Vikan


Vikan - 19.11.1964, Síða 33

Vikan - 19.11.1964, Síða 33
er nægur kallar hann: á fetir VR Fyrir ofan mig í stjórnklefanum er heilmikið af allskonar tökkum og snerlum. Það eru hin ýmsu sendi- og hlustunartæki. Ég hef heyrnartól ó eyrun- um og lítinn hljóðnema fyrir framan munninn. Með því að hreyfa hina ýmsu takka í loftinu ó mismun- andi hátt, get ég heyrt hvað sem er eða talað við hvern sem er. Venjulegast stiilum við tækin þannig, að við erum í sambandi hvor við annan. Með einu handtaki get ég skipt þessu yfir og hlustað á og talað við næsta flugvöll eða sendistöð á jörðu niðri. í tækjunum get ég einnig hlustað á hljóðmerki, sem stefnuvitar á jörðinni gefa frá sér. Þá get ég líka haft samband við flugfreyjurnar — eða jafnvel far- þegana í gegnum hátalarakerfið. Við flugtak og lend- ingu hef ég samband bæði við félagana í vélinni og flugstjórnina. Rolis Royce hreyflarnir eru að mínu áliti einhverjir þeir öruggustu og kraftmestu, sem völ er á, og það er furðufátt, sem get- ur í rauninni bilað þar. Þó mundi það ekki skipta neinu máli, þótt einn þeirra stöðvaðist, því okkur er vandalaust að fara allar okkar ferðir á þrem þeirra, og jafnvel á tveim má komast á leiðarenda ef í það færi. Hver þeirra sér okkur fyrir 5700 hestöflum, svo að samtals ráðum við yfir tæpum 23 þús- und hestöflum til að halda okkur á lofti. Við flugtak með fulla vél, notum við alla þessa orku. Það skapar þess vegna ekki svo lítið öryggi að hafa öllu þessu afli yfir að ráða, — og að geta komizt af með lítinn hluta þess ef nauðsyn bæri til. > Þverskuröur af skrúfuþofumófor ^■^etta er þverskurður af Rolls Royce 400 skrúfuþotuhreyfli. Hann vinnur í stórum dráttum á þann hátt, að hann tekur loftið inn nð framan, þar sem stendur „air intake", þaðan fer það í þjöppurnar (compressor), sem eru tvær, lágþrýstiþjappa og háþrýstiþjappa. Há- þrýstiþjappan vinnur aðeins, þegar á meiri orku þarf að halda. Úr þjöppunum fer þrýstiloftið síðan inn í brennihólfin, og svo er það þrýsting- urinn frá brennslunni, sem snýr túrbínunum — en þær snúa svo aftur öllum öxlunum og skrúf- unni. VIKAN 47. tbl. 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.