Vikan - 19.11.1964, Side 34
Tíminn líður óðfluga hérna
fram / hjó okkur. Veðrið er
ógætt og sólin skin inn um alla
glugga. í þessari vél getum við
oftast flogið fyrir ofan öll veður,
svo það er mjög sjaldan aS við
lendum í slæmu veðri eftir að hafa
nóð fullri flughæð.
Auðvitað er alltaf nóg að gera
fyrir okkur alla — fylgjast með
öllum hlutum og fullvissa sig um
að allt sé í lagi. Það sjóum við
með því að horfa á mælana í
borðinu. Ef eitthvað skyldi bera
út af, þó eru ýmsir möguleikar
til að lagfæra það, taka úr sam-
bandi eða skipta yfir ó varatæki.
Öryggið í vélinni er svo mikið að
þar þarf ekkert að óttast.
Eftir að sjólfstýringin hefur ver-
ið sett ó, sitjum við bóðir flug-
mennirnir og fylgjumst með öllu,
eða annar ef hinn þarf að skreppa
fró augnablik. Aðstoðarflugmað-
urinn hefur einnig það starf,
að fylgjast með öllum sendi-
tækjum, neyðarbyigju, veðurskip-
um o.fl., vélamaðurinn hefur gót
á öltu í sambandi við gang hreyfl-
anna, lofthita í véfinni og ýmsU
öðru, en loftsiglingafræðingurinn
fylgist með því nókvæmlega alla
leiðina hvar við erum staddir, tek-
ur mið með raaar, asdic og sext-
ant, sem hann stingur upp úr loft-
inu. Hann hefur nóg að gera í
allskonar útreikningum í sambandi
við flughraða, vindhraða, lofthita
og ýmislegt annað. Annars er
næstum ógerningur fyrir hann að
vera mjög nákvæmur í staðar-
ákvörðun, þvi um leið og hann
er búinn að ákveða að við séum
á einhverjum stað, — þá erum við
komnir tugi mílna framhjá honum,
þ\'í vélin fer svo hratt. Hann verð-
ur því að reikna út hvar við VERÐ-
UM eftir nokkrar mínúutr, ef nauð-
synlegt er að ákveða staðinn ná-
kvæmlega.
Auðvitað höfum við tíma til þess
inn á milli, að rabba saman um
nauðsynlega og ónauðsynlega
hluti, kannske segja hvor öðrum
brandara eða smásögur, og þess
á milli skreppa flugfreyjurnar til
okkar með kaffisopa, eða til að
segja okkur eitthvað um hvernig
gengur aftur í hjá farþegunum,
því fyrir þá er ferðin farin, og það
er ekki sízt okkar starf að sjá um
að þeim líði eins vel og kostur
er, — að hiti sé réttur, þrýstingur
í farþegarými, Ijós, músik og jafnt
og þægilegt flug.
Flugfreyjurnar sjá þeim fyrir öll-
um persónulegum þægindum eftir
beztu getu, og færa þeim mat og
aðrar kræsingar.
Viö fáum sinn hvorn mat-
inn í nryggisskyni
Við erum hátt á lofti yfir Narssasuaq, sem er eyja við austurströnd Græn-
lands, þegar flugfreyjan kemur með matinn handa okkur.
Við borðum aldrei á sama trma, aðstoðarflugmaðurinn og ég, og ekki fáum
við sama matinn. Bakkarnir eru merktir okkur, svo ekki verði um villzt, og
stundum fær aðstoðarflugmaðurinn steik þegar ég fæ fisk, — eða öfugt. Þetta
er gert í öryggisskyni, ef svo óliklega mundi vilja til að maturinn væri skemmd-
ur og hlytist af matareitrun. Þá eru allar likur til þess að annar okkar sleppi,
og geti haldið fluginu óhindrað áfram.
— VIKAN 47. tbl.