Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.11.1964, Qupperneq 15

Vikan - 19.11.1964, Qupperneq 15
Aratugum saman virðist sáralítil þróun hafa orðið í byggingatækni á íslandi og þó hefur verið byggt meira þessi ár en nokkru sinni áður. [ fiskveiðum og fisk- vinnslu, landbúnaði, iðnaði og jafnvel í venjulegum skrifstofurekstri hefur tækninni fleygt svo fram, að flestöll tæki, sem notuð voru fyrir fimm eða tíu árum, eru nú ger- samlega úrelt. En svo undarlega ber við, að það er því líkast sem tæknin og bygg- ingariðnaðurinn hafi litla samleið átt. Enn í dag er steypumótum potað upp spýtu fyrir spýtu og síðan eru þau tínd niður spýtu fyrir spýtu. Og ekki nóg með það, heidur verður að múrhúða veggina með handafli báðum megin á eftir: Fyrst að grófhúða, síðan að fínhúða, síðan að olíubera fín- Þa3 þarf aðeins að festa holplöturnar í gólf og loft, festa þær saman og lakka og þá er milliveggurinn kom- inn. Hér er holplötubútur úr pressuð- um spæni, spónlagður með abachi. Fermetrinn í þesskonar plötum kostar 270 krónur. húðunina, síðan að slípa veggina með steini, síðan að grunna hann og loks nokkrar um- ferðir með málningu. Allt saman handvinna. Það er einungis við það að koma steyp- unni í mótin, sem véltækni hefur verið kom- ið við, en samkeppni virðist of lítil á því sviði og margir kvarta undan því, að stein- steypa sé óheyrilega dýr. Á undanförnum árum hefur allmikill harmagrátur heyrzt af þessum ástæðum og menn segja, að byggingarkostnaður sé allt- of hár, en fáar og smáar tilraunir hafa ver- ið gerðar til að lækka hann. Að vísu heyrð- izt minnzt á innflutt plasthús í sumar, sem enn eru óreyndur hlutur með öllu og það mætti einnig geta um byggingarhlutaverk- smiðjuna í Kópavogi, sem hætti af einhverj- um ástæðum og „Sigurlinnahúsin" svonefndu I Garðahreppi. Þar með er líka flest upp talið. Að vísu hafa verið gerðar merkar til- raunir á einu og einu húsi eins og stundum hefur verið sagt frá hér í þessum þætti. Vegna alls þessa má búast við því, að það þyki nokkur tíðindi, þegar komnar eru á markaðinn spónlagðar trjákvoðuplötur til notkunar ( milliveggi. Þegar þetta er skrif- að, hefur eitt hús verið byggt með skil- veggjum úr þessum plötum. Eg kom í þetta hús til þess að sjá plöturnar upp komnar og átti tal við manninn, sem á og byggði húsið. Plöturnar eru 5 cm á þykkt úr pressuðum spæni, framleiddar í Noregi, en ísplast h.f. flytur þær inn. Eftir plötunum endilöngum eru boruð þriggja cm víð göt og einn og hálfur cm á milli gata. Af þeim ástæðum hafa þær verið kallaðar hólplötur. Hæð þeirra er venjuleg lofthæð, 2,50 m, en breiddin 1,24 m. Hblploturnar eru einnig fáanlegar í fjögurra cm þykkt og það er -O Efst: Mismunandi festingar á hol- plötum í gólf og loft. Platan kemur á jafn þykkan lista i lofti og á gólfi, er límd föst viS hann og listar látnir utan á til styrktar. B: Mjórri listi en platan, límt á sama hátt og notaður plast-gólf listi. I miðju sjást samsetningar á plöt- unurn. Falin samskeyti með fjöSur í miðju, þá fjöður og listar yfir sam- skeytum og loks tvær gerðir af sam- setningu með sýnilegri fjöður og misdjúpri rauf. Neðst: Fjórar gerðir af dyrakörm- um til þess að fella á holplötur. í sumum tilfellum nægilegt, einkum þar sem ekki þarf að hljóðeinangra milli herbergja. Hljóðein- angrun holplötuveggja er aðeins minni en hlað- inna og múrhúðaðra veggja, en litlu munar á hljóðburði, ef götin eru fyllt með sandi. í göt- in eru annars látnar þær leiðslur, sem með þarf; í húsi því