Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 15
mótorhjól fyrir nokkru. Við gætum rakið slóð hans í gegnum það. Hann er af þeirri tegundinni, sem skiptir oft um verustaði. Ég gæti ímyndað mér, að hann hefði eitt- hvað að segja okkur, Sir. — Allt ( lagi. Haldið ófram. Þetta er yðar mól, sagði Seddons. Mars- hall reis ó fætur en hikaði síðan. — Það er aðeins eitt enn, Sir! Rose of Tralee ó að koma til Genúa ó morgun. Ég held að einhver ætti að láta skipstjórann vita, hvað gerðist. Hann gæti verið næstur á listanum. — Góð hugmynd, sagði Seddons og Marshall gekk út úr herberginu með frið í sálinni. Seddons hafði ekki brjóst [ sér til að segja hon- um, að maðurinn frá leyniþjónust- unni hafði stungið upp á því sama. III kafli. Craig hafði eytt einni nótt á ó- dýru hóteli í St. Pancras en flutti sig síðan til annars dýrara f Bays- water. Hann valdi þetta af mikilli nákvæmni. Það mátti ekki vera neitt laumulegt við það, ekkert hrörlegt. Það varð að vera þannig staður, að lögreglan sýndi honum virð- ingu. Hann valdi Rowena, sem var lítið hótel, fullt af ungum athafna- mönnum. Hann skrifaði sig inn und- ir nafninu John Reynolds og gaf upp heimilisfang í Manhester. Reyn- olds hafði verið aðstoðarliðsforingi hjá honum í árás á Krít. Hann hafði dáið f örmum Craigs, líkami hans sundurtættur eftir Schmeisser vélbyssu. Sfðan hafði Craig selt margar Schmeisser . . . Hann fékk sér drykk á barnum og sagði barþjónustunni að hann væri bókhaldari. Hún lét það gott heita, án þess að sýna minnsta áhuga, en Craig hélt áfram að tala, áfram og áfram, um allt, sem hann gat látið sér detta í hug að henni leiddist, þangað til vesalings stúlk- an nísti tönnum til að geispa ekki framan [ hann. Það var gott. Ef hann væri nógu leiðinlegur, myndi hún vara hina við, góðu náung- ana, sem höfðu lítið við að vera í nokkra daga, og voru ef til vill að svipast um eftir félaga, til að fara með í nektarklúbb. John Reyn- olds mátti ekki vera náunginn sem þeir voru á hnotskóg eftir; hann klæddist réttu fötunum — hann hafði keypt þau sama morguninn hjá Simpson's — en hann var ekki réttur persónuleiki. Hann var leið- inlegur og hann talaði. Þar að auki hafði hann ekki keypt drykk handa barþjónustunni. Þeir myndu leiða hann hjá sér og hann þurfti að vera leiddur hjá. Ef ekki, gæti það kostað hann Iffið. Svo fór hann í almenningssíma- klefa og hringdi. Björt og skýr stúlkurödd svaraði: — Baumer's Ex- port, góðan dagnn. — Má ég tala við Baumer? Hann fékk að tala við einkarit- ara Baumers og heyra ruglingslega afsökunarsögu af áríðandi erinda- gjörðum Baumers, sem myndi verða burtu um sinn. Craig lagði á. Baum- er yrði í burtu að eilffu. Einhver hafði skilið Evenfng Standard eftir f sfmaklefanum. Þar var fréttin um hann á forsíðunni, en þeim hafði ekki heppnazt að ná í mynd af honum. Hann hafði gætt sín vel varðandi myndir. Þessar skyndi- myndir úr hernum væru núna hjá lögreglunni, en þær yrðu ekki að miklu liði. Þær voru tuttugu ára gamlar. Honum kom á óvart, hve rriikinn viljastyrk hann þurfti til að lesa um sjálfan sig. Hann hafði forðazt dagblöð og útvarp, sfðan hann varð fyrir þessu yfirþyrmandi reiðarslagi. Hann vildi ekki fá það í smáatriðum, hvað hafði komið fyrir Charlie, og hann hafði sagt skilið við