Vikan


Vikan - 19.11.1964, Page 55

Vikan - 19.11.1964, Page 55
CORTINA Hann . metsoíub'" Notöurtö"dun' CORTINAN ÁFRAM 'l FARARBRODDI! Ennþá hefur FORD-verksmiðjunum i Engiandi tekizt að endurbæta CORTINUNA. Ekki með útlitsbreytingum, heldur með tækniframförum. M.a.: Loftræsting — með lokaðar rúður. Diskahemlar á framhjólum. Smuming óþörf. Ný vélarhlíf. — Nýtt mælaborð. — Nýtt stýri. Sami undirvagn. — Sama vél. — Sama „bodý“ SÝNINGARBILL Á STAÐNUM SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22470 til, að þau enduðu undir yfirborði Gullna hornsins. Utan við Ijósgeislann frá Ijósi Bonds heyrðust stöðugt lágvær hreyfingarhljóð, og í myrkrinu sá hann hundruð rauðra punkta sindra og hreyfast. Það var sama hvort hann leit upp eða niður eftir göngunum. Um tuttugu metrum hvorum megin við Ijósgeislann voru tugþúsundir af rottum að horfa á Bond. Þær önduðu að sér lykt hans. Bond sá í anda, hvernig þær létu skína í tennurnar. Rétt í svip hugs- aði hann um, hvað þær myndu gera, ef það slokknaði á Ijósinu hans. Allt í einu var Kerim kominn upp að hlið hans. — Þetta er löng leið, að minnsta kosti stundarfjórð- ungur að fara hana. Eg vona, að þú sért dýravinur. Stórkarlalegur hlátur Kerims endurómaði upp og niður eftir göngunum. Það kom skriður á rotturnar. — Því miður eigum við ekki margra kosta völ. Rottur og leðurblökur. Heilar her- deildir af þeim, bæði flugher og fótgöngulið. Við verðum að reka þetta á undan okkur. Þegar dregur að leiðarlokum er orðið talsvert þröngt. Við skulum leggja af stað. Loftið er gott. Við getum gengið þurrum fótum báðum megin við rennuna. En þegar flóðin koma á veturna verðum við að nota froskmannabúningana okkar. Láttu ijósið leika um fætur þína. Ef leð- urblaka lendir [ hárinu á þér, skaltu strjúka hana af. Það gerist ekki oft. Þær hafa mjög góðan radar. Þeir lögðu á brattann. Loftið var mettað af rottuþef og leðurblök- urnar voru ófeimnar við að láta drit sinn falla — þetta var sam- bland af apabúri og kjúklinga- húsi. Bond fannst, að hann myndi verða marga daga að losna við dauninn. Hópar af leðurblökum hengu eins og visnaðir vínberjaklasar niður úr loftinu og endrum og eins ráku annað hvort Kerim eða Bond höfuðið í klasana, sem í sama bili leystust iðandi upp og hurfu í myrkrið. Fyrir framan þá var kvikur skógur af tístandi og flökt- andi punktum, sem urðu þéttari og þéttari beggja megin við rennuna. Endrum og eins beindi Kerim Ijós- geisla sínum lengra fram á við og það skein á gráa iðandi hrúgu, skreytta glitrandi tönnum og tif- andi veiðihárum. Þegar þetta gerð- ist, greip um sig aukinn æsingur meðal rottanna og hinar fremstu stukku upp á þær sem fyrir aftan voru, til að komast lengra t burtu. Fallandi gráir skrokkar bárust stöðugt niður eftir ræsinu, og eftir því sem félögunum miðaði lengra og þrengslin urðu meiri, urðu öft- ustu raðirnar æ skemmra undan. Mennirnir tveir beindu vasaljós- um sínum eins og byssum að öft- ustu röðunum, þangað til þeir, eft- ir um það bil stundarfjórðung, voru komnir á ákvörðunarstað. Þetta var djúp hliðarhvelfing úr nýjum múrsteini. Tveir bekkir voru sinn hvorum megin við fyrfrferðar- mikinn segldúksvafinn hlut, sem stóð niður úr lofti hvelfingarinnar. Þeir gengu inn í afkimann. Bond áleit, að ef þeir hefðu farið nokkr- um metrum lengra, hefði múgæs- ing gripið rotturnar, sem voru komnar lengra upp eftir göngun- um. Hjörðin hefði snúið við. í bar- áttu fyrir lífsrúmi hefði allur hóp- urinn ráðizt á Ijósin og varpað sér á innrásarmennina tvo, þrátt fyrir glitrandi augun og ógnandi lykt- ina. — Sjáðu nú til, sagði Kerim. Það varð andartaksþögn. Lengra úti í göngunum hafði tístið þagn- að, eins og eftir gefnu merki. Síð- an fylltust göngin skyndilega af stórri grárri öldu, af iðandi og þjót- andi líkömum, þegar rotturnar sneru við og þutu aftur niður hallann. I nokkrar mínútur rann þessi gráa elfa framhjá, þangað til rað- irnar þynntust og aðeins fáeinar veikar eða særðar rottur fikruðu sig niður eftir hallandi göngun- um. Að lokum varð kyrrt í göng- unum, nema hvað einstaka leður- blaka flaug tístandi framhjá. Það rumdi í Kerim. — Einn góð- an veðurdag byrja rotturnar að drepast. Þá mun plágan herja Istanbul á ný. Stundum finn ég til sektar yfir að segja ekki yfirvöld- unum frá þessum göngum, svo þau VIKAN 47. tbl. — gg

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.