Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 49
— Og þú vilt að hún verði
hamingjusöm og að ekkert alvar-
legt komi fyrir hana. Ég verð
að segja eins og er, drengur minn,
að ég skil ekki hvert þú ert að
fara.
Julian sagði örvæntingarfullur:
— Ég sætti mig bara ekki við
að aðrir séu að höndla með fram-
tíð hennar án þess að hún viti
nokkuð um það.
hugsa um peningana hennar, al-
máttugur minn. Nú á dögum eru
það blessaðar konurnar, sem eiga
næstum því alla peninga, svo að
það fer ekki hjá því að mennirn-
ir fái að njóta þeirra um leið
og þeir giftast.
Julian sagði: —- Þú ert alveg
að máta mig.
— Það er enn eitt sem mig
langar til þess að segja þér. Það
— Auðvitað vill hún það, ung
og hraust kona. Það gæti engin
kona staðizt Henri. Innan fárra
daga fer hún að ímynda sér
skjaldarmerki barónsins yfir ar-
inhillunni og upphleypta kórónu
á bréfsefnum hennar. Hertoga-
ynjan af Mechlenstein biður
þennan og hinn að gera sér þá
ánægju, Hertogaynjunni af
Mechlenstein þykir fyrir því . . .
Mr. Pimm sagði lævíslega: —
Og ekki megum við gleyma
Peggy Browning. Þetta myndi
hryggja hana mjög. Er það ekki,
drengur minn? Ég er anzi hrædd-
ur um að hún liti okkur ekki
réttu auga eftir þetta. Jæja þá,
sérðu hvað klukkan er orðin;
það er víst bezt að við förum
báðir að sofa. Og á morgun verð-
um við báðir búnir að gleyma
BOKMENNTAFELAGIÐ MAL OG MENNING
LAUGAVEGI 18-RVÍK - PÓSTHÓLF 392 - SÍMI 15055 OG 22973
Fyrsta félagsbók ársins 1964 kom út í marz:
FORSETI LÝÐVELDISINS, sérstæð og
áhrifamikil skáldsaga eítir mesta skáld-
sagnahöfund Suður-Ameríku, Miguel
Angel Asturias, þýð. Hannes Sigfússon.
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR,
1. hefti ársins 1964 er að koma út.
Önnur félagsbók þessa árs verður
OFVITINN eftir Þórberg Þórðarson, í einu
bindi. Kemur út í október.
Meðal stórvirkja sem Mál og menning
hefur ráðizt í er útgáfa vandaðrar
MANNKYNSSÖGU ritaðrar af ýmsum
fremstu sagnfræðingum vorum. Fimmta
bindið kemur út á næsta ári.
ATHUGIÐ! Árgjald Máls og menningar er nú kr. 450, þ. e. minna en verð
iveggia meðalstórra bóka. I því er inniíalið áskriftargiald að
Tímariti Máls og menningar, sem kemur nú út fjórum sinnum
á ári, á 5. hundrað blaðsíður. Það er löngu viðurkennt sem
merkasta íslenzka tímaritið. En auk þess fá félagsmenn tvær
til þrjár valdar bækur fyrir árgiald sitt.
Gætið þess að flestir þeir íslenzkir höfundar sem mest kveður
að koma út hjá Heimskringlu, en Heimskringlubækur fá fé-
lagsmenn með 25% afslætti. — Að beztu erlendu skáldsög-
urnar koma út hjá Máli og menningu.
©
TILBOÐ TIL NÝRRA FÉLAGSMANNA:
Þeir sem ganga í Mál og menningu á tímabil-
inu 1. apríl til 15. júní fá allar útgáfubækur ár-
anna 1955—1959/ í bandi, ásamt Timaritinu,
fyrir aðeins 300 kr.
Snúið yður til Bókabúðar Máls og menningar
í Reykjavík, eða sendið seðilinn .hér að neðan
með nafni yðar og heimilisfangi til Máls og
menningar og yður verða sendar bækurnar
1955—1959 ásamt fyrstu bók þessg árs. Þér
greiðið aðeins 300 kn við móttöku þeirra, en
félagsgjald þessa árs verður innheimt við út-
komu annarrar bókar ársins.