Alice. Hennar vegna varð það að vera þannig. Og jafnvel Alice gat ekki amazt við brotthlaupi hans, ef það varð til að bjarga lífi hennar. Hann neyddi sig til að lesa áfram. Alice var ennþá með- vitundarlaus og maðurinn, sem þeir héldu að væri Craig, hafði verið sprengdur f tætlur. Vesalings Charl- ie hafði farið einum of oft f skóna hans. Hann lagði frá sér blaðið og hringdi í annað númer. Mjó, yfir- fáguð rödd svaraði: — Hakagawa talar. — Craig hér. Andi gripinn á lofti við hinn enda Ifnunnar. — Ég var ekki drepinn, sagði Craig. — Þeir drápu annan í mis- gripum. Ég verð að hitta þig, Hak. það er árfðandi. — Já, sagði Hakagawa. — Komdu núna. Japaninn lagði á og Craig varð sér úti um leigubíl. Á leiðinni til Kensington hugsaði hann um Baum- er og velti því fyrir sér, hvert hann hefði farið. Ef til vill til Bandaríkj- anna eða Brasilíu. Baumer hafði alltaf langað til að eiga heima f Rio og hann hafði nóga peninga eftir sfðustu ferðina. En þeir myndu leita að Baumer eins og þeir höfðu leitað að honum, og hata Baumer jafnvel ennþá meira, þvf mennirn- ir, sem leituðu, voru anti-Semítar og þeir höfðu fengið hugmyndina að láni hjá nazistum, eins og þeir höfðu fengið heragann að láni og fuhrerprinzip og þessa einu, allt- umlykjandi trúarjátningu, hina ei- Iffu yfirburði hvfta mannsins Það fór hrollur um Craig. Hann vissi, að þeir myndu finna Baumer. og hann mætti prfsa sig sælan, ef þeir yrðu fljótir að gera út af við hann. Hakagawa bjó á neðstu hæð og í kjallara húss eins við Kirkjustræti, í einum af þessum játvörðsku skrýmslum úr laxbleikum múrstein- um, blönduðum með hvítum muln- ingi, sem glitraði eins og ís. Hann hringdi dyrabjöllunni og Sanuki Hakagawa hleypti honum inn, fín- leg, aldurslaus, japönsk kona í peysu og sfðbuxum. — Shinju er að kenna, sagði hún. — Hann verður ekki lengi. Þau drukku kaffi saman og ræddu um veðrið og síhækkandi verðið í Kensington. Ef frú Haka- gawa vissi, að Craig átti að vera dauður, lét hún það hvergi í Ijós. Að sfðustu hljómaði bjalla og Crag stökk á fætur. Sanuki reis einnig á fætur og Craig neyddi sig til að vera kurteis, að ganga rólega út úr herberginu og niður stigana, niður í einkaríki Hakagawa, leik- fimissalinn, sem var kennslustofa hans. Hak stóð við dýnuna, lágvaxinn, þybbinn Japani með kúluhaus og undarlega fallegt andlit. Hann var í júdóbúningi og þurrkaði svitann af handleggjum sínum og hálsi með handkiæði. Hann var hálf- fimmtugur en hreyfingar hans sæmdu manni tuttugu árum yngri, þegar hann gekk yfir gólfið á móti Craig og tók í framrétta hönd hans; gætti þess af samvizkusemi að taka ekki of fast. — John, sagði hann. — Ég er feginn að sjá þig. Þegar ég las blaðið . . . Craig brosti. — Það var mágur minn, sem þeir drápu, sagði hann. — Hann var f gömlum fötum af mér. — Og konan þfn? — Samkvæmt blöðunum er hún ennþá meðvitundarlaus. Og þeir hefðu ekki gert sér rellu út af því, þótt þeir hefðu drepið hana. — Þeir? — Ég ætla ekki að segja þér það, sagði Craig. — Það er betra fyrir þig að vita það ekki, Hak, trúðu mér. Japaninn varð særður á svipinn. — Þeir eru mjög vand- virkir, hélt Craig áfram. — Ef þeir komast á snoðir um, að ég er ekki dauður, munu þeir heimsækja alla þá vini mfna, sem þeir geta haft upp á. Ég er að segja þér þetta, vegna