Vikan


Vikan - 19.11.1964, Síða 2

Vikan - 19.11.1964, Síða 2
ri alvöru: Húð yðar þarfnast AVON-umhyggju. Húð yðar, — i raun og veru sérhverrar konu, tekur jafn fjjótt og með þakklæti ó móti óhrif- um hins rakamettaða RICH MOISTURE CREAM, eins og blóm sig- ur i sig döggina. Þér munuð gleðjast yfir þessu dósamlega fitu- lausa AVON-kremi og hvernig húð yðar blómstrar við notkun þess. Og eftir að hafa notað RICH MOISTURE CREAM mun það auka vellíðan yðar að nofa ROSEMINT FACIAL MASK, — AVON CLEANESING CREAM, - VITA MOIST CREAM, og AVON SKIN LOTION. ÚTSÖLUSTAÐIR í REVKJAVÍK: Oculus, Orion, Gyðjan, Regnboginn, Tíbró, Sópuhúsið. — ÚTI Á LANDI: Hafn- arfjarðar Apótek, Akraness Apótek, Verzl. Drangey, Akranesi, Verzl. Einars Sigurðssonar, Bolungarvík, Straumur, ísafirði, Apótek Sauðórkróks, Kristjón Jónsson, Hólmavík, Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík, Kaup- fél. Austur-Skaftfellinga, Höfn, Verzl. Edda, Keflavík, Stjörnuapótekið, Akureyri Rakarastofa Jóns Eðvarðs, Akureyri, Kaupfél. Borgfirðinga, Borgarnesi, Silfurbúðin, Vestmannaeyjum, Verzl. Jóns Gíslasonar, Ólasf- vík, Kaupfél. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Siglufjarðar Apótek, Verzl. Guðrúnar Rögnvalds, Siglufirði, Verzl. Túngata 1, Siglufirði, Verzl. Grein, Hveragerði, Kaupfél.Rangæinga, Hvolsvelli, Kaupfél. Árnesinga, Sel- fossi, Kaupfél. Þór, Hellu. Einkaumboð: J. P. GUÐJÓNSSON H.F. — Sími 11740, — Skúlagötu 26 — Box 1189. 2 — VIKAN 47. tbl. Bilið er mjótt Á miðju hausti hlöktu fánar i hálfa stöng í litlu þorpi vestur á fjörðum. Þar hafði verið liöggv- ið slcarð i fámennan hóp þorps- ins; þau tíðindi höfðu borizt, sem fólk í sjávarplássum verður sifellt að vera viðbúið, en allt- af eru samt jafn þungbær: Bátur hafði farizt og með honum fjór- ir menn, allir ýmist kunningj- ar eða skyldmenni hinna, sem í þorpinu búa. Þó var það nokk- ur huggun harmi gegn, að tveir ungir og liarðfrískir fjölskyldu- feður höfðu fyrir sakir karl- ntennsku sinnar svo og þeirrar heppni sein flokka má undir kraftaverk, komizt af. Þetta slys sýndi það enn einu sinni, hversu öryggi er ábóta- vant. fslenzkir fiskimcnn eru kappsfullir og skila meiri afla á mann en dæmi eru til um hjá öðrum þjóðum. í tiu vindstigum og stórsjó vestur af Vestfjörð- um er verið að draga inn lin- una á liðlega fimmtiu lesta bát. Báturinn kútveltist, en það er haldið áfram að vinna eins og ekkert sé á seiði, unz það ólag ríður yfir, sem veltir bátnum og sökkvir. Þá er gripið til þess í örvæntingu fárra andartaka að reyna að losa björgunarbátinn. Ep úthúnaðurþiii er ekki hetri en svo að allt stendur fast og maðurinn verður að hjarga sér á kjöl áður en tekizt hafði að losa bátinn. Þar með virðist i fljótu bragði að öll von sé úti; skipið og mennirnir fljótandi i hafrótinu mcðan þrekið endist. Fyrir óskiljanlega heppni losn- ar svo björgunarbáturinn frú skipinu eftir að það er sokkið, og flýtur upp. En þá eru einung- is tveir þeir þrekmestu á lífi. Og enn er það tilviljun, sem verður þeim til bjargar: Það verður að skera á einhver bönd og sú heppni, að annar þeirra er með vasahníf, verður til þess að þeir bjargast. Það má nú segja, að bilið er mjótt milli birtu og éls. Einungis tilviljanir ráða því, að þessi bátur fórst ekki með allri áhöfn. Á hverju einasta ári verða sjóslys meðfram ströndum fs- lands og alltof oft heyrist sagt frá því, að skipbrotsmenn áttu í einhverju stímabraki við björg- unarbátana. Það virðist vera Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.