Vikan


Vikan - 19.11.1964, Page 4

Vikan - 19.11.1964, Page 4
Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 23. hluti — Það er ekki nema réttmætt, hrópaði dvergurinn. — Með blóði skal innsigla brúðkaup flækinganna! Ho, ho, ho! blóði munksins. 52. KAFLI — Vertu ekki hrædd, sagði Calembredaine. Hann sat á stól fyrir framan hana. Hinar gríðarstóru hendur hans hvíldu á hnjánum. Kerti í fallegum silfurljósastjaka á gólfinu barðist af veikum mætti við dag- skímuna. Angelique hreyfði sig og komst að raun um, að hún lá á fleti, gerðu úr miklum fjölda af allskonar yfirhöfnum í öllum litum. — Vertu ekki hrædd.... Angelique, endurtók glæpamaðurinn. Hún starði stóreyg á hann. Hún trúði ekki sínum eigin eyrum, bví hann hafði talað á mállýzkunni frá Poitou og hún hafði skilið hann. Hann lyfti hendinni upp að andlitinu og þreif með einu handtaki af sér holdlita grímuna. Hún gat ekki kæft ópið, sem brauzt út á vörum hennar. En hann hélt áfram, tók af sér óhreinan hattinn og með hon- um gráa hárbrúskinn. Svo losaði hann svörtu pjötluna, sem hann hafði fyrir öðru auganu. Fyrir framan Angelique var nú maður með skarpa andlitsdrætti, og stuttir, svartir lokkarnir lögðust niður yfir breitt enn- ið. Djúpstæð brún augun, undir miklum augabrúnum, störðu á hana. Hún greip annarri hendi um hálsinn, henni fannst hún vera að kafna. Óp hennar voru hljóðlaus. Að lokum muldraði hún eins og daufdumb manneskja, sem hreyfir varirnar og veit ekki að þar kemur hljóð út: — Ni. . .. cho.... las. Bros færðist yfir andlit mannsins. — Já, það er ég. Þú þekkir mig ennþá? Hún gaut augunum á dulbúninginn hræðilega, sem lá allt í kringum stólinn. Hárkolluna, augnaspeldið.. .. — Og það ert.... þú.... sem ert kallaður Calembredaine? Hann stóð upp og barði sér frekjulega á brjóst. — Það er ég, Calembredaine, þrjóturinn frægi frá Pont-Neuf. Ég hef komizt áfram, síðan við sáumst síðast, finnst þér það ekki? Hún virti hann vandlega fyrir sér. Hún lá enn á fletinu og gat ekki hreyft sig. Gegnum rist á veggnum barst þokan, þykk eins og reykur, í gusum inn í herbergið. Kannske var það þessvegna, sem þessi mann- vera, þessi Herkúles í tötrum, með svart skegg, sem barði sér á brjóst og sagði, ég er Nicholas. ... ég er Calembredaine, var henni sem furðu- leg goðsagnavera. Hann tók að skeiða fram og aftur um gólfið án þess að líta nokkurn tíma af henni. —■ Það er allt í lagi með skógana, þegar það er hlýtt, sagði hann. — Ég vann með saltsmyglurunum. Seinna fann ég í skóginum hóp manna frá Mercoeur, fyrrverandi málaliðsmenn, bændur úr norðurhér- uðunum, sem höfðu forðað sér fá galeiðubrælkun. Þeir voru vel skipu- lagðir. Ég slóst í fylgd með þeim. Við rændum ferðamönnum og héld- um þeim til lausnarfjár á leiðinni frá París til Nantes. E'n skógarnir eru aðeins nothæfir, þegar það er hlýtt. Þegar vetra fer, verður mað- ur að fara til borganna, og það er ekki svo auðvelt. Við fórum til Tours, Chateaudun, þannig komumst við til Parisar. Jú það var erfitt með alla þessa betlara og glæpaveiðimenn á hælunum. Af þeim, sem náð- ust við hliðin, voru rakaðar augnabrúnirnar og helmingurinn af skegg- inu, og svo voru Þeir reknir til baka út á landið, aftur til brenndra bóndabæjanna, eyðilagðra akranna og orrustuvallarins. Eða þá að sum- ir voru sendir í sjúkrahúsið eða jafnvel til Chatelet, ef svo vildi til, að maður var með