Vikan - 16.04.1964, Side 21
an stauragerðisins þar sem engan skugga
bar á, er skýldi honum fyrir brennandi
sólargeislunum.
Eftir að þessar öryggisráðstafanir voru
upp teknar, þraut Dreyfus þrek til að
skrifa reglubundið í dagbók sína. — Ég
er svo þreyttur og úttaugaður, bæði á
sál og líkama, að ég lýk hér dagbók
minni, skrifar hann þann 10. september,
1896. -—■ Ég veit ekki hve lengi mér end-
ist það litla þrek, sem ég á enn, eða
hvenær allar þessar þjáningar ræna mig
allri hugsun. Og dagbókinni lýkur hann
með bæn til franska forsetans um það,
að rannsókn máls hans verði haldið sleitu-
laust áfram, þangað til sá seki hafi fund-
izt.
PICQUART GERIST ERFIÐUR.
Þessar ströngu varúðarráðstafanir áttu
rætur sínar að rekja til atburða heima á
Frakklandi.
Lýðveldið hafði fengið nýjan forseta
og nýja ríkisstjórn. Mercier hermálaráð-
herra hafði orðið að víkja úr embætti
fyrir öðrum hershöfðingja, Billiot, og
Sandherr ofursti verið sviptur yfirstjórn
upplýsingaþjónustunnar. Henry majór
hafði gert sér vonir um að verða eftir-
maður Sandherr, en það varð Picquart
ofursti, sem hreppti embættið, harðdug-
legur maður.
í marzmánuði, 1896, komst upplýsinga-
þjónustan yfir lítið blátt póstbréfspjald,
sem bar utanáskrift til majórs Ester-
hazy greifa, en sendandinn vinkona þýzka
hermláaráðunautsins. Hafnaði póstspjald
þetta á skrifborði Picquarts. Hann bauð
tafarlaust að fylgzt skyldi náið með Ester-
hazy greifa og öllu hans athæfi. Það eftir-
lit leiddi brátt í ljós grunsamlegar stað-
reyndir. Þessi foringi fótgönguliðsfylkis-
ins í Rúðuborg var að vísu hugrakkasti
hermaður — en hann var fjárhættuspil-
ari og mjög bendlaður við allskonar leyni-
brask og óreiðumál.
Skömmu síðar sendi Esterhazy greifi
umsókn um að fá aftur stöðu við her-
foringjaráðið. Picquart hafði athugað
leyniskjölin, sem snerti Dreyfusarmálið,
og áður er getið, og þegar hann virti
fyrir sér rithöndina á umsókn greifans,
fannst honum sem hún kæmi sér kunnug-
lega fyrir sjónir. Hann dró enn fram
umslagið með leyniskjölunum, fann þar
„bordereau“-ið, og þegar hann hafði bor-
ið rithöndina á því saman við rithönd
Estarhazy á umsókninni, kallaði hann
Bertillon rithandarsérfræðing umsvifa-
laust til fundar við sig. Og Bertillon lýsti
yfir því, eftir skamma athugun að bæði
þessi plögg væru skrifuð af einum og
sama manni.
Picquart þóttist þess nú fullviss, að
þarna hefði hann fengið í hendur sönn-
un þess, að Dreyfus væri saklaus, en
Esterhazy greifi sekur um svik þau og
landráð, sem Dreyfus hafði hlotið dóm
fyrir. Hann lagði málið fyrir Gonse hers-
höfðingja og einn af æðstu mönnum her-
foringjaráðsins, sem var því að vísu sízt
mótfallinn, að Esterhazy greifi yrði lát-
inn svara til saka, væru sannanir fyrir
hendi — en Dreyfusarmálinu væri endan-
lega lokið; við því mátti ekki hrófla
fyrir nokkurn mun, eða vekja vafa um
sekt Dreyfusar. Þann mann mátti ekki
einu sinni nefna á nafn; það bar að þegja
hann í hel.
Framhald á bls. 38.
Skáldið Emile Zola. Honum
blöskraði málsmeðferðin, spill-
ingin og virðingarleysið fyrir
sannleikanum. Hann reit ákæru,
þrungna geislandi mælsku og
reiði í senn. Sú ákæra varð
til þess að Dreyfusarmálið var
tekið upp að nýju.
Samtíma skopmynd af Dreyfusi kapteini, senni-
lega ríðandi á hesti réttvísinnar. í baksýn er brjóst-
mynd af skáldinu Emile Zola og á henni áletrun:
„J‘accuse“, „Ég ákæri‘.
o ' ■ . . '
Mannúðleg meðferð á föngum var ekki komin á dag-
skrá á árum Dreyfusarmálsins og þegar um var að
ræða Júða og föðurlandssvikara, hefði hún þótt hlægi-
leg. Hér er samtíma teikning af Dreyfusi í hlekkjum
í fangelsinu á Djöflaey.
Það átti að vera alveg öruggt, að Júðinn og föður-
landssvikarinn Dreyfus gæti ekkert gert illt af sér.
Hann var fluttur í útlegð á svonefnda Djöflaeyju og
teikningin sýnir fangelsið, sem hann var hafður í
þar. Fyrst er há girðing, síðan hervörður og loks
fangelsið. Fáni Frakklands blaktir yfir.
VIKAN 16. tbh — 21