Vikan


Vikan - 19.11.1964, Síða 39

Vikan - 19.11.1964, Síða 39
FATNAÐUR f 5000 ÁR Framhald af bls. 11. gæddi þann, sem hana bar mikl- um virðuleik. Skikkjan var helzt búin til úr ull, en í kyrtlana notuðu bæði karlmenn og konur fágætt silki. Rómverjar áttu viðskipti við lönd alls staðar í heiminum, og hið næfurþunna kínverska silki var keypt dýrum dómum. Það var kall- að ,,ofið loft" og Rómverjar héldu, að það væri þunnur vefur, sem ,,silkiþjóðin" fyndi á blöðum trjánna og gerði síðan þræði úr. Sá siður að nota silki var ævaforn í Kína, en hinn vestræni heimur þekkti ekk- ert til silkiormanna fyrr en á sjöttu öld. Hið dásamlega náttúrefni silki var mjög eftirspurt meðal ríkra Rómverja, sem gáfu hvað sem kraf- izt var fyrir það. Það þótti því svara kostnaði að flytja það eftir „silkiveginum", eins og hin óra- langa lestarferð gegnum Asíu var kölluð. Þótt samgöngutæki nútím- ans væru til taks, mundi mörgum verzlunarmanninum vaxa slík ferð í augum. í þá daga var þetta ólýs- anlegt erfiði, þar sem ótal hættur biðu kaupmannsins, sem tókst á hendur flutninginn frá einhverjum stað í Kína og varð að fara yfir fjöll og hyldjúpa dali og skræl- þurrar eyðimerkur, en áfangastað- ur þeirra sem lifðu ferðina af, var verzlunarmiðstöðin Lob-nor. Býsanzki stíllinn. Á 4. öld var Bisanz gerð að höf- uðborg Aust-rómverska ríkisins og var þá nefnd Konstantínopel, eftir keisaranum Konstantín mikla. Þessi borg lá á mörkum vesturlenzku heiðninnar og austurlenzku kristn- innar, en keisarinn ákvað, að kristni skyldi vera lögleg trú. Um þetta leyti fluttu nýir kynflokkar inn í Evrópu á þeim umbrotstím- um, sem kallaðir voru þjóðflutn- ingatímarnir. Allt þetta hafði auð- vitað mikil áhrif á klæðagerðina, ekki sízt hirðklæðnað og kirkju- skrúða. í Bysanz var hægt að fá allt, sem hugurinn girntist, dýrlegustu efni, skinnvörur, leðurvörur, málma og skartgripi. Óhófið var mikið við keisarahirðina og viðskiptin blómg- uðust í þessum aust-rómverska höfuðstað, þar sem miðaldirnar sáu dagsins Ijós. Það vakti mikinn fögnuð, að tveimur grískum munk- um tókst að smygla silkiormum í göngustöfunum sínum út úr Ser- inda, en þetta leyndarmál hafði verið vel varið til þess tlma. Tveim árum síðar voru móberjatré einnig gróðursett þar, en þau eru nauð- synleg silkiormunum. Þetta varð undirstaðan að silkispunanum í Aþenu, Þebu, Korintuborg og fleiri stöðum, og þar með varð út- breiðsla silkisins almenn og það fjallháa verð, sem fólk hafði orðið að borga vegna hins mikla flutn- ingskostnaðar, úr sögunni. Klæðaburðurinn varð sambland af grísk-rómversku og austur- lenzku, þó má segja, að austur- landasvipurinn hafi verið ríkjandi. Það má sjá á málmblönduðum efnum og öllum perlunum og gim- steinunum, sem saumaðir voru á föt prestanna og konungafólksins. En sniðið var einfalt og að flestu leyti líkt fyrri tíma klæðnaði. Karlunga-tímabilið. Frankakonungurinn Karl mikli, þýzk-rómverski keisarinn frá árinu 800, myndaði ríki í Vestur-Evrópu og árangur þess varð m.a. sam- felldari stíll í fataburði. Konungur- inn og þegnar hans notuðu skyrtu, buxur, kyrtil og slá. Þar við bætt- ist hringabrynja með hjálmi og nef- hlíf, þegar mennirnir fóru til orr- ustu. Konurnar voru í pilsi með sjal eða slá yfir, og eins og karl- mennirnir voru þær sterkar, raun- sæjar og jarðbundnar. Andúðin á síðum og víðum fatnaði var mikil, þegar sú tegund fatnaðar barst til Vestur-Evrópu með kristninni. Efst til neðst. Heima voru margir Egyptar með nauðarakaða höfuðkúpu og bera fætur. Prestarnir urðu að vera alveg sköllóttir, og öðrum mönnum fannst það líka heppilegt. Þegar þeir gengu úti í sterku sólskini notuðu þeir hárkollur úr sauðarull eða mannshári. Meðlimir konungsfjöl- skyldunnar og aðrir háttsettir menn báru mjög fjölskrúðugar hárkollur við hátíðleg tækifæri. Skórnir voru mjög einfaldir, sandalar með einni ól, það var allt og sumt. En rómversku hermennirnir, sem urðu að ganga langar vegalengd- ir, notuðu stígvél, og um tíma voru hinir undarlegu totuskór í tízku. Þá fer að líða að rómönsku mið- öldunum, en um þær verður fjallað í næsta blaði ... ★ HRÆÐSLA Framliald af bls. 13. eitthvert afbrot,- það var þess vegna að mér fannst alltaf ég vera að fara