Vikan


Vikan - 19.11.1964, Page 22

Vikan - 19.11.1964, Page 22
Framhald af bls. 5. sýna þér virðingu. Komdu. Rýmið þið til, strákar, svo Marquise komist fyrir! Einn reykingamannanna ýtti við nágranna sínum með olnboganum. — Þetta er þokkaleg hnáta. Hin gekk til Angelique og tók undir höku hennar með hreyfingu, sem var bæði vingjarnleg og frökk. — Ég er Fallegi Strákurinn, sagði hann. Hún sló reiðilega á hönd hans. — Það er smekksatriði. Hláturgusan barst um alla hvelfinguna. — Þú misskilur þetta, sagði Trjábotn og hikstaði af hlátri. — Hann heitir þetta. Hann heitir Fallegi Strákurinn. Það er það, sem hann er kallaður. Jactance, gefðu merinni eitthvað að drekka. Mér líst vel á hana. Einhver setti hálftæmt glas fyrir hana. Á glasinu var skjaldarmerki einhvers markgreifa, sem hópur Calembredaines hlaut að hafa heim- sótt einhverntíma á dimmri nóttu. Jactance fyllti það á barma af rauð- víni og gekk svo á röðina og fyllti glösin hjá hinum. — Skál, Marquise! Hvað heitirðu? — Angelique. Hás ruddalegur hlátur glæpamannanna brauzt út á ný undir hvolf- þakinu. — Þetta var nú það bezta! Angelique!.... Ha, ha, ha! Engill! Það var sniðugt! Aldrei hef ég vitað annað eins!.... En hversvegna ekki? Þegar allt kerriur til alls, erum við þá ekki englar líka? Or því hún er okkar Marquise! Skál! Marquise des Anges. Hlátrasköllin ómuðu eins og æðisgenginn trommuleikur allt i kringum hana. — Skál, Marquise! Áfram, drekktu! En hún sat grafkyrr og horfði á skuggaleg, skeggjuð og illa rökuð andlitin í kringum sig. — Drekktu, stúlka mín! hrópaði Trjábotn með sinni hræðilegu rödd. Hún leit á skrímslið án þess að svara. Það varð ógnandi Þögn, svo andvarpaði Trjábotn og leit á hina dapur i bragði. — Hún vill ekki drekka! Hvað er að henni? — Hvað er að henni? endurtóku allir hinir í kór. — Fallegi Strákur, þú veizt allt um konur, reyndu að gera eitthvað. Fallegi Strákur yppti öxlunum. —■ Rottuhópur, sagði hann hrokafullur. — Eruð þið svo blindir, að þið sjáið ekki að þið getið ekki tamið þessa með því að öskra á hana? Hann settist niður við hliðina á Angelique og strauk henni mjúklega um axlirnar. — Vertu ekki hrædd. Þeir eru ekki slæmir. Þú verður að vita það. Þeir láta bara svona til þess að hræða borgarana, en ekki þig: Okkur líkar vel við þig. Þú ert okkar Marquise. Marquise des Anges! Finnst þér ekki gaman að því? Marquise des Anges! Það er fallegt nafn. Það fer þér vel með þessi fallegu augu. Svona nú drekktu. Drekktu bara lítið í einu. Þetta er gott vín. Það kemur úr tunnunum, sem standa við hliðið hjá Gréve. Þessi tunna kom labbandi á eigin fótum beint til Nesleturnsins. Þanig gerast hlutirnir hér. Þetta er hirð kraftaverkanna. Hann lyfti glasinu upp að vörum hennar. Hún hlýddi þessarri gælnu karlmannsrödd; hún drakk. Vínið var gott .