Vikan - 16.04.1964, Side 10
Nótt
w
i
Nausti
Framhald
rifu á húsinu, mishátt og í mismundandi tóntegund, eftir því hve vindhviðan var sterk og hvernig hún hitti á rif-
una. Þegar þjónustufólkið gekk um dyrnar milli eldhúss og salar, jókst blístrið um allan helming, þegar vindur-
inn fékk auðveldari leið gegnum húsið, og þaut eftir salnum.
Það var búið að loka húsinu, og gestir voru að hverfa heim smátt og smátt, þótt sumum gengi erfiðlega að kom-
ast af stað, því við ýmis vandamál var sýnilega að stríða. Menn þurftu svo mikið að segja og gera áður en þeir
komu sér af stað ,aðrir voru alls ekki á þeirri skoðun að þeir ættu nokkuð að fara, og vildu sitja áfram sem fastast,
hvað sem tautaði og raulaði. Kvenfólkið æpti og veinaði þegar það sá framan í óveðrið fyrir utan, og hreyfði
sig ekki úr sporunum fyrr en leigubifreið var kominn alla leið að dyrunum, til að aka því heim — eða eitthvað
annað.
Fullorðinn maður, einn síns liðs, kom fram í ganginn í fylgd með þjóni. Eitthvað sýndust þeir vera ósátt-
og fór ekki vel á með
þeim. Eg heyrði að þjónninn
talaði við dyravörðinn og skýrði
'frá því að maðurinn hefði set-
ið þarna í góðu yfirlæti og
neytt matar og víns, en þegar
til kom hafði hann enga hand-
bæra peninga til að greiða fyr-
ir úttektina.
Það var slæmt.
Og mér fannst það raunar
ótrúlegt, þvf ég kannaðist laus-
lega við manninn, og þekkti
þar einn virðulegan borgara
bæjarins. En málið virtist ætla
að fá góðan enda, því dyra-
vörðurinn komst að því að mað-
urinn var með ávísanahefti, og
bauðst til að taka ávísun fyrir
skuldinni. En þá vantaði penna,
til að skrifa með, svo hann
skauzt fram í eldhús til að fá
hann lánaðan. Um leið og
hann hvarf inn um eldhúsdyrn-
ar, sá ég borgarann taka við-
bragð og skjótast út um úti-
dyrnar út í rigninguna og óveðr-
Hann ætlaði sér greinilega
að stinga af.
Nú varð ég spenntur að vita
hvernig þetta færi, en lét af-
-O Þessa mynd tók Stjáni strax cftir að vélin hafði sjálf tekið mynd í fyrra sinnið.
Flestar myndirnar úr þeirri seríu sýna ekki neitt markvert, en „citthvað" sýnist vera
á þessari mynd — eitthvað, sem situr á endasætinu í Skíðblaðni. Starfsmenn hússins segja
líka, að þetta sæti hafi sérstaklega komið við sögu hjá þeim, sem eitthvað hafa séð þarna.
■O Þessa mynd tók Stjáni án þess að ég hefði hugmynd um. Við vorum þá nýkomnir inn í salinn og höfðum ekki einu sinni slökkt öll Ijósin. Ég var að
undirbúa myndavélina mína, sem ég hafðl með mér til vonar og vara, en í henni var aðeins venjuleg filma. Á borðinu er pilsnerflaska og glas, tóbakspungurinn
minn og öskubakki. Kristján segist hafa teklð þessa mynd „eiginlega bara að gamni sínu“, og óþarfi er að taka fram, að hvorugur okkar hafði minnsta
grun um að fleiri sætu á bekknum í Skfðblaðni, en ég. Enda hefði ég þá forðað mér.
Þessa mynd tók vélin sjálfkrafa í fyrra sinnið, sem stýrishjólið var fært til. Veran, sem
á henni sést, teygir sig upp að stýrinu, — en stendur þó ekki á gólfinu, eins
og greinilcga sést á myndinni. Ljósi bletturinn neðst á myndinni fyrir neðan veruna,
er pappírsþurrka, sem hafði orðið þar eftir, þegar þjónarnir tóku af borðum. ^
JQ — VIKAN 16. tbl.