Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 10
Það er hvasst þennan morgun. Rokið og aus- andi rigningin lemur rúðurnar og þeytist fram- hjá. Klukkan er orðin sjö, þegar húsmóðirin Inga fer að hugsa um morgunverðinn og íhuga hvort hún eigi að treysta litlu börnunum sínum, sjö og níu ára gömlum til að fara í skólann. Sú ellefu ára þarf að ganga langa leið, en hún er sterk og státin stelpa og klárar sig. Samt er hún dæmd til að gegnblotna á leiðinni í skólann og verður að sitja í rökum fötunum í fjóra klukkutíma. Það getur orsakað hnerra daginn eftir og síðan kvef. Hvað á hún að gera? Eiginmaður hennar fer til vinnu sinnar, eins og venjulega, þvf að veðurguðirnir aftra ekki karlmanni frá því að sækja vinnu. En það eru börnin. Hún getur auðvitað fylgt þeim í skólana, einu í einu. En morgunstundir hennar eru dýr- mætar, þvf að þá þarf hún að annast öll inn- kaup til dagsins og hafa hádegisverðinn tilbú- inn klukkan tólf. Veðurstofan spáir vaxandi hvassviðri, en það getur hún raunar sjálf séð út um gluggann. Svo gat líka verið að í miðborginni væri ekki slíkt gjörningaveður og hér f útbænum. Hún þyrfti að fá góð ráð. Ef hún léti börnin ekki fara í skólann, yrði þá skrifað hjá þeim skróp? Alla vega kostaði það símtal við skólastjórann, ann- að hvort til að biðja um fjarvistarleyfi eða til að útskýra fjarvist þeirra. En menntun er mikil- væg. Hún vill helzt ekki að þau missi af kennsl- unni. Ætti hún að hringja í eirihvern af nábú- unum til að vita hvað þeir ætla að gera? Hve slæmt er veðrið í raun og veru? Hún finnur til hálfgerðar sektar, vegna þess að hún getur eig- inlega haldið sig innan dyra, þegar þessi Iitlu skinn eru neydd til að berjast við óveðrið. Svo eru það börnin sjálf. Þeim yngsta geng- ur vel og þykir vænt um skólann sinn. Hann vill helzt ekki láta skrifa hjá sér fjarvistardaga, svo að það er ekki rétt að reyna að fá hann til að vera heima, enda er hann kominn í úlpuna sína og farinn að hneppa henni, hálf skelkaður vegna veðursins en ákveðinn á svip. Sá næst yngsti vill gjarnan vera heima. Hann hafði hlaupið yfir lexíurnar sínar á hundavaði, hann er ekkert ánægður með kennarann og honum finnst leiðinlegt að læra. Þessvegna hóst- ar hann, í von um að það gefi til kynna að líð- an hans sé ekki eins góð og útlitið. En hún veit, að fái hann leyfi til að bregða út að van- anum með skólagönguna, verða vandamál hans erfiðari með tímanum. Sú elsta er ánægð með skólann sinn, það er að segja þegar hún er komin á staðinn, en hún er lengi að koma sér af stað á morgnana. Hún er líka orðin nógu gömul til þess að spá fyrir um það að kennarinn sé ef til vill veikur, — kennarar geta líka stundum fengið kvef, og þá verði gefið frí í bekknum hennar, og hún er á- kveðin í að láta Ijós sitt skína í þessum bekk. Eða þá að kannske mætti ekki nema helmingur barnanna, vegna veðursins, og þá verði prófinu, sem hún er svo vandlega búin að undirbúa, frestað. Borgar það sig að fara? Svo er það líka athugandi að ef bekkurinn er ekki nema hálf- setinn, segir kennarinn ef til vill sögu, eða ger- ir þeim eitthvað til skemmtunar, eða hann ger- ir það alls ekki. Veðrið er andstyggilegt og langt að ganga, en hún vill samt ekki vera eina hey- brókin, sem lætur veðrið hræða sig. Til viðbót- ar við venjulega morgunstirfni hennar er hún að vega og meta, og óskar þe,ss innilega að einhver taki af skarið og segi henni ákveðið hvort nokkur skóli verði í dag. Að lokum sendir móðirin þau öll af stað; þau eiga að verða hraustir íslendingar, þau geta tek- ið sér víkingana til fyrirmyndar, þeir fóru um höfin, hvernig sem viðraði! En svo fer hún að hafa áhyggjur, því að veðrið versnar stöðugt. Hún hafði sjálf næstum fokið fyrir bíl, þegar hún var að kaupa í matinn. Geta börnin kom- izt heim? Ætti hún að senda leigubíl eftir þeim? Hve mikið myndi hann kosta? Ætti hún að sækja þau sjálf, svo þau gætu þá fokið öll saman? Eða ætti hún að hringja til skólastjór- ans og vita hvort hann hefði einhver ráð, þar sem skólinn hafði engum bíl á að skipa? Gæti hún farið að ónáða skólastjórann, sem hafði í svo mörg horn að líta? Það var ekki ( hans verkahring að sjá um börnin til og frá skóla, hann á aðeins að sjá um að allt sé í lagi meðan þau eru þar. Loksins koma börnin heim, eitt eftir annað, holdvot, andstutt og hnerrandi, sár eða óhrein, eftir að hafa dottið. Og ef veðrið breytist ekki, endurtaka þessi ósköp sig á