Vikan


Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 19
S OG HEFÐI VERIÐ SPARKAÐ í HANN. HANN LÁ KYRR í FÍNGERÐU RYKI GANGSTÉTTARINNAR Mary Trueblood snarsnerist ó stólnum. Það stóð maður í dyrun- um. Það var ekki Strangways. Það var stór svertingi, með gulleita húð og hallandi augu. Hann hélt á skammbyssu í hendinni. Mary Trueblood opnaði munninn til að æpa. Maðurinn brosti breiðu brosi. Hægt og ástúðlega lyfti hann byss- unni og skaut þrisvar sinnum í vinstra brjóstið. Stúlkan féll á hlið út af stólnum. Hlustunartækin runnu af gullnu hári hennar niður á gólfið. í um það bil eina sekúndu heyrðist sendingin frá London um herbergið, svo hætti hún. Eftirlitstækin hjá leyniþjónust- unni höfðu gefið merki um að ekki væri allt í lagi með W, X, N. Morðinginn gekk fram fyrir. Hann kom til baka með stóran kassa og á litskrúðugum miðanum stóð Presto Fire, og stóran sykurpoka sem á stóð Tata & Lyle. Hann setti kassann niður sneri sér að líkinu þræddi pokann niður yfir höfuðið og niður fyrir ökklana. Fæturnir stóðu út. Hann beygði þá og tróð þeim í pokann líka. Svo dró hann pokann fram í anddyrið og kom aft- ur. I horni herbergisins stóð opinn peningaskápur eins og honum hafði verið sagt, og bækurnar varðandi senditækið sem í honum voru geymdar höfðu verið teknar fram og lagðar á borðið tilbúnar til notk- unar fyrir sendinguna til London. Maðurinn kastaði þeim og öllum öðrum plöggum sem í skápnum voru inn á mitt gólfið. Hann reif niður gluggatjöldin og bætti þeim á hauginn. Þar ofan á setti hann nokkra stóla. Svo opnaði hann kass- ann með Presto blysunum, tók nokk- ur, stakk þeim í hauginn og kveikti í þeim. Svo fór hann fram í for- dyrið og kveikti þar annan svipað- an eld. Skraufþurr húsgögnin fuðr- uðu upp og logarnir tóku að sleikja loftið. Maðurinn fór fram að aðal- dyrunum og opnaði þær. Gegnum limgerðið sá hann glitra á líkvagn- inn. Ekkert hljóð heyrðist nema suðið í skorkvikindunum og lág- vært malið í bílvélinni. Hvort sem litið var upp eða niður eftir göt- unni sást ekkert lífsmark. Maður- inn fór aftur inn I fordyrið, sem nú var orðið fullt af reyk, axlaði pokann léttilega og kom út aftur skyldi dyrnar eftir opnar til þess að skapa trekk. Hann gekk hratt niður gangstíginn að götunni. Bak- dyrnar á líkvagninum voru opnar. Hann rétti pokann inn og horfði á mennina tvo troða líkinu í líkkist- una ofan á líkama Strangways. Svo klöngraðist hann inn og lokaði dyrunum, settist niður og setti á sig harða hattinn. Þegar fyrstu logarnir sáust í efri gluggunum á húsinu, ók líkvagn- inn rólega af stað og hélt áfram leið sinni að Mona uppistöðunni. Þar átti að sökkva þungri iíkkist- unni á fimmtugu dýpi, og á aðeins þrem stundarf jórðungum hafði starfsliði og gögnum útibús brezku leyniþjónustunnar á Karabiska haf- inu verið gersamlega eytt. 2. KAFLI. - NÝ VOPN. Þrem vikum seinna dundi marz yfir London eins og þrumuveður. Frá því í dagrenningu hinn fyrsta marz, lamdi hagl og slydda, knúð áfram af átta vindstiga garra, á borginni, og þegar fólkið fár til verka sinna, dundi slyddan á því, votir faldar regnfatanna börðust um fætur þess og andlitin herptust af