á bak við Mario, þótt svo að ég hefði aldrei logið að hon- um. — Þrjú ár, hélt ég áfram. En þegar þú hefur fengið þig fast- ráðinn, verður þetta strax öðru- vísi. Þá getum við byrjað að svip- ast um eftir húsnæði. Ef maður lítur á þetta svona, þá eru þrjú ár engin ósköp. — Það er rétt hjá þér, viður- kenndi hann og kyssti mig. Og hann sleppti mér ekki, jafnvel þó að fólk gengi framhjá mjög ná- lægt okkur. — Það er svo dimmt að það sér okkur ekki, hvíslaði hann. Og á sumrin eru allir svo góðir við elskendur, lögregluþjón- arnir Ifka. Ég stalst til að líta á úrið hans og kipptist við. — Það er að minnsta kosti tíu mínútum á undan, sagði hann. En þetta sagði hann alltaf, og ég vissi Innoxa heimur fegurðar í einu orði. Innoxa VARALITUR í tuttugu tízkulitum. VEL SNYRT KONA NOTAR Innoxa að það var ekki satt. Við gengum hratt og leiddumst. Mario var nú kominn í gott skap og bollalagði heilmikið um fram- tíðina. Hann talaði um það sama og með nákvæmlega sömu orð- um og hann gerði á hverju kvöldi, eins og hann væri hræddur um að ég gleymdi þessum framtlðar- áætlunum, eða þá hann sjálfur. Við vorum ein á auðri götunni og fótatak okkar bergmálaði í þögn- Já? Nei? Hvenær? Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt réikn- ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND- ICATOR fyrir hellbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er ósk- að sem við takmarkanir þeirra. C. D. INDICATOR Pósthólf 1238 — Reykjavik. Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki til C. D. INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvik, og vér sendum yður allar upplýsingar. Nafn ................................. Heimili inni. Ég hafði það á tilfinningunni að við hefðum verið gift árum sam- an, að við værum nú þegar orðin gömul og hefðum, líkt og allir aðr- ir, gefizt upp fyrir einhverju, sem var okkur yfirsterkara, einhverju, sem skilyrðislaust myndi skilja okk- ur að. Þetta var kannski að kenna þögninni eða háu og sléttu múr- unum, sem við gengum meðfram, kannski líka því, að maður þóttist sjá fjölda fólks sitjandi innan við gluggana á stóru leiguhjöllunum, öllu þessu sem gerði hið heita sumarkvöld svo þrúgandi. Ég leit á Mario, sem var svo myndarleg- ur og sterkur og hafði þrjózku- lega rák milli augnabrúnanna, og ég þrýsti mér að honum og hann hélt utan um mig með handleggn- um. Ég fann, að þetta kvöld elsk- aði ég hann meira en vanalega, næstum ögrandi, og þegar við kom- um að húsinu, þar sem ég bjó, leið nokkur stund áður en ég fékk mig til að kveðja hann. Ég hafði aldrei verið svo seint úti með hon- um fyrr, og þó gat ég ekki slitið mig lausa. Hann tók lyklana úr hendi mér og lauk upp hliðinu; honum þótti gaman að gera það, rétt eins og við þegar værum eiginmaður og eiginkona. — Farðu inn, sagði hann um- hyggjusamlega. Ég sterid hér og bíð um stund, áður en ég loka. Kallaðu á mig ef eitthvað kemur fyrir. — Hvað ertu hræddur við? spurði ég brosandi. — Allt. Ég er jafnvel hræddur um að einhver liggi í leyni við stigann til að ræna þér. En nú var hann svo viss I sinni sök að hann hélt áfram I glettnislegum tón: — Verkfræðingurinn, til dæmis. — En hvílík vitleysa, mótmælti ég. Hann lítur ekki einu sinn á mig, eins og ég sagði þér áðan. — En furðulegt, sagði Mario hugsandi. Svo kyssti hann mig og sagði uppörvandi: Farðu nú upp. Mamma þín er kannski orðin hrædd um þig. Ég var stplt og . hamingjusöm þegar ég gekk upp stigann. Éð gekk inn í svefnherbergið, þar sem við mamma sváfum báðar. Hún var þegar sofnuð. Til að fullvissa mig um það hvíslaði ég: — Mamma ... Þegar ég heyrði hana draga þungt andann, gekk ég að spegl- inum og stóð þar lengi og horfði á mig í skininu frá digru kerti, sem mamma lét alltaf loga fram- an við lítið altari. Ég rétti úr mér, strauk hendinni yfir ennið og hárið. — En furðulegt, hugsaði ég næstum sorgbitin. Mario hefur í rauninni rétt fyrir sér. Það er í sannleika sagt undarlegt að verk- fræðingurinn skuli ekki einu sinni Kta á mig. Það sem síðan skeði, var ein- göngu Mario að kenna. Mér datt það ekki fyrst í hug, mér hafði aldrei dottið það ( hug, það get ég svarið. -jkr VIKAN 47. tbl. — gg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.