Vikan


Vikan - 19.11.1964, Side 11

Vikan - 19.11.1964, Side 11
ÖrlítiS, fléttað skjört konunnar og bakstykki karlmannsins — það voru fyrstu fötin. Konurnar klæddust „ofnu lofti“. Kvenmannsfatnaður frá Egyptalandi. Egypzkur prestur í leopardaskinni. Hringabrynja og hjálmur var hermönnunum nauðsynlegt. í rituðu máli á fyrstu öld eftir Krist, þar sem Cleopötru er lýst. En sumt sem skrifað hefur verið á sanskrit gefur til kynna, að silki hafi verið búið til í Indlandi þegar 4000 árum fyrir Kristsburð. Egypt- ar geta því hafa þekkt silki löngu áður en Cleopatra var uppi. Konuklæði voru líka gerð úr efnisbút, en hann var ökklasíður og þröngur og haldið uppi með hlýrum yfir axlirnar. Egyptar vildu hafa hreinar og einfaldar línur, og hinn strangi egypzki stíll hélzt óbreyttur í 3000 ár, eða til veldis- tíma Cleopötru. Þegar hún dó 31 f. Kr. var Egyptaland innlimað í rómvzerska ríkið og þá komu grísku áhrifin í Ijós á klæðaburð- inn. En þau náðu aðeins til hærri stéttanna, egypzki bóndinn klædd- ist enn um langan aldur lenda- klæði. Hellenar vildu líka hafa allt í röð og reglu, og þess vegna voru föt þeirra eins einföld og hugsazt gat. Þeir gengu gjarnan naktir, að minnsta kosti heima hjá sér og á íþróttavöllunum . . . Bæru þeir föt, sveipuðu þeir sig inn í efnið. Karl- mennirnir notuðu slá, annað hvort eina fata eða með stuttu pilsi inn- an undir. Konurnar saumuðu oft sitt stykki saman, þannig að þær gátu látið það falla um sig. Svo bretíu þær efsta hlutanum niður, festu hann saman á öxlinni og þar var kominn bæði hentugur og fallegur klæðnaður. í upphafi sváfu bæði karlmenn og konur í þessum slám, og báru þannig föt sín eins og hulstur nótt og dag. Þegar Rómverjar komust í fremstu röð, varð gríski klæðnað- urinn fyrirmynd þeirra. „OfiS loft." Rómverska konan klæddist kyrtli, yfir honum bar hún langsjal og loks slá, ef hún fór út. Sláin var sett yfir höfuðið, eða höfuðið var hulið með slöri. Maðurinn notaði líka kyrtil innstan fata, og verka- menn og þrælar áttu ekkert annað. En rómverskir borgarar klæddust skikkju, sem gerð var úr miklu efni, sem var látið falla á listræn- an og vandasaman hátt og varð þannig að glæsilegum fatnaði og Framhald á bls. 39. VIKAN 47. tbl. — -Q

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.