Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.11.1964, Qupperneq 5

Vikan - 19.11.1964, Qupperneq 5
— Það var hræðilegt! muldraði hún og það fór léttur skjálfti um hana. — Hvers vegna hlóstu, þegar þú horfðir á mig? — Vegna þess, að mér var ljóst, að þú myndir brátt verða mín. Hún horfði kuldalega á hann. Svo yppti hún öxlum og geispaði. Hún var ekki hrædd við Nicholas á sama hátt og hún hafði verið hrædd við Calembredaine. Hún hafði alltaf ráðið yfir Nicholas. Það var ekki hægt að óttast mann, sem maður hefur þekkt sem barn. Henni fannst hún stöðugt verða syfjaðri. Hún spurði einnar spurningar enn: — En hversvegna.... hversvegna fórstu frá Monteloup? — Það var þá spurning, hrópaði hann og krosslagði hendurnar á brjóstinu. — Hversvegna? Heldurðu, að mér hafi þótt gaman að eiga það yfir höfði mér, að gamli Guillaume ræki mig i gegn með lensunni sinni? Eftir það, sem gerðist með þig? Ég yfirgaf Monteloup á brúð- kaupsnóttina þina. Hafðirðu líka gleymt þvi? Já, hún hafði líka gleymt því. Bak við augnalokin fékk hún minnið á ný, ásamt lykt af heyi og víni. Hún fann þungann af Nicholasi ofan á sér og mundi hina óþægilegu tilfinningu flýtis og reiði, og þess að eiga eitthvað ógert. — Það lítur sannarlega út fyrir, að ég hafi ekki skipað háan sess í huga þínum, sagði hann beisklega. — Og þú hefur náttúrlega aldrei minnzt min þessi ár? — Auðvitað ekki, sagði hún kæruleysislega. — Ég hafði um annað að hugsa en þjónustufólk. — Meri! hrópaði hann utan við sig. — Gættu þess hvað þú segir. Þjónustufólkið getur orðið að yfirmönnum. Þú ert mín.... Hann var ennþá að æpa, þegar hún sofnaði. 1 stað þess að hræða hana, vakti þessi rödd, þótt ruddaleg væri, notalega öryggistilfinningu. Hann snöggþagnaði. — Sama gamla sagan, sagði hann lágri röddu. — Alveg eins og í gamla daga, þegar þú sofnaðir á mosanum í miðju rifrildi. Jæja, sofðu þá, ljúfan mín. Ég á þig hvort sem er. Er þér kalt? Viltu að ég breiði ofan á þig? Hún hreyfði augnalokin til samþykkis. Hann stóð upp, sótti þykka og fallega klæðisskikkju og lagði hana yfir hana. Svo strauk hann mjög mjúklega yfir enni hennar og það vottaði fyrir lotningu í hreyfing- unni. Þetta herbergi var sérkennilegur staður. Veggirnir voru úr stórum steinum, eins og gömlu svartholin. Það var hringlaga, og eina ljósið, sem barst, var skima, sem kom i gegnum vindauga með rist fyrir. Þarna var krökkt af allskonar hlutum. Frá viðkvæmum speglum í svartvið- arramma og fílabeini, niður í gamalt járnarusl. Verkfæri á borð við hamra og járnkarla, og vopn.... Angelique teygði úr sér. Milli svefns og vöku litaðist hún um í undr- un. Svo rankaði hún við sér og leit í einn spegilinn. 1 speglinum sá hún ókunnugt andlit; andlit fölrar stúlku, með villt starandi augu, augu eins og í ketti, sem fylgist með bráð sinni. Kvöldljósið varpaði ójarð- neskum bjarma á úfið hár hennar. Hún kastaði frá sér speglinum í skelfingu. Þessi kona, með flóttalegt andlit úrhraksins, gat áreiðanlega ekki verið hún! Hvað var að gerast? Af hverju voru svona margir hlut- ir í þessu herbergi? Sverð, pottar, húfur fullar af leikföngum, belti og