Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 44
- Stillið á lit og saumið -
Það er þessi einfalda nýjung, sem
kölluð er „Colormatic", sem á skömm-
um tíma hefur aukið vinsældir
HUSQVARNA 2000 til stórra muna.
Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o. fl.
mynztursauma er hægt að velja með einu hand- ÆfoL eru þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafninu
taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt, hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir.
í litum, á „saumveljara".
Kynnið yður þessa nýjung á sviði sauma-
véla, og þér munuð komast að raun um að
Husqvarnai er í fremstu röð enn, sem fyrr.
ið með titrandi höndum, og bjóst
við því á hverju augnabliki, að
einhver — eða eitthvað — klappaði
á öxlina á mér, en ég slapp við
það, sem betur fór. Síðan gengum
við frá öllu eins og áður var, —
og fórum fram í eldhús til að vita
hvort ennþá mundi kvikna á Ijós-
inu í kæliskápnum . . .
Ég var að Ijúka við að hella í
glösin, þegar við heyrðum ein-
kennilegan, háan smell, sem skar
sig úr látunum í veðrinu. Við litum
hvor að annan, og í þetta sinn var
ég aðeins skarpari . . .
„Myndavélin", hvíslaði ég. „Hún
hefur skotið, og við heyrðum það
í hátalaranum. Komdu fram!"
Við flýttum okkur fram í salinn,
og mikið rétt: Stýrið hafði færzt til
aftur, og myndavélin hafði tekið
mynd, alveg eins og áður. Það end-
urtók sig svipað athæfi hjá Stjána
og áður, að hann tók nokkrar mynd-
ir um salinn. Hann var að hætta,
þegar mér varð af tilviljun litið til
vængjahurðanna, sem lágu fram
í eldhúsið. Við vorum oft búnir að
ganga um þær um kvöldið og nótt-
ina, og vissum að þær lokast sjálf-
krafa með fjöðrum, og að töluvert
átak þarf til að opna þær.
ÞÆR STÓÐU BÁÐAR OPNAR UPP
Á GÁTTI!
„Stjáni!" hvíslaði ég, og benti
honum á dyrnar. Hann horfði til
þeirra, og sagði ekki orð. Þannig
stóðum við báðir þegjandi í sömu
sporum og horfðum á galopnar
dyrnar, — sem gátu ekki verið opn-
ar, nema einhver héldi þeim þannig.
Svo . . . svo var eins og annarri
hurðinni væri allt L einu sleppt, og
hún skall með greinilegum smell og
þyt til baka. skelltist yfir í eldhúsið,
til baka aftur yfir miðstöðu, og
blakti þannig nokkrum sinnum fram
og til baka, þar til hún staðnæmd-
ist í eðlilegri stöðu - EN HIN HURÐ-
IN VAR ENNÞÁ OPIN.
Eftir nokkra stund, — líklega
aðeins nokkrar sekúndur, var
henni svo sleppt, og hún skall
aftur á svipaðan hátt og sú fyrri,
þar til hún staðnæmdist líka, og
nú voru dyrnar lokaðar að fullu.
Við stjáni litum hver á annan.
„Tókstu mynd?" spurði ég.
„Nei, ég áttaði mig ekki á því,
fyrr en of seint . . . ætli hann hafi
verið að fara — eða koma . . . ?"
„Áttu við að hann hafi verið
að koma úr eldhúsinu . . . og sé
. . . sé hérna inni núna. Kannske
að koma í áttina til okkar
„Þ . . . þ . . . það . . . getur
alveg eins verið".
„Vasaljósið, Stjáni. Fljótur.
Kveiktu á því. Kveiktu svo á öllum
helvítis Ijósunum hérna inni, þú
stendur þarna alveg við rofana.
Fljótur nú!"
Ég næstum æpti síðustu orðin,
enda var hann snar að snúa sér
við og skella hendinni á Ijósarof-
ana, sem eru í tunnulöguðum kassa
á þilinu við hljómsveitarpallinn, og
salurinn var baðaður í Ijósi.
Það var ekkert að sjá. Alls ekki
neitt.
En okkur leið strax betur, þegar
Ijósið var komið á, og hugrekkið
læddist smátt og smátt aftur á rétt-
an stað.
Við settumst niður smástund og
fórum að ræða um það, hversu
lengi við ættum að standa í þessu.
Klukkan var nú orðin hálfþrjú, og
raunar fannst okkur báðum að nú
væri nóg komið. Við samþykktum
þess vegna að fara eina ferð um
allt húsið uppi og niðri, og kveikja
öll Ijós, en taka svo saman föggur
okkar og stinga af.
Fyrst ákváðum við að fara í eld-
húsið og renna úr glösunum, sem
þar stóðu hálffull á borðinu, því
það væri synd og skömm, fannst
okkur, að skilja vökvann þannig
eftir í glösunum. Við kveiktum okk-
ur pípum og gengum nú öruggir
fram í eldhúsið og kveiktum þar
Ijós. Síðan gengum við í áttina til
borðsins, þar sem glösin voru.
ÞAU VORU BÆÐI TÓM! GAL-
TÓM!!!
Við fórum aldrei lengra en inn
á mitt gólfið, en snerum samtímis
og orðalaust til baka, fram í sal-
inn, tókum saman öll okkar tæki
í flýti og bárum þau fram að úti-
dyrunum. Síðan fórum við báðir
saman inn aftur, Stjáni kveikti á
vasaljósinu áður en við slökktum
Ijósin í salnum, og gengum síðan
eins og samvaxnir tvíburar út aftur,
beint fram í ganginn, hirtum þar
pjönkur okkar, gengum út í rign-
inguna — og skelltum á eftir okkur.
Eftir þessa nótt fær mig enginn
. . . ég endurtek: ENGINN . . . til
að dvelja inni í NAUSTI eftir lok-
unartíma, jafnvel þótt ég hafi vasa-
Ijós hjá mér og fulla flösku af
Ballantine's.
G. K.
En sagan er ekki búin. — Ekki
aldeilis.
Við sáum aldrei neitt þarna um
nóttina, nema hreyfinguna á stýr-
inu og hurðirnar, sem opnuðust, en
heyrðum því meira.
Eftir að við vorum sloppnir út,
kom upp hjá okkur spenningurinn
að vita hvað mynadvélin hefði séð
með þessari sérstöku infrarauðu
filmu, sem okkur hafði verið sagt
að gæti séð ýmislegt, sem mann-
legu auga er hulið. Ef venjuleg
filma hefði verið í vélinni, hefð-
um við farið þegar í stað heim til
Stjána til að framkolla hana og
sjá árangurinn, en það er ekki svo
einfalt með infrarauðar filmur. Til
þess að framkalla hana þarf sér-
staka vökva og einhverjar aðrar
aðferðir, og Stjáni treysti sér ekki
til að leggja í það án þess að hafa
prófað það fyrst. En hann hafði
tryggt sér aðstoð annars staðar úti
( bæ við framköllunina, en það
var auðvitað ekki hægt að fram-
kvæma fyrr en daginn eftir.
Við fórum þess vegna heim að
sofa, og ég beið í ofvæni á ritstjórn-
inni daginn eftir að heyra í Stjána.
Svo, seint um eftirmiðdaginn
hringdi hann.
„Hvernig gekk? Hvað skeði? Sést
nokkuð á filmunni?"
44
VIKAN 16. tbl.