Það flutti notalegan yl um kaldan líkama hennar og allt í einu varð allt miklu einfaldara og ekki eins hræðilegt. Hún fékk sér annað glas, svo studdi hún olnbogunum á borðið og litaðist um. Trjábotn horfði á hana dapurlega, eins og eitt- hvert vatnaskrímsli. Hafði hann fengið fyrirskipanir um að líta eftir henni? Hana langaði ekkert að hlaupa burt. Og hvert gæti hún svo sem farið ? Með kvöldinu komu betlararnir, sem unnu undir stjórn Calembre- daine, aftur heim í hreiðrið sitt. Meðal þeirra voru margar konur, sem báru lömuð börn eða sígrátandi börn, vafin í tötra. Eitt Þeirra, með andlit þakið af grænum og hvítum bólum, var látið í hendur konu, sem sat við eldstóna. Með lípurri hendi strauk konan óhreinindin af and- liti barnsins og þvoði það með rökum klút. Litla andlitið var heilbrigt og slétt aftur. Svo setti hún barnið á brjóstið. Ösjálfrátt hafði farið hrollur um Angelique. Trjábotn flissaði og sagði: — Þarna sérðu. Hjá okkur fær fólkið flest bót meina sinna. Hér þarf ekki að standa i biðröð til þess að sjá kraftaverk. Hér gerast þau á hverjum degi. Á þessari stundu getur vel verið að einhver hefðarfrúin, tilbúin að taka til starfa, eins og sagt er, sé að segja vini sínum: „Ó, 22 — VIKAN 47, tbl. vinur minn! Ég sá barn á Pont-Neuf i dag, svo hræðilega útlítandi! Allt í bólum og kaunum.... Auðvitað gaf ég móður þess ölmusu...." Og þær eru svo sem ánægðar með sjálfa sig, þessar gömlu kerlingar- truntur. Og þó var þetta ekki annað en dálítið af muldu brauði og svo- lítið af hunangi til þess að laða að flugurnar. Jæja, hér kemur Rottu- eitur. Þá getið þið farið að fara.... Angelique leit á hann með spyrjandi og undrandi augnaráði. — Vertu ekki að reyna að hugsa um það, muldraði hann. — Calem- bredaine getur séð um allt. Máðurinn, sem þau kölluðu Rottueitur var Spánverji, svo horaður og ydduð kné hans og oínbogar höfðu fundið sér leið út úr tötrunum. Dapurlegur hermaður af vígvellinum við Fland- ers, en samt var hann slagferðugur í framkomu með sítt, svart yfir- skegg, fjöður í hattinum og á öxlinni bar hann sveðju með fimm eða sex rottum á endanum. Á daginn ráfaði Spánverjinn um göturnar og seldi vörur til að drepa þessi meindýr. Á næturnar jók hann tekjur sín- ar með því að selja Calembredaine hæfileika sína í vopnaburði. Mjög virðulegur í bragði þáði hann bikar af víni, og með víninu nag- aði hann gulrófu, sem hann hafði dregið upp úr vasa sínum. Ein sölu- kerlinganna, sem hafði verið að skríða á gólfinu, keypti af honum rottu fyrir tvö sols. E'ftir að hafa stungið peningunum í vasann, heilsaði Rottu- eitur með sverðinu sínu og stakk þvi svo aftur i slíðrið. — Ég er tilbúinn, sagði hann svo. —- Farðu, sagði Trjábotn við Angelique. Hún var að þvi komin að bera fram spurningu, en hætti við það. Tveir menn höfðu risið á fætur, cLrilles eða marquois, fyrrverandi hermenn, sem leiddist friðurinn. Þeir voru í tötralegum einkennisfötum, sem enn báru merki ýmissa tiginna herdeilda. Angelique þreifaði með hendinni undir blússuna sína í leit að rýtingi Egyptans. Hún var ákveðin að selja líf sitt dýrt, ef með þyrfti. En rýtingurinn var horfinn. Það snöggfauk í Angelique, sem vínið hafði örvað og vakið af dvala. Hún gleymdi allri siðfágun og öskraði: —- Hver hefur stolið hnífnum mínum? —■ Hann er hér, sagði Jactance með drafandi röddu. Hann rétti henni vopnið með sakleysislegu augnaráði. Hún vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. Hvernig hafði hann getað