brauðmola í vasanum, sem bakarakonan hafði gefið manni vegna þess að hún kenndi í brjósti um hann. En ég kom auga á nokkra góða staði, þar sem hægt var að laumast í gegnum kjallarana, sem liggja saman frá einu húsinu til annars. Gegnum ræsin, sem enda í safnþrónum, og þar sem það var vetur, urðum við að svamla í gegn- um ísi lagt vatn Signu, alla leið frá Saint-Cloud. Við skutumst frá einni öryggjunni til hinnar næstu, og hvort sem Þú trúir því eða ekki, laum- uðumst við allir þannig inn í París eina nóttina, eins og rottur. Hún sagði andstutt: —■ Hvernig gaztu fallið svona lágt? Það leið skuggi yfir andlit hans, svo hallaði hann sér yfir hana og sagði: — Og hvað um þig? ^ — VIKAN 47. tbl. Angelique leit á rifin föt sín. Hár hennar var allt í óreiðu. — Það er ekki það sama. Nicholas gnísti tönnum og urraði eins og reiður hundur. — Ójú, það er það sama! Næstum þvi alveg það sama.... nú. . . . Heyrirðu hvað ég segi, merin þín? Angelique horfði óbeint á hann með einskonar fjarrænu brosi. Þetta var svo sannarlega hann. Hún sá hann aftur eins og hann var vanui' .... Nicholas sperrtur í sólskininu með hendurnar fullar af jarðaberj- um. Og sami ruddalegi hefndargjarni svipurinn á andlitinu. Allt þetta vaknaði á ný í huga hennar, smám saman. Hann hallaði sér svona á- fram.. . . Svolítið klaufalegri Nicolas í þá daga, en Þá þegar útlagi í yl skógarins á vorinu.... Ástríðufullur eins og titrandi skepna, og samt setti hann handlegginn aftur fyrir bak til þess að halda aftur af freist- ingunni til þess að grípa hana og segja: — Mig langar að segja þér það .... Það hefur aldrei verið önnur en Þú í minu lífi.... Ég er eins og einhver sem ekki er á réttri hillu en heldur áfram að ráfa hér og þar, án þess að vita hversvegna. Eini staðurinn í heiminum, sem ég á heima á er hjá þér.... Þetta var ekki svo slæmt bændabónorð. En í raun og veru var hans rétti staður þar sem hann stóð nú. Hræðilegur, óskamm- feilinn ræningjaforingi i höfuðborginni. Staður hinna einskis nýtu aum- ingja, sem heldur vildu taka frá öðrum heldur en ómaka sig við að vinna sjálfir. Upplagið kom þegar í ljós, þegar hann yfirgaf sína eigin kúahjörð til þess að stela nestinu frá hinum kúahirðunum. Og Ange- lique hafði hjálpað honum. Hún settist skyndilega upp og leit á hann með sínum grænu augum. — Ég banna þér að vera óforskammaður við mig. Þú hefur engan rétt til að kalla mig meri. Láttu mig hafa eitthvað að borða. Ég er svöng. Það var satt. Hún var svo svöng, að hana langaði mest til að kasta upp. Það var eins og það kæmi á Nicholas Calembredaine, þegar hún réðist til atlögu. — Liggðu kyrr, sagði hann. -— Ég skal sjá um það. Hann greip málmstöng og sló henni í koparplötu, sem glansaði á veggnum. Hljóðið berðmálaði um stigana og maður með hálfvitasvip kom í ljós í dyrunum. Nicholas sneri sér að Angelique og benti á hinn nýkomna: — Leyfðu mér að kynna Jactance, einn af pyngjuþjófunum mínum. En framar öllu er hann fífl í yfirstærð, sem lét taka sig í síðasta mán- uði. Svo ég hef hann hérna til að malla, svo að viðskiptavinirnir á markaðinum gleymi honum svolitið. Að því loknu munum við setja á hann nýja hárkollu og senda hann út með skærin. Passið pyngjurnar ykkar! Hvað er að éta í dag, auminginn þinn? Jactance saug upp í nefið og strauk erminni um nefbroddinn. — Grísatær, foringi, með hvítkáli. — Þú ert grís