Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 5
Svona var „staellinn" fyrir 24 árum, á
því herrans ári 1940. Þá sungu ungu
stúlkurnar: „Það er draumur a8 vera meS
dáta". Sumar létu sér nægja a8 raula
lagiS en sumar sættu sig ekki við það.
Hér eru tvær óþekktar blómarósir frá
1940 — einhversstaðar úti í náttúrunni.
Þær eru með dreymið blik í augum, líkt
og framtíðin sé þeim eitt spurningarmerki.
Þá voru túberingar á hári óþekkt fyrir-
brigði, en ungu stúlkurnar greiddu sér eins
og Hedy Lamarr eða Rita Hayworth.
Árið 1952, þegar fegurðarsamkeppni
var ekki orðinn fastur, árlegur atburður,
þá tóku Hvergerðingar sig til og kusu
blómadrottningu. Þá varð ungfrú Heba
Jónsdóttir fyrir valinu; bráðfalleg stúlka,
sem hefði sómt sér vel í hvaða fegurðar-
samkeppni sem var. Heba er dóttir sr.
Jóns heitins Jakobssonar. Hún er nú gift
Tómasi Tómassyni, sendiráðsritara í París
og þar hafa þau búið um skeið. þau eiga
tvö börn. Þessa mynd af Hebu tók Hjálmar
R. Bárðarson, skipaskoðunarstjári.
í marzmánuði 1948 urðu miklir vatnavextir á Surður-
landi; vatnsmagnið af vatnasvæði Ölfusár rúmaðist
ekki í farvegi árinnar og íbúar Selfoss urðu áþreyf-
anlega fyrir barðinu á nábýlinu við ána. Oft heyr-
ist sagt frá því í útlendum fréttum, að mikil flóð
hafi orðið úti í heimi og þá um leið mann- og
eignatjón. Svona flóð eru afar sjaldgæf á voru
landi og er það merkilegt þegar úrkomumagnið
er haft í huga. En sem sagt: Þarna varð mikið
flóð, til dæmis var um það bil metersdjúpt vatn
kringum Tryggvaskála og það er einmitt þaðan
sem myndin er.
Árið 1949 fór leikflokkurinn
„Sex í bíl“ um landið og
sýndi Candidu eftir Bernhard
Shaw. Leikstjórinn var ung-
ur maður og þá nýkominn
heim frá námi í leiklist. Hann
lék sjálfur eitt hlutverkið og
situr hér á stólbaki:
Gunnar Eyjólfsson.
V.
J
VIKAN 16. tl)l.
5