kulda. Þetta var leiðinlegur dagur og það kom öllum saman um það, jafnvel M, sem sjaldan viðurkenndi tilvist veðurs, jafnvel ekki þegar það var sérstaklega gott eða vont. Þegar gamli svarti og silfurbryddaði Rolls Royce bíllinn stanzaði framan við stóru bygginguna í Regents Park og M klöngraðist klunnalega út á gangstéttina, dundi haglið framan í honum eins og sandbylur. I stað þess að flýta sér inn í bygg- inguna, gekk hann rólega umhverfis bílinn að bíistjóraglugganum. — Eg þarf ekki á bilnum að halda í dag, Smith. Farðu með hann burt og farðu svo heim. Ég ætla að nota neðanjarðarbrautina í kvöld. Þetta er ekki veður til þess að aka bíl. Smith brosti þakklátur — Já, herra og þakka yður fyrir. Hann horfði á gamla manninn ganga fram fyrir bílinn og yfir gangstétt- ina inn í bygginguna. M fór í lyftunni upp á áttundu hæð og gekk eftir teppalögðum ganginum í áttina að skrifstofu sinni Hann lokaði dyrunum á eftir sér, tók af sér frakkann og trefilinn og hengdi hvorttveggja bak við hurðina. Svo tók hann upp stóran silkivasaklút og þurrkaði sér vand- lega í framan. Hann var ekki van- ur þessu og hefði aldrei gert það í viðurvist dyravarðar eða lyftuvarð- ar. Svo fór hann að skrifborðinu sínu og hallaði sér að innanhús- símanum. Hann þrýsti á hnapp: — Ég er við, ungfrú Moneypenny, sendið mér merkin og allt annað sem þér hafið. Náið svo fyrir mig í sir James Molony. Hann mun vera staddur á St. Marys um þetta leyti. Segið yfirmanni starfsliðs að mig langi að hitta 007 eftir hálfa klukku- stund, og látið mig hafa möppuna um mál Strangways. M beið eftir að heyra svarið: — Já herra, og sleppti svo hnappnum. Hann hallaði sér afturábak, teygði sig í pípuna sína og tróð hugsandi í hana. Hann leit upp þeg- ar einkaritarinn hans kom inn með stafla af plöggum, og lét sem hann tæki ekki einu sinni eftir þeim, sem efst lágu, og voru merkt áríðandi. Ef þau hefðu verið mjög áríðandi, hefði verið hringt í hann um nótt- ina. Gult Ijós blikkaði á innanhússím- anum. M valdi sér eitt símtólið af fjóurm sem héngu í röð. — Eruð það þér, sir James? Egið þér fimm mínútur aflögu? — Sex þegar þér eigið í hlut. A hinum enda línunnar hló hinn frægi taugalæknir glettnislega. — Þurfið þér á því að halda að ég rannsaki einhvern af ráðherrum hennar há- tignar. — Ekki í dag, svaraði M og gretti sig gremjulega. Honum fannst þetta virðingarlaus glettni. — Það er um þennan mann minn, sem þú hefur haft til meðferðar. Við skul- um ekki nefna nafnið, þetta er opin lína. Ég held að þú hafir látið hann fara í gær. Er hann tilbúinn til þess að taka að sér nýtt starf Það var þögn hinum megin. Svo kom röddin aftur, ópersónuleg og starfsbundin. — Líkamlega er hann að fullu búin að ná sér. Sárið á fætinum er gróið. Ég á ekki von á neinum eftirköstum. Já, ég mundi segja að hann væri í lagi. Það varð önnur þögn. — Það er heilmikil spenna í þessu eins og þér vitið. Þér knýið starfsmenn yðar nokkuð hart til verka. Getið þér ekki gefið honum eitthvað frekar auðvelt til að byrja með. Eftir því sem þér hafið sagt mér hefur hann stritt f ströngu í nokkur ár samfleytt. — Það er það sem honum er borgað fyrir, svaraði M