til draugagang,
þegar önnur ráð dugðu ekki.
Draugahræðslan getur nefnilega
ýmsu áorkað. Þess eru dæmi, að
ibúar hafa verið flæmdir úr hús-
um, ábúendur af jörðum og skip
seld fyrir slikk, vegna þess að
einhverjir hugvitssamir náungar
höfðu notað sér þá skilyrðis-
lausu viðurkenningu, sem alltaf
er á öllu af þessu tagi.
Til eru menn, sem gizka á að
eitthvert samband sé milli lé-
legrar kirkjusóknar hér á landi
og andakuklsins hinsvegar. Þrátt
fyrir allt vilja menn halda
dauðahaldi í þá von, að eitthvað
sé hinumegin. Kirkjan hefur
brugðizt þeim í þessu; þeir hafa
ekki sannfærzt fyrir hennar
mátt og þá er leitað annarra
meðala. Það mun dagsatt, að
hverskonar hindurvitnatrú á
erfiðara uppdráttar þar sem
kirkjan hefur sterk ítök eins og
til dæmis í kaþólskum löndum.
Hvernig væri nú að vera við-
búinn, þegar næsta Sauramál
stingur upp kollinum og láta
hreinlega fara fram nákvæma
lögreglurannsókn áður en út eru
gefnar yfirlýsingar um „yfirskil-
vitlega atburði". GS
ðdýrar fermingargjafir
Jarðlíkan
Minningabækur
Sjálfblekungar
Mynda-albúm
Gjafapappír
Hinar einstöku
Vasareiknivélar
ísafoldar
gQ — VIKAN 16. tW.