Vikan


Vikan - 16.04.1964, Síða 30

Vikan - 16.04.1964, Síða 30
ÞÚ MÁTT TREYSTA MÉR, FILOMENA Framhald af bls. 13. tl; að kona mín og börn skuli svelta? Það er þá líka dauðdagi, að gefa upp öndina, liggjandi á fleti'. „Sussu' Hún lagði kaldan lóf- ann að sóttheitum vórum hans, en hann hélt áfram að tala og orðin bárust út milli fingra henn- ar. „Hvað hefur þetta hjónaband verið annað en sultur og veik- indi, og nú er öilu lokið. Það veit guð, að þú ert góð kona, og nú læt ég þig standa eina uppi og læt ekki einu sinni eftir pen- inga fyrir jarðarför minni“. Að síðustu hafði hann bitið á jaxlinn og grátið út í náttmyrkr- ið og það færðist ró yfir hann og í mildum bjarmanum af kertis- loganum hafði hann tekið báð- um höndum sínum um hendur henni og svarið af heitri trúar- ástriðu við sáluhjálp sína: „Hlustaðu á mig, Filomena. Ég verð hjá ykkur. Þó að mér hafi ekki auðnazt að vera ykkur það sem ég viidi í lífinu, skal ég verða ykkur það iátinn. Þó að ég gæti ekki séð ykkur fyrir mat í lífinu, skal ég sjá svo um dauður, að þið hafið nóg að bíta og brenna. Þó að ég hafi verið blásnauður allt mitt ]íf, verð ég það ekki, eftir að ég er kominn í gröfina. Þetta veit ég. Þessu máttu treysta. Dauð- ur skal ég koma ár minni fyrir borð, og þú skalt ekki þurfa neinu að kvíða. Kysstu börnin frá mér. Filomena . . . Filo- mena . . .“ Að svo mæltu hafði hann dregið andann djúpt að sér, og það var hans síðasta í þessu lífi, andaði djúpt að sér eins og maður, sem býr sig undir að fara í kaf í yivolgan sjó. Og svo var eins og hann léti sig síga í djúp- ið, hægt og rólega og héldi niðri í sér andanum ,og þau höfðu beðið þess langa stund að hann andaði frá sér aftur. En það gerði hann ekki. Hann kom ekki aftur úr kafi dauðans upp á yfirborð lífsins. Líkami hans lá þarna á dýnunni eins og gervialdin; að koma við hann var viðlíka og þegar maður snertir epli úr vaxi. Juan Diaz hafði sömu áhrif á alla skynjun þeirra, þar sem hann lá, eins og þegar maður ber vax- epli að munni sér. Og svo var hann borinn burt og lagður í þurra og sendna jörð- ina, semgleypti hann opnu gini grafarinnar, hélt honum þar niðri mánuðum saman, saug úr honum allan lífsvökva unz hann var skraufþurr og skorpnaður eins og gamalt bókfell; þangað til hann var orðinn að skorpn- ingi, fisléttur eins og skrælnað foklauf á hausti. Og allan þann tíma hafði Filo- mena lagt sömu spurninguna fyr- ir sjálfa sig, hvað eftir annað — hvernig á ég að fæða föðurleys- ingjana mína og klæða, nú þegar Juan liggur og skrælnar í gröf sinni, hvernig á ég að sjá svo um að tognað geti úr þeim, að það skíni í hvítar tennurnar þegar þeir brosa og fái roða í vanga ... Útifyrir æptu krakkarnir enn, hróðug yfir því að geta veitzt þannig að Filepe. Filomena varð litið upp í fjöll- in, þar sem bílarnir runnu suð- andi og malandi um brekkurn- ar með ferðafólk frá Bandaríkj- unum og glampaði á þá í sól- skininu. Og allir greiddu þessir ferðalangar skuggalega náungan- um með skófluna sinn pesos, til að þeir mættu ganga inn í lík- hellana, á meðal þeirra dauðu, sem þar stóðu, og sjá með eigin augum hvernig sólþurr moldin og breizkjuheitur blærinn léku borg- arbúa að lokum. Filomena virti fyrir sér bíla- lestina og heyrði rödd Juans hvísla í eyra sér, „Filomena". Og enn, „Filomena, þegar ég er dauður . . . því máttu treysta ...