Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.11.1964, Qupperneq 13

Vikan - 19.11.1964, Qupperneq 13
skýrsluna, þrjótíu síður, guð minn, hvað mig var farið að verkja í bakið! Og þegar hann só að klukkan var orðin meira en tíú, sagði hann við mig . . . — Hvað sagði hann við þig? greip hann hranalega fram í. — Hann sagði sem svo: Hafið engar áhyggjur, signorina, ég er þegar búinn að segja bílstjóranum að aka yður heim. Ég gekk ein niður. Það ætti dyravörðurinn að geta sagt þér, því að hann sagði bílstjór- anum að flýta sér til baka til að ná í verk- fræðinginn. Skilurðu nú? Ertu nú sannfærð- ur? spurði ég hann og brosti. Mario virti mig ekki svars. Hann hélt áfram að stara á mig þessu stjarfa og hræði- lega augnaráði og stjáklaði jafnframt til og frá. Ég var dauðhrædd um að hann myndi rjúka á mig þá og þegar. Hann drepur mig, hugsaði ég. Og ég var hræddari við blöðin og hneyksli en að deyja. — Þetta er dagsatt, fullyrti ég og reyndi bæði með augnatilliti og raddbeitingu að sannfæra hann um sakleysi mitt. Bílstjór- inn á sjö börn, hann er fjölskyldufaðir, þú hefur svo oft hitt hann. Hvers vegna ertu eiginlega svona afbrýðissamur? Mario steinþagði. Hann var náhvltur í framan og ég fann að ég yrði að halda áfram að tala, því annars mátti Guð vita hvað fyrir gæti komið. — Hann far fram í og ég aftur I, hélt ég áfram. — Og við töluðum ekkert saman, ekki svo mikið sem eitt einasta orS. Jú, annars, auðvitað, allt í einu sagði hann sem svo: Hvílíkur vinnutími, aumingja signorina. Dóttir mín er á námskeiði í hraðritun, í árslokin tekur hún próf, en ég get ekki hugsað til þess að hún þurfi að strita svona. — O, en hvað ég trúi því vel, andvarp- aði ég. — Ég var svo þreytt, að þegar við komum að hliðinu hjá mér og hann opnaði fyrir mér bíldyrnar eins og ég væri hefðar- dama, langaði mig bara ekkert að fara út. Bara að ég hefði aldrei sagt þetta! Mario löðrungaði mig í annað sinn og hið þriðja, svo að blóðið tók að streyma úr nösunum. Ég fann það renna niður yfir varirnar, heitt og slímkennt, og ég blygðaðist mín fyrir þeim sem framhjá gengu. — Réttu mér vasaklútinn þinn, bað ég. Og ég þrýsti klútnum upp að nösunum og hallaðist svo upp að brjóstvörninni. Hvað hef ég eiginlega gert af mér? spurði ég sjálfa mig ( hljóði og horfði niður I fljótsstrauminn, sem margir enduðu með að drekkja sér (. Mario stillti sér upp við hlið- ina á mér, en ég vissi að hann gerði það aðeins til að vegfarendur færu ekki að veita okkur athygli. Og svo að ég skyldi ekki halda að honum væri að renna reiðin, lamdi hann hnefanum í brjóstvörnina, snöggt og fólskulega. — En hvað hef ég gert, Mario? hvíslaði ég þegar ég kom upp orði fyrir snökkti. Jafnframt var mér það í hug að lífið er stöðugum breytingum undirorpið; ég var falleg og glaðlynd stúlka, ég var fersk og heilbrigð og fegin að geta unnið og vera trúlofuð Mario, myndarlegum, ungum manni, sem allar vinkonur mínar öfunduðu mig af; og nú stóð ég hér og starði út á fljótið, full örvæntingar vegna þess að ég var að- eins nítján ára og átti því svo langt líf framundan. — Þú veizt víst sjálf hvað þú hefur