nokkuð hvasst. Það kemur brátt í Ijós hvort hann er maður til þess að sinna þessu starfi eða ekki. Og hann verð- ur þá heldur ekki sá fyrsti sem ekki getur það. Eftir því sem þér segið, heyrist mér að hann sé í ágætu ásigkomulagi. Það er ekki eins og að hann hafi verið stór- lega illa farinn eins og sumir af þeim sjúklingum sem ég hef sent honum. — Þeir sem hafa lent veru- lega illa í því. — Það er rétt, en sársauki er dálítið undarlegur hlutur, við vit- um ósköp lítið um hann, það er erfitt að mæla hann. Þér getið til dæmis ekki mælt þjáningamismun konu, sem er að ala barn og manns, sem hefur slæman kveisusting. Og sem betur fer þá virðist líkaminn . gleyma . sársaukanum furðu fljót- lega. En þessi starfsmaður yðar hef- ur orðið fyrir reglulegum sársauka, M. Þér skuluð ekki halda að aðeins vegna þess að ekkert var brotið . . . — Rétt, rétt. Bond höfðu orðið mistök á og hann hafði þjáðst fyrir það. En þrátt fyrir það vildi M ekki láta halda ræðu yfir sér, um það hvernig hann ætti að fara með menn sína, jafnvel ekki þótt ræðu- maður væri einn frægasti læknir heimsins. Það vottaði fyrir gagn- rýni í rödd sir James Molonys. M hélt áfram. Hafið þér nokkurn tím- an heyrt um mann, sem heitir Steincrohn, dr. Steincrohn. — Nei, hver er það? — Amerískur læknir. Hann hefur skrifað bók sem að starfsmenn okk- ar í Washington hafa sent bóka- safninu hér. Hann ræðir þar um hve mikið mannlegur líkami þolir, að úr honum sé tekið í refsingar- skyni. Ég leyfði mér að að skrifa upp glefsur úr þessari bók, til þess að vitna í síðar meir. Langar yður til að heyra það? M fór í vasa sinn og setti fáein bréf og snepla á borðið fyrir framan sig. Með vinstri hendi valdi hann ákveðinn pappírssnepil og sléttaði úr honum. Hann lét þögnina á hinum endan- um ekkert á sig fá. — Halló, sir James. Jæja, hér kemur það: „Gallblaðran, miltið, botnlang- inn, annað nýrað, annað lung- að, tveir pottar af blóði, tveir fimmtu hlutar af lifrinni, meiri hlut- inn af maganum, fjögur fet af þörm- um og helminginn af heilanum". M þagnaði. Þegar þögnin var ekki rofin hinum megin frá hélt hann áfram: — Hafið þér eitthvað um þetta að segja sir James? Það rumdi svolitið í manninum hinum megin. — Mér þykir skrýtið af hverju hann bætti ekki við hand- legg eða fæti, eða báðum hand- leggjum og báðum fótum. Ég sé ekki hvað þér eruð að reyna að sanna. M hló lágt. — Ég er ekki að reyna að sanna neitt, sir James. Mér fannst þetta aðeins athyglis- verður listi. Það sem ég er að segja, það er það að minn maður hefur sloppið nokkuð létt út úr þessu, bor- ið saman við þessa refsingu. En, hélt M áfram, við skulum ekki þrátta um það. Hitt er svo annað mál, að ég ætlaði að láta hann hafa dálítið létta vinnu núna. Það er eitthvað á seyði á Jamaica. M leit út um gluggann út í slydduna úti fyrir. — Þetta verður mjög heilsu- samlegt og endurnærandi starf. Tveir af mönnum mínum, karlmað- ur og stúlka, eru horfin saman, eða þannig lítur það út. Vinur okkar á að fara og forvitnast um þetta og baða sig í sólinni. Hvernig lízt yður á það? Framhald í næsta blaði. VIKAN 16. tbl. — jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.