Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 40
Klassíska flóttamanna- platan Sex heimsfrægir píanóleikarar í fyrsta sinn a International Piano Festival hljómplötu Einstæð 12” LP hljómplata í stóru margra blaSa albúmi, gefin út til aSstoSar fyrir flóttafólk í heiminum. Tilvalin gjöf. Dýrmæt eign. Verð aðeins kr. 275.00. FAIKIMI * HjÓKPlÍIIAFIU vaxið mínum skilningi. Vill nú einhver skýra fyrir mér án stjórnmálabulls, hvaða ógagn við gerum þjóðinni? Því við séum álitin sníkjudýr á þjóðfélaginu? Og því við fáum ekki tómstundir eins og annað fólk? Hvort ég geri meira gagn með því að flytja í kaupstað?Hver vinnur fyrir gjaldeyri, ef engir bændur, og engir sjómenn eru í landinu? Hvort þá verði hægt að lifa og á hverju? Ég biðst forláts að ég skuli vera til og skilja svona illa tilgang lífsins. En ég hef reynt ykkur að svo mörgu góðu að ég trúi ekki að þið Ijáið mér ekki eyra. Ég játa vanmátt minn í ritsnilld og réttritun, enda er ég ómenntuð á ykkar vísu, en held að ég skrifi sæmilega læsilega og þið hljótið nú að vera vel læsir, svo þið getið hjálpað mér í þessum vanda. Ég las einhvers staðar að heimskan væri versti óvinur mannsins og heimsk vil ég helzt ekki vera. Því særi ég ykkur til hjálpar. Ég er fús til að halda allt að þrjá blaða- menn, frítt fæði + húsnæði í viku, til að sanna, að hvert orð er satt, sem hér er skrifað og þúsund vitni get ég fengið þessu til stuðnings. Svo er það mitt fólk í Reykjavík, sem þið mættuð leita til og spyrja út í þetta. Að vísu veit enginn að ég skrifa þetta bréf nema guð almáttugur, en VIKAN 13. tbl. ekki ætti það að breyta neinu. Svo gef ég ykkur leyfi til að stytta bréfið eftir vild, en þó ekki svo, að það skiljist ekki sæmi- lega. Annars langar mig mjög til að skrifa ykkur miklu meira, ég hef mínar skoðanir á svo mörgu, t. d. vandamálum æskunnar svo kölluðum, áfengisbölinu svokall- aða, templaraáróðri, trúmálum og fleira og fleira, en sjálfsagt væri nú ekkert af því gott að ykkar áliti. Svo er það áróðurinn gegn reykingum. Þið megið ekki gleyma honum. Hann var þó nokkur hjá ykkur. Vel af stað farið, en haldið þið áfram að hamra járnið meðan það er heitt. Ég hef mitt að segja í því efni líka. En að sjálfsögðu máli myndi það fara í ruslakörfuna hjá ykk- ur úr því ég kann ekki að vélrita og á enga vél. Að vísu gæti ég kannske fengið það gert, ef þið vilduð eitthvað líta á það. En ég er aðeins húsmóðir fyrir norðan eða austan og hef því ekkert nema flatneskju upp á að bjóða. En ég ætla að benda ykkur á í smásöguvali, að ekkert er mann- bætandi nema fegurð sé með í því. Einhvern veginn var það svona sem Schweitzer komst að orði. Svo þakka ég ykkur fyrir framhaldssögurnar og allt það skemmtilega í blaðinu ykkar, alltaf þarf að vera jafnt af gamni og alvöru í lífinu og öllu. Ég held að ég sé of litillát til að leyfa ykkur að birta nafn mitt, ef þið vijið ekkert á mig hlusta, svo ég læt það vera. Ég er aðeins kona, og stétt mín er svo ofurlág. Ykkar aðdáandi ME. Annáll 20. aldarinnar Framhald af bls. 22. og á, heldur og að við dæmum og metum rammflókin fyrir- brigði, sem berast okkur að höndum á brjáluðum hraða. Ár- angurinn hefur orðið sá, að veru- legt rutl hefur komizt á sálarlíf almennings, og þetta rutl kem- ur ekki aðeins fram á stjórnmála- sviðinu, heldur einnig í sambandi við persónuleg vandamál ein- staklingsins, svo sem á vettvangi siðferðisins. Gömlu bannorðin hverfa sem dögg fyrir sólu og eftir stendur aumingja fólkið með allt sitt tilfiriningalíf á ring- ulreið. Fum, áhyggjur, ókyrrð ■—- allt hefur þetta átt sinn þátt í að skapa eitt enn megineinkenni aldarinnar, snögg og tíð veðra- brigði í heimi tízku og viðhorfa. Púrtítanisminn hefur að fullu og öllu verið útlægur gerður úr bók- menntunum og lífinu sjálfu. Ekki hefur sjaldnar skipt um áttir í kvikmyndaheiminum; hugsum okkur bara muninn á The Birth of a Nation og La Dolce Vita. Félagsmálin eru nú öll önnur en fyrr. Afbrotahneigð unglinga er orðin geigvænlegt vandamál, hegðun margra er grófgerðari en áður, ábyrgðarleysi í stjórnmál- um hefur færzt í aukana og frjálslyndið í kynferðismálum er orðið beinlínis ótrúlegt. Slaknað hefur á tökum trúarbragðanna á fólkinu og hjónaskilnaðir hafa farið mjög í vöxt, t. d. endar eitt hjónaband af 3,8 í Bandaríkjun- um með skilnaði. Á þessu ári, 1965, höfum við svo fyrir augunum nokkur tíma- tákn í viðbót, takmarkaðri og óþreifanlegri en þau, sem áður voru nefnd: 1. Þessi öld er öld hins ó- breytta manns. Þetta kom greini- lega í ljós að fyrri heimstyrjöld lokinni, þegar ýmsar ríkis- stjórnir létu ekki einungis reisa minnismerki til dýrðar framúr- skarandi köppum, heldur og hin- um „óþekkta" hermanni. Hinn óbreytti maður, hinn umkomu- litli meðalmaður, er sennilega aðalhetja aldarinnar. Kjör hans hafa batnað með aukinni mennt- un, auknum félagslegum réttind- um, rýmri peningaráðum og vax- andi jöfnun auðs, sem fengizt hefur með skattlagningu. Nú

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.