Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 41
Skemitanir skammdegisins eru framnndan RICHARD HUDNUT ELSKAR ALLAR KONUR Eichard Hudnut Fashion Style hæfii bezt síSu hári. Einu sinnl heima hárliðun, og hárið helzt liðað um langan tíma. Richard Hudnut Egg Shampoo hæfir öllu hári og töfrar fram eðlilega fegurð þess. Fyrir feg- ursta og bezta útlit yðar — byrjið ávallt með Richard Hud- nut Egg Shampoo. Þegar hátið fer í hönd. eða tíminn naumur, notar stúlkan með stutta hárið auðvitað Ric- hard Hudnut Rollquick heima- hárliðun — og hárið l’er betur en nokkru sinni fyrr. Aðlaðandi og ánægð með RICHARD HUDRUT ekki jafnað sig eftir enn þann dag í dag. Enda kváðu þeir nú skammast sín svo fyrir Torque- mada og rannsóknarrétt hans, að þeir minnast naumast á þessi fyr- irbrigði í kennslubókum þeim í sögu, er kenndar eru í skólum landsins. Það verður fyrrnefndri og al- ræmdri Borgíaætt til ævarandi sóma, að Alexander sjötti batt í páfatíð sinni enda á ógnarferil Torquemada. Sjálfsagt hefur sá iífsglaði renessansheimsmaður haft megnan viðbjóð á hinum fúllynda trúþræl, og þegar Tor- quemada eitt sinn hafði látið fangelsa biskup nokkurn fyrir þá sök, að hann var af Gyðingaætt- um, ákvað páfi að lækka í hon- um rostann. Það gerði hann með því að skipa marga inkvisitora, sem að nafninu til skyldu vera Torquemada til aðstoðar, en; í rauninni drógu þeir stjórnai'- taumana smátt og smátt úr hönd- um hans. Skömmu síðar dó sá maður, sem Gyðingar minnast af meiri andstyggð en nokkurs ann- ars — þó trúlega að einum und anteknum — og hlaut hægt and- lát. Torquemada var um flest ger- ólíkur söguhetjum síðustu grein- ar. Hann lét steikja í hel tvö þús- und (sumir segja fjórfalt ileiri) manneskjur í inkvisitorstíð sinni, auk hamagangsins gegn Gyðing- unum, sem getið er áðan. En allt þetta vann hann í þeirri irú, að hann væri að gera rétt; villutrú var í þann tíð af kaþólskum mönnum verri en nokkur önnur synd og engin meðöl of sterk til útrýmingar henni. Raunar var á- litið að það væri fórnarlömbun- um sjálfum í hag að vera kvalin sem rækilegast, því þá mundi Guð kannski draga að sama skapi úr kvölum þeirra í hreinsunar- eldi eða helvíti. Það styrkir þá skoðun, að Tor- quemada hafi á sinn hátt verið heiðarleg sál, að hann neytti stöðu sinnar aldrei sjálfum sér til auðgunar, og skorti hann þó ekki tækifæri til þess, þar eð eignir allra uppvísra trúvillinga voru gerðar upptækar og voru inkvisitornum ætlaðar ríflegar prósentur af því fé. Þeim aurum varði Torquemada til styrktar kirkjum og klaustrum, en lifði sjálfur jafn fábreyttu lífi sem fyrr. Eini munaðurinn, sem hann leyfði sér, var fjölmennuv líf- vörður, sem sjálfsagt hefur ekki verið vanþörf á. Aldrei neytti hann heldur matar án þess að hafa við hönd sér tungu úr skorpíón, en þetta sérstaka líf- færi var talið búa ylir eindæma kyngi gegn eitrun. Þótt heldur drægi úr ógnun Rannsóknarréttarins eftir dauða stórmeistara hans, var hann þó við lýði í þrjú hundruð ár í við- bót, sóma og hag Spánar til stór- tjóns. Þar að auki voru að spænskri fyrirmynd stofnaðir rannsóknardómstólar um trú- villu í mörgum öðrum Evrópu- löndum. Slík fyrirmynd varð þessi guðhrædda ófreskja sinni samtíð og öldunum á eftir. ívan hræðilegi. Um ívan þennan, síðasta af- komanda Hræreks (Rúriks) Vær- ingja í rússnesku hásæti og fyrsta rússneska keisarann (sar- inn), hefur verið sagt, að hann hafi „farið út fyrir öll þau mörk, er Skaparinn hafi sett skepnum sínum um illgerðir“. Og líklega er þjóðhöfðingi þessi, þegar allt kemur til alls, viðbjóðslegasta skepnan af öllum þeim, semtekn- ir . eru til meðferðar í greinum þessum. Hjá flestum hinna tólf má þrátt fyrir allt finna ýmsa já- kvæða eiginleika, sem velcjasam- úðarvott þótt lítill kunni að vera hjá þeim er skyggnast í ævir þeirra. En við ívan hræðiiega skilur maður með afdráttarlaus- um viðbjóði. Kannski mætti færa honum til afsökunar, að Rússland sextándu aldar var flestum ríkjurn verr úr garði gert til að ala upp nokk- ur guðsbörn. Andi Mongólanna, þeirrar óþjóðar morðingja og nauðgara, sem drottnað höfðu yf- ir landinu í aldaraðir eftir daga Gengis Kans, sveif þar enn yfir vötnunum. Líf íbúanna mótaðist af einangrun, menningarlausum ruddaskap og svartri villi- mennsku. Svo er sagt, að eftirlætisleikur ívans litla í bernsku hafi verið að hrinda hundum framaf háum múrum og sjá þá engjast í fallinu og knosast á steinstéttum undir niðri. Þegar hann komst til vits og ára, varð honum fljótlega ljós sú gleðilega staðreynd, að sem þjóðhöfðingi hafði hann tak- markalaust vald á lífi og eignum þegnanna, samkvæmt mongólskri fyrirmynd. Uppáhaldsdægra- stytting hans varð nú um hríð að fara í gönguferðir um götur Moskvu, berja á vegfarendum sér til gamans og nauðga á al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.