gert, sagði Mario og röddin var eins og svipu- högg. — Þú heldur að þú sleppir af því að fólk er nálægt, en þar skjátlast þér. Þú þekk- ir mig ekki. Ég heyrði einhvern gráta fyrir aftan okk- ur. Það var lítill drengur, sem foreldrarnir drógu með sér. Móðirin þuldi yfir honum ýmsar ógnanir, en til einskis, unz hún sagði: — Nú hættir þú að gráta, því annars fer ég frá þér. Og þá steinþagnaði hann. Ég hugleiddi hvers vegna fólk, sem kannski er dauðhrætt við annað fólk, er þó miklu hrædd- ari við einsemdina. Ég var í rauninni dauð- skelkuð við tóninn í rödd Marios og það, sem hann kynni að boða, en sízt af öllu gat ég til þess hugsað, að hann hlypist á brott og skyldi mig eftir eina. Ég leit upp og vonaði að það hætti að blæða úr nefinu, og ég sá himin, sem var alþakinn skýjum; brýrnar sem upplýstir sporvagnarn- ir fóru yfir voru langt í burtu. Ef Mario yfirgæfi mig, skyldi ég hlaupa á eftir hon- um, grípa dauðahaldi í handlegg hans og láta hann draga mig á eftir sér eins og druslu. — Jæja, svo að þig langaði ekkert til að fara út úr bílnum, endurtók Mario illsku- lega. Og svo sat ég heima eins og hver annars asni og beið eftir hringingu frá þér! Bíddu bara, væna mín, síðasta föstudag varstu líka á skrifstofunni framundir klukk- an ellefu. — Þá tók ég strætisvagn, útskýrði ég. Og það lá við að ég bæðist afsökunar á því að hafa haft það svo þægilegt í bílnum kvöldið áður. — Þú ert á uppleið, sagði hann. [ næstu viku verður það verkfræðingurinn sjálfur, sem fylgir þér heim. En þá mölbrýt ég á þér hausinn. Það er þér óhætt að segja honum. Og á honum líka. Ég sór og sárt við lagði að svoleiðis skyldi aldrei koma fyrir. Ég lofaði jafnvel að neita að vinna yfirvinnu framvegis. Bara að verk- fræðingurinn segi mér þá ekki upp og reki mig út, hélt ég áfram. — Nú, setjum svo að hann reki þig, sagði hann og neyddi mig til að horfast í augu við sig. Hvað gerirðu þá? Þú svarar ekki? Hann hafði læst krumlunum um báða handleggina á mér og hristi mig nú svo ofsalega, að mér fannst ég vera að hrökkva úr hálsliðunum. Alblóðugur vasa- klúturinn féll úr hendi mér. Ég horfði á blóðið og afmyndað andlit Marios, svo ungt sem það var; við vorum bæði ung og þó varð ég að gera mér það að góðu að vera lamin utanundir á Lungotevere, rétt eins og einhver pæja. Ég sá sjálfa mig í anda í sjúkrahúsi og Mario í hegningarvinnu. — Svaraðu, hvæsti hann. Ég var á báðum áttum; ég var hrædd við mömmu, sem beið eftir kaupinu mínu og ég var hrædd við Mario. Þessi furðulega hræðsla tengdi okkur saman, veikleiki, sem var okkur sameiginlegur eins og aldurinn og gerði okkur varnarlaus gagnvart öllum þeim góðu og vondu máttarvöldum, sem við komumst í kast við í fyrsta skipti. Ég hafði fengið sönnun þess kvöldin áður, þeg- ar við hvíldum saman á myrku engi og ég flýði frá honum í örvæntingu, þar eð ég skildi að jafnvel hamingjan lagði háska- legar gildrur fyrir okkur. Ég lofaði honum að hrista mig, veitti enga mótspyrnu, og hann sagði grimmdar- lega hvað eftir annað: — Svona, reyndu nú að ákveða þig. Hvað myndirðu gera ef hann hótaði að reka þig? Ég horfði á hann hrædd og