Vikan


Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 34
1. Walter-Esterhazy greifi er njósnari á mála hjá Þjóðverjum. 2. Það var Esterhazy, sem framdi þá glæpi, sem Alfreð Dreyfus var dæmdur fyrir. 3. Öll meðferð Dreyfusar-máls- ins bar vitni furðulegum hunda- vaðshætti, fyrirfram sannfæringu um sekt hins ákærða og fyrir- litningu á lögum og réttarfari. Ekki sendi Picquart þó bréfið, heldur hafði hann það með sér til Parísar, þegar hann fékk starfsleyfi, tveim mánuðum síð- ar. Hann trúði fornvini sínum, Leblois málafærslumanni, fyrir leyndarmálinu og fékk honum bréfið til varðveizlu, gegn því loforði, að hann skyldi afhenda forsetanum það, færi svo að hann létist voveiflega. Leblois málafærslumaður varð furðu og skelfingu lostinn, þegar hann hafði kynnt sér þessar af- hjúpanir Picquarts. Hann fékk leyfi Picquarts til að trúa nokkr- um vinum sínum fyrir leynd- armálinu, án þess að minnast á nafn hans. Þeirra á meðal var öldungardeildarþingmaður- inn Alsace Scheurer-Kestner. Scheurer varð ekki eins furðu lostinn. Hann þekkti Dreyfusar- fjölskylduna frá því, er hún dvladist í Alsace, og einnig hafði Mathieu, bróðir Alfreðs, sann- fært hann um sakleysi bróður síns. Scheurer gerði forseta öld- ungadeildarinnar þegar viðvart. Þar með var kettinum hleypt upp úr skjóðunni, og áður en langt um leið birtu blöðin þær fréttir, að Scheurer áliti að AI- freð Dreyfus hefði verið dæmd- ur án saka. í einni svipan var ný áróðursherferð hafin, og að þessu sinni var henni fyrst og fremst beint gegn Scheurer. Og dag nokkurn birti svo eitt af útbreiddustu dagblöðum Frakk- lands, „Le Matin“, stóru fyrir- sagnaletri: SÖNNUNARGAGN- IÐ, og undir henni mynd af „bordereauinu", sem blaðið hafði komizt yfir hjá einum af rit- handarsérfræðingunum. GREIFINN SPILAR DJARFT. Fyrstu viðbrögð Esterhazy, voru óttinn við það hvað Schw- arzkoppen kynni að gera. Þýzki hermálaráðunauturinn, sem aldrei hafði hið umrædda plagg augum Jitið, hlaut þegar að þekkja á því rithönd greifans. Um leið yrði honum ljóst að Al- freð Dreyfus hafði verið dæmdur saklaus, fyrir þann glæp, sem Esterhazy hafði framið. En Schwarzkoppen var óhægt um vik að hafast nokkuð að . . . Árið 1930 sendi ekkja hans dagbók hans til Dreyfusar, sem síðar var gefin út í bókarformi: „Sannleik- urinn um Dreyfus". Esterhazy fann að stjarna hans innan hersins tók nú mjög að lækka á himni, og þótti sem réttast mundi að draga sig í hlé um hríð — sökum vanheilsu. En sá margfaldi aðalsmaður hafði slembilukkuna með sér eins og hann var vanur, og í nokkra mánuði lifði hann eins og kóng- ur á fé, sem hann hafði svikið af ekkju eins af ættingjum sín- um. En þegar peningarnir voru farnir að ganga til þurrðar, fannst Esterhazy greifa tími til kominn að reyna enn einu sinni að fá stöðu við herforingjaráðið. En nú reyndist honum erfitt að fá nokkurn til stuðnings við um- sókn sína, og þá tók hann að spila djarft. Hann hafði í hótun- um að fletta ofan af ýmsum háttsettustu hershöfðingjunum og öðrum, sem gengu þeim næst að tign innan herforingjaráðsins. Og fornvinur hans, Henry majór, var meðal þeirra, sem vissu sig eiga hvað mest á hættu, en hann hafði þá fyrir skömmu verið gerð- ur að ofursta. Gonse hershöfðingi var því mótfallinn, að Esterhazy greifi fengi stöðu við herforingjaráðið. Hann áleit að samtök Gyðinga hefðu gert samsæri gegn greif- anum, og nú fól hann Henry ofursta að sjá svo um að það yrði almenningi Ijóst, og mundi Dreyfusmálið þá endanlega graf- ið í þögn og gleymsku. Fyrsti leikur Henrys ofursta í því skyni, var í því fólginn, að hann stakk upp á því að Picqu- art yrði fluttur til þjónustu við Tripolilandamærin. Þar höfðu orðið nokkur átök þá að undan- förnu, og það þurfti ekki nema byssukúlu, sem rataði rétta leið, til að koma endanlega í veg fyrir allar frekari aðgerðir og óróleika í sambandi við Dreyfusarmálið. Gonse sá svo um að farið var að uppástungu Henrys — hvorug- ur þeirra haf ði minnstu hugmynd um hið innsiglaða bréf, sem Picquart hafði fengið Leblois til varðveizlu, eða hverjar upplýs- ingar það hafði að geyma. Henry ofursti gerði nú banda- lag við du Paty majór, sem gekk hvað eftir annað á fund Ester- hazy greifa, búinn dularklæðum. Þannig voru greifanum fengin í hendur fölsuð bréf og skjöl — meðal annars falsað bréf frá Schwarzkoppen til Panizzardi, þar sem Dreyfus var nefndur með nafni. Þessum fölsunum virtist eng- in takmörk sett. Þar á meðal voru fölsuð skjöl, sem áttu að sanna að Picquart ofursti hefði sýnt refsiverða vanrækslu í trún- aðarstarfi sínu, og önnur, sem sönnuðu að Esterhazy greifi væri ofsóttur af okurkörlum Gyðinga. Og loks voru mörg fölsuð skjöl, sem áttu að vera ný „sönnunar- gögn“ varðandi sekt Dreyfusar. Þá gerðist það, að hinn kunni bókmenntagagnrýnandi, Bemard Lazares, gaf út flugritið, „Mistök réttarfarsins". Á kápu þess var mynd af hinu margumrædda plaggi, „borderauinu". Verðbréfa- sali nokkur, Castro að nafni, keypti flugritið fyrir tilviljun og af forvitni. Sennilega hafði hann ekki þá séð eintakið af „Le Mat- in“, með myndfnni af plagginu, því að nú fyrst hófst hann handa. Hann hafði þegar borið kennsl á rithönd Esterhazy greifa, en DAVIÞ STEFÁNSSON Heyrið skáldiff lesa upp nokkur af sínum beztu kvæðum. Til eru fjórar gerðir af hijómp'ötum. Tvær 45 snúninga, ein 33 súninga 10 tommu og ein 33 snúninga 12 tommu, en á hinni siðasttöldu hljómplötu eru öll kvæðin af hinum þremur. Hljómplötur Davíðs Stefánssonar halda á lofti minningunni um hið ástsæla skáld. FflLKINN - hljómplötudeild Laugavegi 24 — Simi 18670. Á plötuumslaginu segir Steingrímur J. Þorsteinsson m.a.: „Davíð Stefónsson fró Fagraskógi er eitt af höfuðskáldum íslands. Auk þess er hann svipmikill og sérstæður upplesari. Þarf ekki að lýsa skáldlegum og seiðmögnuðum flutningi hans fyrir þeim, sem hafa í höndum þessa hljómplötu". — VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.