sjálfur! öskraði Nicholas. — Er Það hæfilegur matur handa hefðarkonu?! — Ég veit það ekki, foringi! — Það verður að duga, sagði Angelique óþolinmóð. Það lá við, að það liði yf-ir hana, þegar hún fann ilminn af matnum Henni fannst auðmýkjandi að vera svona hungruð á mikilvægustu og dramatískustu andartökum ævi sinnar. Því dramatískari, sem atburð- irnir voru, þeim mun svengri varð hún. Þegar Jactance kom aftur með tréskál, barmafulla af hvítkáli og kjötmat var dvergurinn Barcarole í fylgd með honum. Sá síðarnefndi steypti sér kollhnís og hneigði sig síðan kurteislega fyrir Angelique. Stuttir, sverir fætur hans og stór hatturinn, gerðu hann ennþá afkára- legri. Þó var viss fegurð i risastóru höfði hans. E’f til vill var það þess- vegna, sem Angelique hafði strax fallið hann í geð, þrátt fyrir vansköp- unina. —■ Ég hef á tilfinningunni, að þú sért ekki óánægður með þetta nýja herfang, Calembredaine, sagði hann og drap tittlinga framan í Nich- olas. — En hvað heldurðu að Marquise des Polacks segi? — Haltu kjafti, lús, urraði foringinn. — Hvaða rétt hefur þú til að koma inn í greni mitt? — Ég hef rétt hins trygga þjóns, sem verðskuldar verðlaun! Gleymdu því ekki, að það var ég, sem kom með þetta fallega leikfang, sem þú hefur verið að elta á röndum um alla París í langan tíma. — Og fluttir hana til Saints-Innocents! Það var snjöll hugmynd. Það var hreinasta hundaheppni, að Stóri Coesre tók hana ekki fyrir sjálfan sig, eða Rodogone Egypzki stal henni ekki frá mér. — Það var ekki nema réttmætt, að þú yrðir að vinna til hennar, sagði dvergurinn, sem varð að setja höfuðið aftur á milli herðanna til að sjá framan í Nicholas. — Hverskonar foringi er Það, sem ekki vill berjast fyrir sinni Marquise? Og gleymdu þvi ekki, að Þú hefur ennþá ekki borgað allan heimanmundinn. Eða hefur hann gert Það, stúlka mín? Angelique hafði ekki fylgzt með, því hún var önnum kafin við að borða. Dvergurinn horfði blíðlega á hana. — Bezti hlutinn af grísatánum eru litlu beinin, sagði hann vingjarn- lega. — Það er gott að sjúga þau og gaman að spýta þeim út úr sér. — Hvað meinarðu með því, að heimanmundurinn hafi ekki verið greiddur? spurði Calembredaine, yggldur í bragði. — Hvað um náungann, sem hún þarf að ryðja úr vegi? Rangeygði munkurinn.... Foringinn sneri sér að Angelique. — Er það sat.t? Er það það, sem Þú vilt? Hún hafði flýtt sér einum um of að borða. Nú var hún södd og magn- þrota og teygði úr sér í fletinu. Hún svaraði spurningu Nicholas með lokuðum augum. — Já, það verður að gerast. — Og það er ekki nema réttmætt! hrópaði dvergurinn. — Með blóði skal innsigla brúðkaup flækinganna. Ho, ho, ho! Blóði munks.... Hann hélt áfram að þvaðra, þar til Calembredaine varð ógnþrunginn á svip. Þá hoppaði hann niður stigana. Calembredaine sparkaði skökk- um dyrunum aftur. Hann stóð við endann á furðulegu fletinu og starði lengi’á hana með hendur á lendum. Hún opnaði augun. __ Er það satt, að Þú hafir lengi fylgzt með mér í París? __ Eg vissi um leið og þú komst. Menn mínir eru allsstaðar, og ég fæ strax að vita um alla sem koma til borgarinnar og ég veit betur en þeir sjálfir, hve marga gimsteina þeir eiga og hvernig ég á að komast inn á heimili þeirra, þegar klukkurnar á Place de Gréve slá á miðnætti. E'n þú sást mig í „les Trois Maillets"....

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.