Vikan


Vikan - 16.04.1964, Side 20

Vikan - 16.04.1964, Side 20
Þar með var Dreyfus dæmdur maður og nafn hans vígt þögn og gleymsku. Það var ekki nefnt opinberlega í Frakk- landi. Hann var sendur frá París á laun með fangalest til La Rochelle og það- an með ferjunni til eyjarinnar Ré, og settur þar í dyflissu þann 21. janúar. Þann dag leit hann konu sína hinzta sinni, þó að ekki vissi hann það þá. Skömmu eftir heimsókn hennar, var honum boðið að búa sig til brottferð- ar. Þegar leitað hafði verið á honum, leiddu sex fangaverðir hann niður á bryggju. Þaðan var hann fluttur í smá- bát út að flutningaskipinu „Saint Naz- aire“. Enginn yrti á hann og ekki var honum sagt hvert ferðinni væri heitið. Stormur stóð af hafi; það var nístings- kuldi og myrkur í gisnum klefanum á framþiljunum, og lengstan hluta nætur lá hann vakandi og grét. Und- ir kvöld, daginn eftir, létti skipið akker- um — og tók stefnuna á Djöflaey. REFSINGIN. Seinna reit Dreyfus sjálfur um fang- elsi það, sem honum var var búið á Djöflaey: — Ég var leiddur inn í steinkofa, sem var fjórir metrar á hvern veg. Járnrið var fyrir glugga og dyrum, sem lágu út í þröngt anddyri, tvo metra á annan veg og þrjá á hinn. Útidyrnar voru með sterkri hurð úr viði. í anddyri þessu sat fangavörðurinn. Var skipt um fangaverði á tveggja tíma fresti, og máttu þeir aldrei hafa af mér augun, hvorki nótt né dag. Þess vegna var ljósið látið loga í kofan- um allar nætur. Útidyruunm var lokað að kvöldi, bæði innanfrá og utan, og þegar varðaskipti fóru fram á nóttunni á tveggja tíma fresti, glamraði í lyklum og skrám með miklum hávaða. Dreyfus var í fangelsi á Djöflaey í hálft fimmta ár, og einu heimildirnar um þá dvöl hans þar, er að finna í dagbókinni, sem hann skrifaði fyrstu þrjú missirin, um fangavistina — „þar sem ég fæ að njóta stunda, er minna mig á frelsið. Á daginn er mér sem sé leyft að ganga um smáblett, en fangavörðurinn fylgir eftir, skref fyrir skref. Á sjöunda tímanum á kvöldin er ég svo lokaður inni í kofan- um . . . Mér verður enn einu sinni litið út um gluggann með járnriðinu fyrir, út yfir hafið. Himinninn er þakinn myrkum skýjaflókum, en við og við brýst tungl- ið fram úr sortanum og stráir geislasilfri á sjóinn. Brimskaflarnir brotna við kletta- strönd eyjarinnar, og þungur gnýr þeirra hefur róandi áhrif á mína þjáðu sál . . . En strax daginn eftir skrifar hann: — Ó, þetta rokæsta haf, sem umlykur mig gný og hyítfextum sjóum, sem vekja ógn- um þrungið bergmál í sál minni. Vekja hjá mér löngun til að ganga því á vald og hverfa fyrir fullt og allt. Fanginn varð sjálfur að höggva brenni og elda matinn: —- Því næst hegg ég brenni. Það kostar mig tveggja stunda erfiði að höggva nóg fyrir daginn, og þegar því er lokið, drýpur af mér blóðið og svitinn. Klukkan átta er mér fært brauð og smábiti af kjöti. Það tekur mig óendanlega langan tíma að fá brennið til að loga, og matinn verð ég að elda í ryðguðum pjáturdúnkum, sem er óger- legt að halda hreinum . . . Ég fer snemma 2Q — VIKAN 16. tbl. Herrétturinn neitar að veita Dreyfusi uppreisn æru en sýknar aftur á móti hinn raunverulega skúrk í málinu. Þá var það, að skáldið Emile Zola reit sína heims- frægu ákæru, sem síðan er í minnum höfð. Alfreð Dreyfus, kafteinn í franska hernum, var fyrirvaralaust stefnt fyrir herrétt og hann sakaður um njósnir og landráð. Dreyfus var einasti Gyð- ingurinn í herráðiojj franska. Hann var svipt- ur öllum tignarmerkjum og dæmdur til útlegðar á Djöflaeyju. Blöðin heimtuðu dauðadóm, en Dreyfus sagði: Ég er saklaus. Aðeins örfáir menn trúðu honum. á fætur til að þvo nærfötin og hengja þau út til þerris í sólskininu. Allt myglar hér af rakanum og hitanum. Öðru hverju skellur á hellirigning, en skúrinnar standa stutt og brennandi sólskin á milli . . . Eiginlega er fátt um raun- hæfar upplýsingar í dagbók- inni — þarna bar aldrei neitt til tíðinda. Fangavörðunum var harðlega bannað að mæla orð við fangann, og ekki máttu þeir svara spurningum hans. Hann var sárþjáður af kvölum í maga og sárum höfuðverk, og þvarr mjög þrek, bæði lík- amlega og andlega. Og dag- bókin er eins og órofið sárs- aukavein. LAGÐUR í FJÖTRA! Þriðja hvern mánuð barst honum bréf frá konu sinni — en þó einungis í afriti, mjög styttu. Hún reyndi að hug- hreysta hann og hugga eftir megni, en ekki gat hún sagt honum neinar uppörvandi fréttir varðandi mál hans. Þann 7. septemebr, 1895, skrifar Dreyfus í dagbók sína: —- Mér var að berast bréf. Sá seki er enn ófundinn. Nákvæmlega ári síðar, þann 7. september, 1896, skrifar Dreyfus í dagbók sína. — í kvöld er leið, var ég lagður í fjötra! Ekki hef ég hug- mynd um hvers vegna. Dag- inn eftir tilkynnti yfirforing- inn honum, að þar væri ekki um refsingu að ræða, heldur öryggisráðstöfun! Yfirforinginn hafði fengið skipun um það frá nýlendu- málaráðherranum, að nú skyldi Dreyfus lokaður inni í fangakofanum nótt og dag, en lagður í fjötra um nætur. Voru þeir þannig gerðir, að hann var njörfaður með hálf- lykkjum úr járni, sem lagðar voru um ökkla honum, við bálkinn, sem hann svaf á, svo að hann mátti sig hvergi hræra, og var fjöturinn læst- ur með hengilás. Þetta var honum óbærileg þjáning, því að nætur voru svækjuheitar, og áður en langt um leið fékk hann sár á ökklana undan járnunum. Ekki var þetta þó talin næg öryggisráðstöfun, því að nú var reist stauragerði umhverfis fangakofann, hálf- ur þriðji metri á hæð og hálf- an annan metra frá kofaveggj- unum. Varnaði það því að nokkur birta bærist inn um gluggaboruna, eða ferskt loft inn í kofann. Og fyrir utan þetta smugulausa og ram- byggða stauragerði var svo reist annað, að öllu leyti eins, og byrgði fyrir alla útsýn. Þegar Dreyfus hafði verið lokaður þannig inni í fulla þrjá mánuði, var honum leyft að koma út og ganga um inn- Dreyfusar- máliO hluti

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.