Vikan - 16.04.1964, Blaðsíða 24
— En því miður er sannleik-
urinn sá, að oftast hafa grun-
semdir okkar verið á rökum reist-
ar.
— Og ég fæ aldrei að leggja
orð í belg.
— Ja, við viljum ekki að fari
fyrir þér eins og hinurri stúlk-
unum, sem vaða í peningum.
-—- Þær hafa að minnsta kosti
jaotið lífsins.
— Ég gæti nefnt þér nokkrar,
sem aldrei hafa átt eina ánægju-
stund á ævinni, Annabelle mín,
þú vilt vonandi ekki láta ein-
hvem þorpara næla í þig, er það?
Annabelle sagði fýld: — Mig
langar í karlmann. Og mér er
sama þótt hann kunni að meta
peningana mína, bara ef hann
kann að meta mig. Hún settist
upp skyndilega. — Ég vildi að
þið Matilda gætuð munað, að ég
get ráðstafað þessum peningum
mínum eins og ég vil. Þetta er
að gera mig vitlausa, ég gæti
hent þeim í hvaða mann sem
væri. Hvers vegna geri ég það
þá ekki?
— Senni,tega vegna þess að
þú ert nógu skynsöm til þess að
ganga ekki í slíka gildru.
— Mig langar bara til þess að
fá að ráða einhverju sjálf.
— Og þurfa svo að spandera
milljón dollurum bara til þess
að losna við einhvem svika-
hrappinn.
Annabelle sagði: - - Nú, hvað
með það? í stað þess að eiga
20 milljón dollara myndi ég þurfa
að berjast áfram í lífinu með
bara 19. Er það það sem allir
hafa áhyggjur út af?
— Þú veizt vel að svo er ekki.
— Ætli það ekki. Fyrirgefðu,
elskan, mig langar síður en svo
að skammast út í þig. En þið
Matilda frænka verðið bara að
skilja mig. Þið verðið að leyfa
mér að taka eigin ákvarðanir, og
ef ég lendi í klandri, þá það, þá
tekst mér betur upp næst.
24 “
Peggy sagði: - Það hlýtur ein-
hvern tíman að fara svo. Við
getum ekki haldið áfram að berj-
ast við svikahrappana í það
óendanlega.
— Það er einmitt það sem ég
vildi að hægt væri að troða inn
í kollinn á fólki. Ég vil ekki láta
passa mig eins og krakka. Ég vil
ekki láta sparka í burt öllum
herramönnum, sem koma til mín
— ég vil hafa þá í kringum mig,
þangað til mig langar að sparka
þeim burt sjálf. Og það ætla ég
að gera.
— Þú ert orðin leið á lífinu,
það er það sem að er.
— Já, og ég veit hvers vegna
ég er orðin leið á þvl.
— Við erum hérna snemma á
ferðinni. Eftir svo sem eina eða
tvær vikur verður allt upp fullt
af karlmönnum í kringum þig,
og þú verður úti á hverju kvöldi
fram undir morgun.
— Með þremur karlmönnum í
einu, eftir að Matilda frænka er
búin að njósna um þá.
— Þeir fá þá að minnsta kosti
ekki tvo glæpamenn í lið með
sér, eins og þessi þarna uppi á
Grand Corniche. Svona nú, láttu
nú ekki svona, kannski ég komi
niður í sundlaugina.
— Jæja, allt í lagi, sagði Anna-
belle, — en ég skal segja þér
eitt: Ég er orðin 21 árs, og ég
veit mínu viti. Og ef lögreglan
nær í þessa tvo bófa og þeir
reynast ósviknir, þá skal ég elt-
ast við Henri Grúnewald þang-
að til honum hættir að standa
á sama. Þú skalt fá að sjá upp-
reisn í þessari fiölskyldu, Peggy,
sannaðu til. Það verður allt vit-
laust!
Þegar þær voru á leiðinni nið-
ur í sundlaugina sagði Matilda
frænka og Mr. Pimm þeim frá
kvöldverðarborðinu. Annabelle
var alveg sama. Hún var dauð-
leið á lífinu. Hún gat varla bros-
að, þegar Mr. Pimm kvaddi, og
Framhalds-
sagan
8.
hluti
eftir
Lindsav
Hardy
„Mig langar í
karlmann,11
sagði Annabella
„og mér er
sama þótt hann
kunni að
meta peningana
mína, bara ef
hann kann
að meta mig!“
við kvöldverðarborðið var hún
eymdin uppmáluð. Hún hringdi
í innanhússímann í Julian
skömmu fyrir klukkan 9.
— Julian, þetta er Annabelle.
— Ég heyri það.
— Ertu ennþá ekkert að gera?.'
— AIls ekkert.
— Viltu fara með mig í bíl-
túr?
-—• Ég verð fimm mínútur aði
skipta um föt.
— Komdu eins og þú ert..
Náðu strax í bílinn. Ég bíð á:
tröppunum.
Það var stutt þögn, og Julian
sagði: — Á ég ekki að fara í bíl-
stjórafötin?
— Nei, komdu eins og þú ert.
Þau óku eftir strandveginum
til Antibez og Nice og stuttu síð-
ar ók Julian út af veginum og
nam staðar. Það gerðu líka Fabio
og Denzel í græna Ferrariinum
skammt fyrir aftan þau.
Julian sagði: — Jæja, Anna-
belle, hvað er að?
— Ég er búin að vera vond
út í allt og alla í dag. Frá því
klukkan 2 í dag að minnsta kosti
og nú er ég loksins laus og liðug.
— Hvaða vitleysa.
Julian leit á hana og lyfti ann-
arri augabrúninni. Annabelle
sagði: — Er ekki bezt að grípa
gæsina? Eigum við ekki að fara
eitthvað í nokkra klukkutíma?
— Hvert ættum við að fara?
Annabelle sagði: — Ég vil að
þú farir með mig eitthvað þar
sem við getum dansað. Og þú
verður að tala einhver ósköp,
Julian. Þú hlýtur að þekkja ein-
hverja staði.
— Ég þekki þá alla. Hann
hugsaði sig um andartak. — Það
er til dæmis smá kjallari í klett-
unum við Beaulieu, þar sem er
stór glerrúða niðri í sjónum. Og
tónlistin þar jafnast á við það
bezta í Basin Street.
— Það er skínandi, förum
þangað. En augnablik. Þú sagðir
;* I
VIKAN 16. tbL