sagði ekk- ert. Og þegar hann hóf upp handlegginn æpti ég: — Ég er svo hrædd! Svo fór ég að gráta. Ég veit í rauninni ekki, hvernig það skeði, en allt í einu var ég í örmum hans og skýldi andlitinu við brjóst hans. Hann strauk mér um hárið og axlirnar, en þessi blíðuatlot voru einhvernveginn hranaleg, rétt eins og þau væru aðeins framhald af barsmíðinni. Jafnframt hvíslaði hann ein- hverju að mér — guð veit hverju — hlýj- um og ástúðlegum málrómi og ég hugsaði: Hann fyrirgefur mér, það eitt er öruggt. Það var svo að sjá, að aumingjaskapur minn hefði komið honum til að taka mildum höndum á broti því, er ég hafði að hans dómi framið. Hann var Ijúfur eins og lamb, og það var svo að sjá að honum væri annt um að sannfæra mig um, að honum hefði verið nauðugur einn kostur að grípa til ofbeldis. — Var ég vondur við þig? spurði hann blíðlega og leit á vasaklútinn, sem var al- rauður af blóði. — Það er búið núna, svaraði ég bros- andi og stakk klútnum í vasann, hróðug yfir því hvað eðallynd ég var og fljót að fyrirgefa. Mig verkjaði í höfuðið og leið í rauninni sárilla, en engu að síður var ég innilega stolt yfir því að karlmaður skyldi hafa gengið slíkan bersersksgang mín vegna. — Ég er kvikindi, kvikindi, sagði Mario hvað eftir annað. Líður þér nú vel? Eigum við að skreppa í lyfjabúð? Ég hristi höfuðið, sem enn hvíldist upp við öxl hans. — Ég er afbrýðissamur, viðurkenndi hann. Það ólgar og sýður í mér þegar ég stend og b!ð eftir þér, og ég er hræddur um að þú Ijúgir mig fullan. — Ljúgi? tók ég móðguð fram í fyrir honum. — Nei-nei, nei-nei, engillinn minn, elskan mín, flýtti hann sér að segja og strauk mér yfir ennnið. En þú ert svo falleg, það sjá allir. Ég er svo hræddur um að ég missi þig. Þú mátt ekki fara inn í bílinn og vera ein með þessum náunga. — En hann lítur ekki einu sinni á mig! hrópaði ég upp yfir mig. — Það getur ekki verið. Kannski þú viljir ekki minnast á það við mig, nema þá að þú takir ekki eftir því, en allir karlmenn snúa sér við, þegar þú gengur framhjá. Hann hlýtur þá að vera blindur. — Þá segjum við að hann sé það, sam- sinnti ég. Hve oft á ég eiginlega að þurfa að segja þér, að hann er næstum tuttugu árum eldri en ég? Ég hló, og eftir augnabliks hik hló hann líka. Við vorum hamingjusöm. — Bráðum giftum við okkur, sagði ég. Og þá hættir þú að verða afbrýðissamur. — Bráðum? endurtók hann og svipurinn varð þyngri. Þú getur reiknað með þriggja ára bið að minnsta kosti. — Hvað eru þrjú ár? sagði ég. Nítján og þrjú, það verða tuttugu og tvö. Heldur þú ekki, að við verðum ennþá ung eftir þrjú ár? Við þrýstum hvort annað og nutum æsku okkar eins og hún væri að storka okkur. Og það var líka æskan, sem gerði það að verkum, að ég var alltaf veik á svellinu gagnvart öryggi annarra, þeirra sem alltaf sögðu við mig: — Þú ert ung, hvað þykist þú skilja? Við sjáum nú til. Og þetta var alltaf sagt í málrómi, sem var þrunginn hótunum. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu var ég stöðugt gagntekin hræðslu við að ég hefði framið Framhald á bls. 39. VIKAN 47. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.