“ Rödd hans dó út. Og Filomena kenndi svima, eins og hún væri að fá aðsvif, því að henni hafði allt í einu komið í hug nokkuð, sem var svo óvænt og hræðilegt að hjartað barðist um. „Filepe . . .“ kallaði hún. Og Filepe lagði á flótta undan æpandi krökkunum og skellti hurð að stöfum í hvítglóandi hit- anum og sagði: „Já, hvað mamacita?“ „Setztu, nino og hlustaðu á mig í nafni allra heilagra, við verð- um“. Hún fann hvernig ásjóna hennar varð ellileg vegna þess hve sál hennar varð gömul allt í einu, og hún talaði lágt og sein- lega og með erfiðismunum: „f nótt verðum við að fara með leynd upp í líkhellana . . .“ „Með hníf . . .“ Filepe brosti grimmúðlega, „og drepa skugga- lega náungann?" „Nei, nei, Filepe, hlustaðu nú á mig . . .“ Og Filepe hlýddi máli henn- ar. Dagur leið að kvöldi og kirkjuklukkunum var hringt og loftið ómaði af óttusöng og börnin gengu með kertaljós í langri röð upp dimmar brekk- urnar, og koparklukkurnar miklu vögguðu í ramböldum og kólf- arnir buldu og vöktu málminn til dynjandi hljóms svo að hund- arnir ærðust og spangóluðu á auðum götunum. Kirkjugarðurinn laugaðist föl- hvítu mánaskini og marmarinn glitraði eins og mjöll og mölin marraði eins og klakahröngl und- ir fótum þeirra Filomenu og Fil- epe þegar þau reikuðu þar með skugga sína í eftirdragi. Þau litu skelkuð um öxl og lögðu við hlustir, en enginn kallaði til þeirra að þau skyldu nema stað- ar. Þau höfðu séð grafarann dragnast niður brekkuna og skugga hans sameinast rökkrinu, þegar hringt var til óttusöngs. „Fljótur, Filepe, læsingin!“ hvísl- aði Filomena og þau smeygðu löngum jámteini á milli hesp- unnar og bjálkahlerans sem lá á þurri moldinni. Lögðust bæði á teininn. Viðurinn brast. Hesp- an sprakk frá. Það marraði í hjörunum þegar þau lyftu hler- anum og gægðust ofan í nátt- myrkrið, þar sem það varð myrk- ast og þögnina þar sem hún varð hljóðust. Ofan í hellana, sem biðu komu þeirra. Filomena rétti úr sér og dró djúpt andann. „Komum . . .“ Og steig fæti sínum á efsta þrepið. Heima í kofa Filomenu lágu börn hennar í fastasvefni á gólf- inu, nutu nætursvalans og hlust- uðu eftir vörmum andardrætti hvers annars gegnum svefninn. Allt í einu hrukku þau upp af svefninum og störðu galopnum augum út í myrkrið. Fótatak, hægt og hikandi á möl- inni úti fyrir. Hurðinni hrundið upp. Andartak bar þrjár mann- verur, eins og myrka skugga við mánalýsuna utan dyra. Eitt af börnunum settist upp og kveikti á eldspýtu. „Nei“. Filomena rétti út hönd- ina og slökkti á eldspýtunni. Hún tók andköf. Hurðin skall að stöf- um. Það varð níðamyrkt í kof- anum. Og loks mælti Filomena út í myrkrið: „Ekki að kveikja á kerti. Faðir ykkar er kominn heim aftur“. Um lágnættið var barið að dyrum svo harkalega að hurðin nötraði við. Filomena opnaði. Grafarinn öskraði í andlit henni: UTI GBILL 44 Nú geta allii' „GRILLAÐ", úti á svölum, úti í garði eða úti í sveit. Við höfum fyrirliggjandi 3 stærðir af „ÚTI GRILLUM": 12 tommur 18 tommur 23 tommur m/borði Við höfum einnig BAR-B-Q BRIQUETS (Brúnkol sem eru sérstaklega fyrir „ÚTI GRILL“ í 10 Ibs. og 20 Ibs. pokum. IhmqGú&vúi 0Q — VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.