náð rýtingnum undan blússu hennar, án þess að hún tæki eftir því? Meðan hún starði á Jactance, braust hann út á ný, þessi hræðilegi hlátur betlara og glæpamanna — hláturinn, sem átti eftir að fylgja Angelique i vöku og draumi, það sem eftir var ævinnar. — Góð lexía, falleg mín, sagði Trjábotn. — Þú átt eftir að kynnast höndunum á Jaetance. Hver og einn af fingrum hans er leiknari en galdramaður. Farðu og spurðu kerlingarnar á markaðstorginu, hvað þær halda um hann. — Þetta er fallegt blað, sagði einn Marquois og þreif rýtinginn. Eftir að hafa rannsakað hann vandlega fleygði hann honum aftur á borðið, greinilega skelfdur. — Hó! Þetta er hnífur Rodogone Egypzka! Með samblandi af virðingu og ótta horfðu allir á rýtinginn, sem glitr- aði í kertaljósinu. Angelique tók hann upp og stakk honum undir beit- ið. Hún hafði á tilfinningunni, að eftir þetta væri hún hærra skrifuð I augum þessarra manna. Þeir vissu ekki, undir hvaða kringumstæðum hún hafði náð i Þennan dýrgrip eins mest óvinar hópsins. Yfir rýtingn- um hvíldi leynd, sem varpaði dýrðarljóma á hana. Trjábotn blístraði. — Hæ, hæ! Hún er glúrnari en hún lítur út fyrir, Marquise des Anges. 53 KAFLI Angelique greindi daufan skuggann af Nesleturninum í næstum al- gjöru myrkrinu. Henni varð ljóst, að herbergið, sem Nicholas hafði flutt hana til, hlaut að vera næstum efst í turninum. Narquois nokkur, út- skýrði auðsveipur fyrir henni, að það hefði verið hugmynd Calembreda- ine, að setjast að með allan hópinn i þessum gamla miðaldavirki París- ar. Og þetta var í rauninni upplagður aðsetursstaður glæpamanna. Hálf- hrundir forsalir, vígi i rústum og hrörlegir turnar buðu upp á felustaði, sem aðrir glæpamannahópar gátu ekki státað af. Þvottakonan, sem um langan tíma hafði hengt þvottinn sinn til þerris á neðstu svölum Nesleturnsins, hafði flúið undan þessarri hræðilegu innrás. E’nginn hafði komið til að reka út óÞjóðalýðinn, sem áður fyrr hafði legið i leyni fyrir vögnunum frá Faubourg Saint-Germain I felum undir lítilli kryppubryggjunni, sem lá yfir gamla síkið. Fólkið lét sér nægja að hvíslast á um það, að þessi gamla leið um Nesleturninn I hjarta Parísar væri orðin að raunverulegum morð- göngum. Og fiðlutónarnir frá Tuileries, hinum megin við Signu, blönd- uðust stundum saman við tóna föður Hurlurot og óminn úr hljóðfæri Thibaults lírukassaleikara þegar þeir léku fyrir dansi betlaranna á svall- nóttum. Ferjumennirnir á litlu timburbryggjunni, skammt frá, lækkuðu radd- irnar, Þegar þeir sáu hinar óttalegu verur nálgast á bakkanum. Þeir töluðu um, að þessi staður væri í raun og veru alveg ómögulegur. Hve- nær myndu ráðamenn borgarinnar loksins taka á sig rögg til þess að eyða þessu gamla virki og reka allan glæpalýðinn burt? — Ég heilsa yður, herrar mínir, sagði Rottueitur, þegar hann nálgað- ist þá. — Mynduð þið vilja vera svo vænir að flytja okkur yfir að Quai de Gesvres? — Áttu peninga? — Ég á þetta, sagði Spánverjinn og rak sverðsoddinn sinn i kvið hins. Maðurinn yppti öxlum i uppgjöf. Á hverjum degi kom til árekstra Framhald á bls. 56

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.