Vikan


Vikan - 19.11.1964, Side 7

Vikan - 19.11.1964, Side 7
nema það séu leigubílar. Þeim gef ég aldrei „sjens“ af þeirri einföldu ástæðu, að ég stend þá að því á hverjum degi að „svína“ í umferðinni. Eru þessi pricip verjandi eða óverjandi? Bjössi á mjólkurbílnum. — — — Á það munum við alls ekki leggja neinn dóm, því það er eins og þú réttilega segir, að hér kemur til greina siðferðis- tilfinning hvers og eins. Hins vegar er nokkurn veginn víst, að þú mundir fá nokkuð marga til að taka undir þessa skoðun. 1 hinu fyrrnefnda tilfellinu vegna þess að margir telja þessa þumal- puttaferðalanga fremur óæski- lega þróun í ferðamálunum og leiðindaskarfa þar að auki. Hvað leigubílstjórana áhrærir, þá er nú vafalaust rangt að draga sauði og hafra í sama dilk, en það er ævinlega svo, að örfáir tillitslausir ribbaldar geta kom- ið óorði á heila stétt. Mætti þetta bréf þitt, Bjössi, verða til þess að þeir -— ef einhverjir eru — bættu ráð sitt. HVAÐ ER „1. FLOKKS" HÓTEL? Til Vikunnar, Reykjavík. Ég fór til útlanda í sumar, með hópferð frá einni ferðaskrifstof- unni hér í Reykjavík. Ég skemmti mér ágætlega og skipulagning ferðarinnar var góð og allt stóðst með prýði — nema einn hlutur að mínu áliti. Það var auglýst og fullyrt við okkur, að gistihúsin sem við yrð- um á, væru fyrsta flokks í alla staði og á góðum stað. Ég reikn- aði þess vegna með því að vera á hálfgerðum lúxusstað. En ég varð illilega fyrir vonbrigðum þegar til kom. Gistihúsið var langt frá hjarta borgarinnar, og að mnu áliti var það aðeins það sem kalla mætti þokklegt. Alls ekki meira, og jafnvel varla það. Ekkert sal- erni né bað í herberginu, gömul og slitin húsgögn, borð og stóll, enginn sími, ekkert útvarp og sneri út að bakhlið hússins. Hvað finnst þér, Póstur? Gunnhildur. ---------Þetta er atriði, sem dá- lítið erfitt er að meta. Það sem þér finnst fyrir neðan allar hell- ur, getur öðrum þótt gott, og ef þú hefðir farið að kvarta, er ekki að vita nema ferðaskrifstof- an hefði getað bent þér á álit annarra eða opinberar athugan- ir, sem segja að þetta gistihús sé i fyrsta flckki og kannske vel það. Samt er ég á þeirri skoðun, að sumar ferðaskrifstofur hér heima geri of lítið í því að tryggja að gistihúsin séu nógu góð, — og það er ekki ávallt þeim að kenna, því þær eru Iíka blekkt- ar. Ef vel væri, ættu þær að senda menn til að skoða gistihús- in, því það er vitað mál að fólk, sem leggur miklar fjárhæðir í erlend ferðalög í sumarfríinu sínu, vill fá alveg fyrsta flokks gistihús á meðan á lúxusnum stendur. Vafalaust stendur þetta til bóta, eftir því sem ferðaskrif- stofumenn kynnast betur þeim gistihúsum, sem þeir hafa völ á, en rétt er að fullvissa sig um það áður en farið er í ferðina, að gistihúsið fullnægi þeim kröf- um, sem maður gerir til þess. TELDU DRYKKINA NÆST. Kæra Vika! Eina helgina fór ég að skemmta mér á þekktu veitinga- og sam- komuhúsi í Reykjavík. Við vor- ur fjögur saman og fórum held- ur frjálslega meÖ drykkina í þetta sinn, án þess þó að nokk- ur lenti undir borðinu. Svo kom þjónninn með reikninginn og ég held að mér sé óhætt að full- yrða, að hann hafi bætt tveimur sjússum á hvert okkar. Ég borg- aði möglunarlaust, en hefði ég kannski átt að gera hávaða? Eða er þetta ekki svínarí? Kær kveðja, Einn úr borginni. ---------Jú, ef það er rétt, þá er það svínarí, en hins vegar hefur líklega verið ómögulegt fyrir þig að sanna þetta og þess vegna ekkert um annað að gera en borga. Teldu drykkina næst til vonar og vara. Það eru fleiri en þú, sem hafa kvartað yfir þessu og talsverður orðrómur er um, að þetta sé eitthvað „prakti- serað“ á einum stað að minnsta kosti. Það er fjári hart að þurfa að standa í bókhaldi og endur- skoðun, þegar verið er að skemmta sér og að „gera hávaða“ á eftir er alveg afleit lausn. Ekta silki-fegrunarmeðul Hún er stúlkan, sem notar silki næst húðinni . . . svo hún fær töfrandi lióma . . . Ekta silki andlitspúður . . . Silki dagkrem og silki MINUTE MAKE UP (hún tekur það auðvitað með sér hvert sem hún fer). Aðeins silki þekur svo dósamlega. N Ú I NÝJUM HYLKJUM Stórkostlegt litaúrval Skýrar og eðlilegar varalínur Hinn nýi tízku varalitur fró Helene Rubin- stein er lengri og grennri en annar vara- litur, sem þér hafið óður notað. Árangurinn — þér fóið fullkomnari línur og mjúka óferð ó varir yðar með aðeins einni yfirferð! Reynið hina ný|u tlzkuliti. VIKAN 47. tbl. — rj

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.