Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 29
-
mgm
i
lllill!
i ';: 'I
'
iii'l
piiii?
íSíííg
Veðurfræðingurinn er einn nónasti — og nauðsynlegasti sam-
starfsmaður okkar flugmannanna, og í hvert sinn áður en við
leggjum upp í ferð, ræðum við nokkra stund við hann og fáum hjá
honum allar nauðsynlegar — og kannske líka ónauðsynlegar — upp-
lýsingar. Hann fylgist nákvæmlega með öllum veðrabreytingum á
flugleiðunum, og getur sagt fyrir um það með töluverðri vissu, hvernig
veðrið sé og muni verða á flugleiðinni. A þessum upplýsingum byggj-
um við upp flugáætlunina, finnum beztu leiðina yfir hafið þar sem
vindar eru hagstæðir, ákveðum flughæð og fleira, eftir veðri. Stund-
um — og raunar oftast — borgar það sig að fara lengri leið til að
nýta meðvinda og hagstætt veður. Það er örsjaldan að við fljúg-
um „beint strik" milli Islands og Bandaríkjanna.
En veðurfræðingurinn er ekki starfsmaður Loftleiða, og skiptir
sér ekkert af því hvernig við notum hans upplýsingar. Við
spyrjum hann aðeins í þaula um öll skilyrði og alla möguleika, svo
er hans starfssviði lokið, hvað okkur viðvíkur. í flugstöðinni er
starfsmaður okkar, sem undirbýr flugáætlunina samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem hann hefur aflað sér. Hann teiknar inn á kort þá leið,
sem hann álítur heppilegasta fyrir okkur í hvert sinn, en hefur samt
tilbúna nokkra aðra möguleika, ef við viljum velja um. Hann reiknar
út hve mikinn eldsneytisforða við þurfum að hafa meðferðis — og
hve mikinn varaforða, en um það eru ákveðnar reglur, sem félagið
hefur. Hann gefur okkur upp þyngd eldsneytisins, þyngd annars
farms, heildarþyngd vélar og margskonar aðrar upplýsingar, sem
við þurfum á að halda á leiðinni. Allar þessar upplýsingar fáum við
auðvitað skriflegar, en munnlegar útskýringar eins og við óskum
eftir. Áður en við leggjum af stað tekur aðstoðarflugmaðurinn með
sér sérstaka tösku með flugskjölum ýmsum og verður að fara yfir
það allt og merkja við á sérstökum lista — en það eru 18 mismun-
andi skjöl, bækur og eyðublöð.
VIKAN 47. tbl.
29