Vikan


Vikan - 19.11.1964, Side 26

Vikan - 19.11.1964, Side 26
Frá því ég man eftir mér, hef ég alltaf haft áhuga fyrir allskonar vélum, og þá auðvitaS fyrir bílum. Þeir eru orðnir margir, bílarnir, sem ég hef átt, og alltaf kann ég bezt við ameríska bíla. Finnst þeir skemmtilegastir í akstri, stærri og traustari að flestu leyti. Ég á núna Ford Mercury T954, sem ég hef komið í prýðisstand, enda geri ég við flest sjálfur í skúrn- um mínum. Það er varla hægt að eiga bíl upp á það að fara alltaf með hann á verkstæði, ef eitthvað er að. Ég hef allskonar verkfæri í skúrnum, get tekið þar upp vélar o.s.frv., og ef ég vil get ég gefið þeim yfir málningu með málningasprautu, sem ég hef komið mér upp þar. Húsbyggiandi Eg réðist í það fyrir fjórum árum síðan, að fara að byggja mér einbýlishús suður í Kópavogi, en þar fékk ég ágæta lóð við Þinghólsbraut 6. Árið eftir, eða 1961, fiuttum við svo inn í húsið, þótt það væri ekki fullgert þá, og svo hef ég dútlað við að ganga frá því síðan. íbúðin er 180 fermetrar, og svo hef ég bílskúr og gsymslur þar að auki, svo að i rauninni er það óþarflega stórt. En maður veit aldrei hvað maður þarf mikið pláss í framtíðinni . . .

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.