Vikan


Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 48
svona valdsmannslega með hana. — En þetta var ekki fyrir kvöldið í kvöld. Hún gerði þetta vegna þess að hún hélt að ég hefði staðið með henni á móti Eddie og Carlo. — Yfir hverju í ósköpunum ertu þá að kvarta? Ég fæ ekki betur séð en að það hafi verið ennþá rausnarlegra af henni. Þú ættir að vera stoltur af þeirri hlýju sem Annabelle ber til þín. Julian sagði: — Við skulum fá eitt á hreint. Það var svo sem allt í lagi að gabba hana með þessum sýningarleik, en það er skratti hart að hún skuli vera þakklát fyrir þetta allt saman. Mr. Pimm sagði: — Hvað gat hún annað gert? — Ég hefði getað sagt henni allt af létta. — En hvernig gæti þér dottið í hug að eyðileggja svona dásam- lega framtíð fyrir stúlkunni. Ég er alveg hlessa á því að þú getir verið svona tilfinningalaus. — Þetta hljómar svo sem nógu göfuglega hjá þér. — Þú átt við, að þú ætlir allt í einu að snúa baki við okk- ur, gjörspilla framtíð Annabelle. Julian sagði fýldur: — Mér finnst þetta ekki fyndið lengur. Mr. Pimm var afskaplega raunamæddur að sjá. — Jæja, kæri vinur, sagði hann, — ég get ekki sagt annað en að þú hafir valdið mér miklum von- brigðum. — Mér þykir fyrir því. — Ég hafði bundið miklar von- ir við þig. Mér var jafnvel farið að þykja vænt um þig. Áður en við kynntumst kynnti ég mér æviferil þinn og ég hélt að við gætum reitt okkur á þig, og þá hélt ég að þú værir ekki annað en bölvaður þorpari. En nú er annað uppi á teningnum: Það virðist búa eitthvað gott í þér — hvernig í ósköpunum fórstu að því að blekkja mig svona? — Hvað viltu að ég geri, biðji um að fá annað tækifæri? -— Eins og þú komst fram hefði mátt halda að þú værir gersam- lega tilfinningalaus, en nú hegð- ar þú þér eins og þú hefðir sett þér heilbrigðar lífsreglur. Þetta er mjög óréttlátt af þér, Julian. Hvernig get ég nokkurn tíma treyst þér aftur? Julian sagði: — Þetta er mjög einfalt mál. Ég hefi bara svo mikið álit á Annabelle, að ég vil ekki að neinn gabbi hana út í hjónaband. — Við ætlum ekki að gera neitt slíkt, hrópaði Mr. Pimm, — skelfing er erfitt að troða þessu inn í kollinn á þér. — Hvað viltu þá kalla það? — Við ætlum einfaldlega að láta þetta allt saman gerast eins eðlilega og hægt er. Það er ein- mitt það sem er svo snyrtilegt við þetta áform, en kannt þú að meta það? Það er sorglegt til þess að vita, Julian, við höfðum meira álit á þér. Allir þessir klækir okkar, öll þessi áform eru til þess eins að færa Annabelle hamingju. — Og ykkur nokkra seðla til þess að troða út veskin. —■ Að þú skulir koma hingað núna, sagði Mr. Pimm, — þegar Miss Matilda, Peggy Browning, Augustus Green og Annabelle sjálf eru farin að hlakka til að koma í hádegisverðarboðið mitt í Chateau Barcelona. Julian sagði: — Ég er ennþá á móti þessu. — En drengur minn, kæri vin- ur. Allt þetta sem við gerum erum við að gera fyrir stúlkuna. Þú sérð það vona ég? — Því miður, ég sé það alls ekki. Mr. Pimm hristi höfuðið í ör- væntingu og gremju í senn. Þessi þrjózka í Julian var óskiljanleg. — Ja hérna, sagði hann, ■—- ég held að mér væri bezt að setj- ast í helgan stein og láta ríkar ungmeyjar sjá um sig sjálfar í stað þess að vinna að því í sveita míns andlits að útvega þeim verð- uga maka. Hann gekk fram og aftur um herbergið. — Julian, sagði hann alvarlegur, — í fyrsta lagi hef- urðu ekkert á móti Henri, er það? — Ég þekki hann varla, en ætli hann sé nokkuð verri en hver annar. — Hann er mjög viðfeldinn, hann hefur ríka kímnigáfu, hann hefur hlotið góða menntun, og í hernum stóð hann sig eins og hetja. Að vísu hefur hann verið til þessa fremur reiðulaus, en það er ekki synd, þið Henri eruð báðir undir sömu sökina seldir, kæri vinur. Mmmm? Hvað var þetta? — Ég sagði ekki orð. — Þið Henri eruð báðir und- ir sömu sökina seldir. Og ef þú værir sjálfur nógu hrifinn af Annabelle, mundirðu kvænast henni, er það ekki? — Það kemur málinu ekkert við? — Þarna sérðu. Hvers vegna ætti Henri þá ekki að gera það? Það eina sem þú hefur á móti er það, að við erum að reyna að hjálpa Annabelle að velja sér sem beztan maka. Julian reyndi að segja: — Það sem ég hefi á móti er það, — — Ef Annabelle er látin af- skiptalaus, sagði Mr. Pimm ákveðinn, —- er hún vís til þess að demba sér út í ömurlegt og stórhættulegt hjónaband. Og ef þú berð einhvern snefil af virð- ingu fyrir stúlkunni, eins og þú segist gera, þá ættir þú ekki að sætta þig við það. — Það er einmitt það sem ég hefi verið að reyna að segja þér. — Jæja þá. Þú hefur ekkert á móti Henri. Þú mundir kvæn- ast Annabelle sjálfur. — — Ég sagði bara — MÍLAN sófasettið er með SPRING púðum í setum og baki, svampbólstrað á örmum og með harðviðargrind Til sýnis í Skeifuglugganum Kjörgarði _ VIKAN 16. thl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.