Vikan


Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 8
í síðasta tölublaði birtist viðtal við Halldór Gröndal um ýmsa dularfulla viðburði í veitingahúsinu NAUST við Vesturgötu.' Skýrði Halldór fró því að ýmislegt hafa heyrzt þar að næturþeli og að skyggnir menn hafi séð þar furðulegustu hluti. Reynsla Halldórs sjólfs er líka á þann veg, að hún hlýtur að styrkja það ólit margra, að megn draugagangur sé í NAUSTINU. Til þess að reyna hvað hæft væri í þessu tók G.K. sér það fyrir hendur að dvelja í veitingasal NAUTSINS eina nótt, asamt Kristjani Magnússyni Ijósmyndara VIKUNNAR, og segir hann hér fró því, sem fyrir bar . . . Þessa mynd álítum við langsamlega þá beztu, sem tekin var. Hún er tekin nokkru áður en stýrið var fært í fyrra sinnið, eða um það leyti að Kristján var að stilla upp vélinni. Hann tók þá nokkrar myndir, bæði til reynslu og til öryggis, ef eitthvað kynni að koma fram á þeim. Myndin sýnir greinilega suð- austurhorn salarins, þar sem neyðarútgangurinn er úr saln- um. Fyrir framan útganginn er lítil kompa, þar sem hljómsveitin geymir nótnablöð, hljóðfæri og annað smávegis. Dyrnar að komp- unni eru lokaðar og sjást í gegnum veruna, sem virðist líða í gegnum þær. Myndin er svo greinileg og skýr, að vel má greina hvernig veran er klædd — í sjóstakk, með einhverja hettu á höfði (líklega prjónahettu). Fótabúnaður sést ekki vel, en þó er eins og marki fyrir vaðstígvélum undan stakknum. Andlits- drættir sjást alls ekki, en kvistur í hurðinni sést í gegnum „andlitið“. Hendur sjást heldur ekki framúr ermum stakksins, sem virðast ann?,ð hvort vera brotnar upp, eða að einhver einkennisborði sé fremst á erminni, sem þó er ólíklegra. „... hurðir um allt húsið tóku að skellast fram og aftur og hvinurinn í vindinum varð að æðislegu ópi þúsund fordæmdra sálna í helvíti, sem æddu um í trylltum, ör- væntingarfullum dansi, og reyndu að rífa með sér vit og vitund okkar... “ Klukkan var um ellefu, þegar ég kom vestur í Naust og settist við autt borS uppi á ganginum. ÞaS var mánudagskvöld og ekki mjög margt gesta, en setiS viS annaS- hvert borS niSri í sal. Uppi á barnum heyrSist mér vera töluverSur umgangur og nokkur háreysti, en ég sleppti því aS þessu sinni aS fara þangaS upp, því mér leiSast drukknir menn - þegar ég hefi ekki smakkaS vín sjálfur. Og aS þessu sinni var ég ekki kominn þeirra erinda í NaustiS. Eg þáSi þó kaffibolla og koníakglas hjá Halldóri Gröndal, og sat viS þaS á meSan ég beiS eftir Kristjáni Magnússyni Ijósmyndara, og jafnframt því aS gestir færu heim, svo viS gætum byrjaS vaktina. ViS höfSum nefnilega ákveSiS aS vaka þarna í veitingahúsinu fram eftir nóttu, til aS forvitnast um ferSir og framkomu drauga þeirra, sem fullyrt er aS séu þar á hverju strái aS næturþeli. Til þess höfSum viS Kristján fengiS leyfi Halldórs veitingamanns, sem þó tók skýrt og greinilega fram aS hann afsalaSi sér allri ábyrgS af tiltækinu, og mundi engan þátt taka í greiSslu sjúkrahússvistar, ef til kæmi. Þetta urSum viS aS samþykkja, enda bjuggumst viS satt aS segja ekki viS miklum árangri. Halldór hafSi tekiS fram, aS til þess aS rétt stemning væri í húsinu til þessara hluta, væri nauSsynlegt aS veSur væri drungalegt, helzt allhvasst af suS-austan og rigning, „því þá finnur maSur alveg aS húsiS er fullt af allskonar einkennilegum og ósýnilegum hlutum eSa verum . . ." Og eftir þessu höfSum viS einmitt beSiS. Á meSan ég sat þarna frammi, sötraSi mitt koníakglas og beiS eftir Stjána, fann ég strax og skildi hvaS Halldór hafSi meint meS þessum orSum. Vindurinn gnauSaSi í rjáfrum þessa gamla húss, sem hriktist til í hviSunum, stundi og andvarpaSi undan storminum, og þaS brakaSi í hverri spýtu. RegniS lamdi rúSurnar aS utan, og mér fannst eins og eg væri staddur í gömlu seglskipi úti á rúmsjó og öldurnar skvettust á kýraugaS rétt yfir borSinu, sem ég sat viS. EinhversstaSar flautaSi vindurinn um leiS og hann æddi í gegnum g — VIKAN 16. tbl. Texti GK. - Ljósm: Kristján Magnússon

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.