axlabönd, biævængir, hanzkar, gimsteinar, göngustafir, hljóðfæri, hita- kanna, hrúgur af höttum og Þó framar öllu öðru, yfirhafnir, sem mynd- uðu fletið, sem hún hafði sofið í. Eitt einasta húsgagn, fínleg drag- kista frá Vestur-Indíum, virtist eins og úr öðrum heimi, innan þessarra röku veggja. Hún fann eitthvað hart undir belti sinu. Hún tók í leöurskeiöarnar og drá fram langan, frammjókkandi rýting. Hvar hafði hún séð þennan rýting? Það var í einhverri djúpri og hræðilegri martröð, meðan tungl- ið glampaði á hauskúpurnar. Maðurinn með dökku húðina hafði haldið honum í hendi sinni. Svo féll rýtingurinn og Angelique hafði tekið hann upp úr aurnum, meðan mennirnir tveir glímdu og veltust um jörðina. Þannig komst rýtingur Rodogone Egypzka í hendur hennar. Hún stakk rýtingnum aftur í skeiðarnar og stakk hvorutveggja undir blússuna sína. Hugur hennar var fullur af annarlegum hugmyndum. Nicholas. Hvar var Nicholas? Hún þaut að glugganum. Milli riml- anna sá hún glitra á Signu, sá leirbrúnt vatnið, bátana og ferjurnar undir skýjuðum himni. Á hinum endanum sá hún i kvöldskímunni Tuil- eries og Louvre. Þessi sjón, tengd hennar fyrra lífi, olli henni taugaáfalli og fullviss- aði hana um, að hún væri brjáluð. Nicholas! Hvar var Nicholas? Hún þaut til dyranna. Hún komst að þvi, að Þær voru lokaðar og tvílæstar. Hún barði æðisgengið á þykka hurðina, æpti, kallaði á Nicho- las, klóraði með nöglunum í þykkan viðinn. Það heyrðist hringla í lyklum og rauðnefjaður maður kom í gætt- ina. — Hvern andskotann ertu að öskra, Marquise? spurði Jactance. —■ Hversvegna voru þessar dyr læstar? — Það veit ég ekki. — Hvar er Nicholas? — Það veit ég ekki Hann starði á hana. Svo herti hann sig upp — Komdu niður og littu á strákana. Það hressir þig kannske svolítið. Hún fylgdi honum niður snúinn steinstigann, sem var dimmur og rak- ur. Á móti henni barst sihækkandi ómurinn af hrópum, hlátrasköllum og barnsgráti. Að lokum kom hún inn í stóra hvelfingu, þar sem sundurleitur hópur var saman kominn. Hún sá Trjábotn á stóru borði eins og kjötbita á diski. 1 hinum enda hvelfingarinnar logaði eldur og þar sat Léttfótur og horfði á eitthvað sjóða í potti. Stórvaxin kona var að reyta önd. Önnur yngri kona hélt á hálfnöktu barni milli hnjánna og var niður- sokkin í þá óskemmtilegu iðju að aflúsa barnið. Um allt stráþakið steingólfið voru tötrum klæddar kerlingar og karlar og óhrein illa búin börn í áköfum bardaga við hundana um matarleyfarnar. Nokkrir sátu á gömlum tunnum umhverfis borðið, spiluðu á spil eða reyktu meðan þeir drukku. Þegar Angelique kom inn, beindust allra augu að henni og samkund- an hljóðnaði nokkurn veginn. — Komdu inn, stúlka mín, sagði Trjábotn og gerði hátíðlega handa- hreyfingu. — Þú ert kona foringja okkar, Calembredaine. Við munum Framhald á bls. 22. Nú er tíminn til að gera jólainnkaupin. Landsins mesta úrval snyrtivara: Clairol - háralitur Lanolin Plus - snyrtivörur Hazel Bishop - snyrtivörur Misslyn - naglalökk Toulon - shampoo Orlane - snyrtivörur Westmore - varalitir Invite -snyrtivörur Belair - snyrtivörur Hárlökk - margar tegundir VIKAN 47. tbl. — g

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.