Undirrit. gerist hérmeð félagsmaður Máls og
menningar og óskar þess að sér verði sendar
bækur áranna 1955—-.1959 gegn 300 kr. gjaldi.
NAFN
HEIMILI
PÓSTAFGREIÐSLA
1 Halldór Laxness: Alþýðubókin — Peter Freuchen: Ævintýrin
heilla — Artur Lundkvist: Drekinn skiptir ham — William
Heinesen: Slagur vindhörpunnar, skáldsaga — Jón Helgason:
Handritaspiall — Jorge Amado: Astin og dauðinn við hafið,
skáldsaga —- A. Sternfeld: Hnattferðir ■— Bjarni Benediktsson:
Þorsteinn Erlingsson — Zaharia Stancu: Berfætlingar, skáld-
saga (tvö bindi).
— Almáttugur minn, sagði Mr.
Pimm óþolinmóður, — ég held
að þolinmæði mín sé á þrotum.
■— Ef Annabelle ætti ekki
meiri peninga en hver önnur, þá
myndirðu ekki hafa snefil af
áhuga á henni.
—- Auðvitað ekki.
■— Jæja, þarna hefurðu það.
Loksins.
•— En kjáninn þinn, sagði Mr.
Pimm, •— skilurðu ekki neitt?
Er heilinn á þér alveg gjörsam-
lega sljór? Ef hún ætti ekki all-
ar þessar milljónir, væri alger
óþarfi að hafa fyrir því að forða
henni frá því að lenda í klónum
á einhverjum ónytjungnum.
Julian var allur farinn að iða,
en Mr. Pimm hélt áfram ótrauð-
ur: — Og að við séum bara að
er fjarri mér að fara að gorta
af sjálfum mér, þú veizt það,
ég þyrfti varla að fara að segja
þér það. En ég hefi komið til
leiðar nokkrum hjónaböndum, og
öll hafa þau blessazt, öll með
tölu. Þess vegna á ég erfitt með
að sætta mig við þessa afstöðu
þína.
Julian sagði: — Ég er ekki
búinn að gefast upp enn.
— Þú ert vonandi ekki að gefa
í skyn, að við séum að neyða
Annabelle til þess að giftast
Henri, er það?
— Kannski ekki, en með þess-
um aðferðum sem þið beitið gæt-
uð þið platað hana til þess að
giftast brynju. Þú veizt ekki einu
sinni hvort hún vill nokkra biðla
í kringum sig.
Þú hefur ekki hjarta í þér til að
svipta hana þessu, er það, Juli-
an?
Julian leitaði að réttu orðun-
um, en Mr. Pimm sagði: — Auð-
vitað ekki. Ég vissi það alltaf.
Og einmitt núna verðum við að
fara að öllu með mikilli gát. Eitt
hliðarspor getur spillt fyrir öllu.
Ég er fús til að viðurkenna það.
— Segjum nú svo að allt kæm-
ist upp um okkur fyrir einskær-
an kjánaskap. Hvernig myndi þá
fara á með ykkur Miss Matildu,
drengur minn? Ég efast um að
hún myndi nokkurn tíma fyrir-
gefa þér. Ég er næstum viss um,
að hún mundi skrifa til Monsie-
ur le directeur. Og hvernig færi
með ykkur Annabelle?
— Jæja, jæja, ég skil.
þessu öllu. Hvað segirðu um
það?
Julian sagði: — Ég virðist lít-
ið annað geta gert.
— Þetta kann ég við. Við skul-
um ekki fara að hrella þessar
þrjár ágætis konur í eintómri
fljótfærni. Þeim finnst öllum
mikið til þín koma, Julian. Og
ekki lái ég þeim það, sagði Mr.
Pimm, blessuðum dúfunum.
Julian gekk niður hæðina,
reyndi enn einu sinni að hugsa
rökrétt, hugsaði um allt það sem
hann hafði ætlað að segja, og
velti því fyrir sér hvernig í
ósköpunum Mr. Pimm hafði get-
að talað hann til. En hann vissi
með sjálfum sér, að hvað sem
tautaði skyldi hann ekki sleppa
Peggy Browning.
VIKAN 16. tbl.
49