Vikan


Vikan - 19.11.1964, Side 10

Vikan - 19.11.1964, Side 10
Fornaldarfólk klæddi sig ekki til þess aS útiloka kulda né til aS halda ó sér hita. Þar réSi heldur ekki nein blygSunarkennd, þannig aS veriS væri aS dylja kyneinkennin. Fólk klæddist örsmóum plöggum TIL ÞESS AÐ VEKJA Á SÉR ATHYGLI. í kjölfar þessarar smótæku byrjunar þróaS- ist svo saga klæSnaSarins, og hún er rík af ótrúlegustu hugmyndum. Sú saga fer ekki eftir neinum lögmóium, hún er einstaklingsbundin og frumleg, en samt ber hún alltaf einhver merki síns tíma. Enn eru mörg atriði úr grárri forneskiu, sem okkur eru ókunn og hulin myrkri. Við þekkjum mörg hellismálverk og höfum fundið ýmsa hluti, sem eru mikilvægar heimildir um fatnað á þeim tím- um. Miaðmasnúra er sjálfsagt elzta plaggið, sem við þekkium, og kon- ur ísaldarinnar skreyttu sig með léttúðugu bakstykki. Það flagraði æsandi framan í biðilinn í elting- arleiknum, áður en hún lét hann ná sér og draga sig að hellinum, sem varð framtíðarheimili þeirra. En það var ekki auðvelt að afla fæðu fyrir alla soltnu munnana heima, vopnin voru vanmáttug en villidýrin sterk. Þess vegna fann einhver skynsamur maður upp á því, að vefia sig inn í dýraskinn, svo að hann líktist sjálfur dýri. Þá varð veiðin auðveldari, og ef til vill hefur það einnig veitt hon- um sjálfum meira öryggi og vernd. Skinnið af höfðinu varð að hettu, framlappirnar að ermum ... Ur þessu dulargervi varð úlpusniðið til, síðan skyrtan, jakkinn og frakk- inn. Hreindýraveiðimennirnir og fjöl- skyldur þeirra klæddust skinnföt- um og konurnar notuðu beinnálar með gati fyrir saumnálar, og sin- ar höfðu þær sem þráð. Næsta skref var svo barkarfötin. Bastlagið í friáberkinum var þá bleytt upp í vatni og barið með trékylfum, þar til úr varð pappírs- kennt efni. Navajo Indíánarnir í Ameríku notuðu t.d. vaxkennda legginn af klettarósinni í bleyjur, sem dugðu í eitt skipti, og enn er þessi planta oft kölluð „Barnabux- ur." Neyðin kennir naktri konu að spinna. Daglega hnýtum við hnúta, en hugsum siálfsagt aldrei um það, að þessi litla athöfn er ein af mestu uppgötvunum mannkynsins, jafnmikilvæg og eldurinn og hjól- ið. Konurnar náðu sér í efni úr grasi og öðrum gróðri, byrjuðu að flétta þetta og brátt varð fléttun- in að vefnaði. Hnútarnir voru hnýtt- ir á sama hátt og fiskinetin eru hnýtt enn þann dag í dag. Þar kom, að skinnið varð að víkia fyrir klæði. Hvenær og hvar það var « I or vitum við ekki, en það var áður en sögur hófust. Egyptar trúðu því, að gyðia nokkur hefði fundið upp vefnaðinn, en sjálfir gerðu þeir vefnaðinn að listgrein. Fund- izt hafa hörefni í egypskum gröf- um, sem hafa 160x120 þræði í hverri kvaðraftommu. Sé það bor- ið saman við nútíma vasaklút, sem hefur 100 þræði í hverri tommu, sést það glöggt, hve langt hinir fornu Egyptar voru komnir á þessu sviði. Dýraskinnið varð nú fatnaður, sem notaður var við sérstök til- efni. Faraó kom fram með skott af dýri, og leopardaskinnið varð tákn um virðingu prestanna, þar sem Faraó var æðstiprestur. Lendabeltið varð að lendaklæði, og smám sam- an urðu þessi föt úr fínna og fínna efni. Konungsfötin voru gerð úr gullefni, en hráefnið í það kom úr trefjaþráðum stórs skeldýrs „Pinna Marina". Það var gyllt í mörgum litbrigðum og miög fal- legt Flest af því, sem við vitum um fatnað Egypta höfum við frá veggmyndum þeirra og höggmynd- um. Orðið silki kemur fyrst fyrir JQ — VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.