morg- un. Þetta er það sem raunverulega skeður. Það sem gæti skeð er að þegar hún Inga okkar, grútsyfjuð, reynir að horfast í augu við spurninguna um að fara eða fara ekki í skól- ann, opnar hún fyrir útvarpið kl. 7.30, til að hlusta á sérstakar ó-veður-fréttir. Veðurstofan hefir áður útvarpað venjulegu veðurútliti, en fræðsluskrifstofan hefir ráðfært sig sérstaklega við veðurfræðingana, svo að nú þarf aðeins að hlusta á veðurmálslykilinn, sem er ólíkt skiljanlegri fyrir Ingu veslinginn. Þessi veðurmálslykill er greinilegur: Allhvass er mælt með 7 vindstigum, og þá getur verið hættulegt að vera að verki upp á húsþökum. Hvass er 8 vindstig, þá brotna greinar af trjám og umferðin getur orðið hættulegt fótgangandi fólki. Stormur er skráður 9 vindstig eftir alþjóða- veðurmælingum, þá fjúka þakplötur og aðrar skemmdir geta orðið á húsum. Rok er 10 vind- stig, og þótt það sé ekki algengt getur það rifið upp tré með rótum og orsakað miklar skemmdir á mannvirkjum. Hættan eykst þegar vindstigin eru orðin 11, það er ofsaveSur, og fárviðri er 12 vindstig. Það eru fleiri en Inga sem ekki hafa gert sér grein fyrir að vindurinn fer frá vestri til austurs, og að það er þægilegra að segja fyrir um veður á meginlandi Evrópu, þar sem veður- athuganarstöðvarnar eru inn í landi. Af þeim 100 veðurathugunarstöðvum sem eru á (slandi, senda aðeins 50 þeirra daglegar veðurfréttir til veðurstofunnar. Veðurstofan í Reykjavík er staðsett á Reykjavikurflugvelli og sendir veður- V Að fara eða fara ekkl Það er epurningin Grein efftír Amallu Llndal Teiknings Ballaear fréttir á þriggja tíma fresti. Þetta er ófullnægj- andi yfirlit, og það getur verið mikill munur á veðurhæðinni eftir því hvar þú býrð, hvort þú býrð í fjölbýli eða strjálbýli, uppi á hæð, eða í dalverpi og hve langt frá flugvellinum, þar sem veðurathuganir fyrir Reykjavík eru teknar. Þótt ekki sé gott að segja fyrir um veður, vegna þess að athugunarstöðvar eru ekki fyrir vestan ísland, eru samt sendar veðurspár fyrir tólf til fjörutíu og átta klukkutíma ( einu frá veðurstofunni. Það að dagblöðin nota sér ekki af þessu, en prenta eingöngu fréttir frá degin- um áður, hlýtur að stafa af þeirra eigin leti, og er ekki mikil hjálp fyrir fólk sem vill búa sig undir veðurfar líðandi dags. Það væri ó- neitanlega þægilegra fyrir Ingu skinnið, sem alltaf hefir fundizt hún ósköp heimsk, þegar hún er að stauta sig út úr veðurkortunum, sem birt- ast í dagblöðunum. * En nú hefir fræðsluskrifstofan til allrar ham- ingju farið yfir þessar upplýsingar, sérstaklega með það fyrir augum að hvassviðri getur feykt litlum börnum um koll, út ( umferðina eða nið- ur í skurði, sem eru meðfram óstandsettum göt- um; og að rok og veðurhæð þar fyrir ofan er óörugg fyrir eldri börn og fullorðna, og að regn, snjór og sandur, sem feykist áfram á þem hraða, dregur úr sjónarsviði fótgangandi fólks og ak- andi. Það getur haft miklar hættur í för með sér. Svo að á þessum morgni, dags sem greini- lega verður óveðursdagur hefst starfið á þennan hátt: Símahringing til veðurstofunnar staðfestir veðurhæðina og veðurfréttirnar fyrir þennan skóladag, og nú þurfa skólastjórarnir aðeins að fara yfir aldursflokka bekkjadeildanna í skól- um sinum. Hver skólastjóri hringir svo til út- varpsstöðvarinnar nógu snemma til að tilkynn- ingin geti komið með 7.30 veðurfréttunum. Sú tilkynning gæti hljóðað svona: „Hér er sérstök tilkynning, undirbúin af skóla- kerfinu í þeim tilgangi að forðast vandræði og slys vegna veðurofsa . . . Austurbæjarskóli — kennsla fellur niður í sjö til átta ára bekkjum. Engin kennsla fyrir hádegi í níu til tólf ára bekkjum. Vesturbæjarskóli — kennt í öllum bekkjum eins og venjulega, en þau börn sem búa í úthverf- um (hverfin nafngreind) verða afsökuð, ef þau geta ekki komið. Menntaskóli — kennt í öllum bekkjum, eins og venjulega". Og svo framvegs. — Allir skólar borgarinnar taldir upp. Ingu léttir og það er þessari ákveðnu útvarps- tilkynningu að þakka. Nú getur hún með góðri samvizku og glöð ( sínu hjarta haldið litla sjö ára rollingunum heima, (í laumi gleðst hann sjálfur yfir þvt) sent þann ntu ára af stað, hvort sem hann hóstar eða ekki, og sú ellefu ára hraðar sér sem mest hún má við undir- búninginn undir skólaveruna, því að hún veit að skólinn hennar verður fullsetinn og allir » þar á sínum stað. Þetta gæti verið svona. JQ VXKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.