Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 19
 Síðan kvikmyndirnar komu til sögunn- 0 ar, hefur öldin haft margt fegurðarídea- lið. Á árum fyrra stríðsins var það Theda Bara, sem enginn gat staðizt, svört í kring- um augun með agnar-pínulítinn munn. Eftir 1920 var það Clara Bow, sem dans- aði Charleston og varð einskonar ein- kenni fyrir „The gay twenties". fljúga með póst þvert yfir Bandaríkin og 1927 flaug Charles A. Lindbergh einn saman þvert yfir Atlantshafið. 1947 flaug mönnuð flugvél í fyrsta skipti hraðar en hljóðið. Fyrsta djassplatan kom út 1916 eða ‘17 og fyrsta útvarpsstöðin með opinberu leyfi — KDKA í Pittsburgh — tók til starfa 1920. Fyrsta gervitunglið, Spútnik fyrsti, þaut til himna þann fjórða október 1957, og 1961 varð majór Júrí Gagarín fyrsti geimfari sögunnar. Hringferð hans um hnöttinn hefur þó nokkrum sinnum síðan verið leikin eftir af bæði löndum hans og Bandaríkjamönnum. Ekki hafa framfarir þessara stórþjóða í eldflaugatækni orðið þýðingarminni. Geimöldin er gengin í garð og ásamt henni kjarnorkuhættan og skelfingarjafnvægið milli tveggja höfuðstórvelda jarðarinnar. Svo komum við að pólitíkinni og viðburðum á alþjóðavettvangi. Sá listi er langur og merkur, allt frá því að Tyrkir ákváðu að leggja járnbraut suður í Arabíu árið 1900 þar til stórveldin sömdu um bann við kjarnorku- tilraunum ofanjarðar 1963 og illindi urðu innan NATO árið eftir. Þar á milli gerðust svo minnisstæðir atburðir eins og hernám Japana á Mansjúríu 1931 og spænska borgarastyrjöldin, sem hófst 1936. Frá Rússlandi bárust ekki aðeins fréttir af hreinsunum, ógnarstjórn og bjargarskorti, heldur og einnig fimm ára áætluninni, sem líkt hefur verið eftir víða um heim. Roose- velt yngri tók að kappkosta vinsamlega sambúð við ríki Rómönsku Amer- íku upp úr 1930. Hitler lagði undir sig Austurríki 1938 og Tító marskálkur af Júgóslavíu var bannfærður í Kreml 1948. Sá atburður var fyrsti fyrir- boðinn um upplausn hinnar miklu kommúnísku blakkar. Á því sama ári varð ísrael sjálfstætt ríki. Marshall-áætlunin kom hinni stríðshrjáðu Evrópu á fætur á ný. 1950 ákváðu Bandaríkjamenn, undir traustri leiðsögn þeirra Harry S. Truman og Dean Achesons, að rísa gegn yfirgangi kommúnista í Kóreu. John F. Kennedy hélt áfram á sömu braut er hann reis gegn Nikíta Krúséff og setti hafnbann á Kúbu 1962. Á sama tíma og allt þetta skeði réðust Kínverjar inn í Tíbet og Kongó fór í bál; einnig var Berlínarmúrinn hlaðinn sem tákn um áframhald kalda stríðsins milli Bandaríkjamanna og Rússlands og alls konar vandaræðamál komu upp í Suðaustur-Asíu. Allt þetta hverfur þó í skugga heimsstyrjald- anna tveggja, hrikalegustu umbrota okkar tíma. Sú fyrri (1914—1918) hófst með árás Þýzkalands á Belgíu. Hún byrjaði sem rómantískt stríð upp á Marilyn Monroe kynbomba og fegurðarídeal vorra tíma. Hafin til vegs og virðingar með auglýsingamætti og tortímdi sjálfri sér með sjálfs- morði. Skilgetið afkvæmi tuttugustu aldarinnar. Tími kvikmyndastjarnanna náði hámarki á síðari stríðsárunum og ein sú stjarna, sem lengst hefur lifað og leikur enn er Cary Grant, hinn klassiski sjarmör. Nú eru stjörnurnar fluttar frá Hollywood og upp er runninn tími hinna miklu leikstjóra, Bergmanns, de Laurentis og Vitt- orio de Sica. VIKAN 13. tbl. 1Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.