í Garðahreppi, sem ég skoðaði, hafði verið dreginn plastbarki í götin fyrir rafleiðslur. Þegar um langt vegghaf er að ræða, er betra að setja 3,4 tommu rör með svo sem meters milli- bili gegnum plöturnar og festa rörin bæði í loft og gólf. Þar með verður veggurinn eins stinnur og æskilegt er, en naglhald og burðarþol plat- anna virðist með ágætum. Venjulegar Hansahillur hafa verið festar upp á holplötuveggi með góðum árangri. Ýmsar leiðir eru til við festingar á holplötun- um í gólf og loft, en meðfylgjandi teikning gef- ur hugmynd um eina lausn á því máli. Sama er að segja um samskeytin. í Noregi mun það tíðk- ast að spónleggja kanta platanna, fræsa ( þær nót og fella í fjöður, sem heldur þeim saman. Holþlöturnar er hægt að fá spónlagðar með ýmsum viðartegundum, svo sem abachi, limba (mjög líkt eik), mahogny, hnotu, rauðbeyki, furu, harðfuru, eik, ask og tekki. Af þessum viðarteg- undum er abachi ódýrast og hafði það verið not- að á plöturnar í húsi því sem ég sá. Eftir því sem næst verður komizt kostar milliveggur úr vikur- plötum, múraður og málaður, nærri 500 kr. á fermetra. Holplötuveggur kostar hins vegar að- eins 270 krónur á fermetra, óuppsettur, en smið- urinn, sem smíðaði fyrrgreint hús ! Garðahreppi, tjáði mér, að uppsetning væri einstaklega fljót- leg. (limba kostar 288 kr. á fermeter, fura 357 kr., eik 387 kr., askur 407 kr. og tekk 439 kr.). Hann taldi, að það væri auðvelt að setja upp milli- veggi í meðalstórt einbýlishús á einum degi með litlum vinnukrafti. Þegar plöturnar eru komnar upp, þarf aðeins að lakka þær. Hurðir má hafa úr sama efni og þá eru þær af sömu þykkt og veggirnir, en karmurinn er þá látinn grípa lítið eitt út fyrir. Þó er líklegt, að holplöturnar séu helzt til þungar í hurðir. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd úr þessu holplötuhúsi í Garðahreppi þá er parket í gólfum og viðarklæðning ( loftum. Það er hvorttveggja frá þessu sama fyrirtæki, innflutt frá Noregi. Þess eru mörg dæmi, að fólk hefur orðið í vandræðum með parketgólf, ekki sízt vegna þess, að mjóir kvenhælar hafa vilja marka djúp för í það. Nú þykir ekki æskilegt að þurfa yfirleitt að biðja fólk að draga skó af fótum sér, þegar gesti ber að garði. Af þessum sökum hafa margir horfið frá því að nota parket í gólf. I Garðahreppshúsinu var Belinga parket; það er sérstakur harðviður, sem ekki breytir sér og þykir sterkur. Hann var lakkaður með sérstaklega tilbúnu lakki frá Málningu h.f. í Kópavogi og hvort það var lakkinu að þakka eða viðnum, þá var það staðreynd, að mjóir kvenhælar höfðu ekki minnstu áhrif. Sú aðferð var höfð við gólfið, að ekki var lagt f gólfið, sem kallað er, heldur byggði smiðurinn grind ofan á plötuna og þiljaði undir parketið með timbri og trétexi. Parketgólfið er á liðlega 100 fermetra fleti og kostaði með allri vinnu og efni um 53 þúsund krónur. Það óhapp vildi til skömmu eftir að lokið var við gólfið, að húsið flæddi. En það hafði ekki nein áhrif á gólf- ið, var mér sagt og ég gat heldur ekki séð nein merki þess. Ur þeim viðartegundum, sem áður voru taldar í sambandi við holplöturnar, eru einnig fáanleg- ar þunnar plötur til klæðninga á útveggi og sömu- leiðis panill í ýmsum breiddum. í þessu umrædda húsi höfðu þess konar plötur verið notaðar í loft- in og fór prýðilega. Það er að sjálfsögðu smekks- atriði, en mér finnst jafnan timburhús hafa ein- hvern þokka umfram steinsteypt hús. Gísli. VIKAN 47. tbl. — Jg

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.