þess að ég ætla að biðja þig að gera mér greiða. — Ef ég get, skal ég gera það, það veiztu, svaraði Hakagawa. — Hugsaðu fyrst um það, sem ég var að segja þér. Og það er annað — lögreglan getur komið hingað. — Lögreglan hefur komið hing- að, svaraði Hakagawa. — Þeir vildu fá að vita um Craig, sem ætti svart júdóbeiti. — Hvað sagðirðu þeim? — Sannleikann, svaraði Haka- gawa. — Að ég hefði tekið þig f tíma og að mér hafði fallið vel við þig. Að þú værir efnilegur júdó- maður. Hvað þú hafðir fyrir stafni þar fyrir utan og hversvegna þú varst drepinn, vissi ég ekki. En ég sá eftir þér. Hvaða greiði er þetta? — Karate, svaraði Craig. — Allt, sem þú getur kennt mér. — Þú ert dauður. Þú hefur ekk- ert að óttast, svaraði Hakagawa. — Ég get ekki verið viss. Ef þess- ir menn komast nokkurn tfma að þvf, að ég er lifandi, munu þeir leita mig uppi aftur. Ef þeir finna mig, munu þeir Ifklega drepa mig, en ég vil ekki láta þá gera það fyrirhafnarlaust. Ég ætla að verj- ast með öllum tiltækum ráðum. — Eru þeir mjög vondir, þessir menn? spurði Japaninn. — Verstu, sem ég veit um, svar- aði Craig. — Og ef ég kenni þér, viltu þá sverja að nota þekkingu þína að- eins gegn þeim? — Já, svaraði Craig. — Dreng- skaparheit. — Gott, svaraði Hakagawa, — En mundu, að hendur þínar eru hræðileg vopn, ef þú kannt að nota þær. í Japan er Karatemað- ur, sem berst — raunverulega berst, kærður fyrir árás með banvænum vopnum. Þetta. Hann hélt uppi reiddum hnefa. — Og þetta. Hann glennti út fingurnar og sneri hönd- inni til að sýna Craig harða brún- ina, sem náði frá úlnlið fram á fingurgóma. — Ég skal sýna þér, sagði Haka- gawa. Hann setti plankabút f skrúfstykki, lóðrétt. Plankinn var úr mjúkum viði, en minnsta kosti tomma á þykkt. Eitt andartak stóð hann graf- kyrr, andaði hægt og jafnt. Svo sló hann með krepptum hnefa, þrisvar. [ þriðja höggi flfsaðist plankinn f sundur. Svo setti hann upp annan planka láréttan og sló á hann með handarjaðrinum. Piank- inn brotnaði við fyrsta högg. — Þetta er skemmtileg brella, sagði Hakagawa. — Þessvegna hef ég alltaf þessi borð hér — til þess að hafa áhrif á nemendur mína. En góður júdómaður, sá sem er reiðubúinn, þarf ekki að óttast neitt högg, ekki einu sinni þetta. Hann tekur á móti því og notar það til að slá þann niður, sem gefur það. Farðu varlega með það. Klukkustund síðar, rennsveittur, var Craig tekinn að bæta við dráps- kunnáttu sína. Hakagawa hafði út- búið handa honum tvo þunna striga- poka og fyllt þá af sandi. Þessa poka átti Craig að berja á hverj- um degi, nota hnefana og handar- jaðrana, þangað til þeir væru nógu harðir og banvænir fyrir þjálfun hans í notkun þeirra; þangað til þeir yrðu drápstæki. — Þú ert góður, sagði Haka- gawa. — Mjög góður. Einn góðan veðurdag verðurðu betri en ég. - Ætli það. — Ójá, svaraði Hakagawa. — Ár, tvö ár, þá verður þú betri en ég. Þú ert nefnilega óvenjuiegur mað- ur. Jafnvel nú, þegar þú ert ný- sloppinn undan morðárás, er Ifk- ami þinn og hugur sameinuð f að sigra mig. Þú ert hættulegur, John. — Ég var það, svaraði Craig. — Þú ert það núna. Þú verður aldrei annað. — Alice — konan mín — hetdur það ekki. Hún heldur að ég sé — hann hikaði — vél til að framleða peninga og lyfta henni f þjóðfélags- Framhald á bls. 56. VIKAN 47. tbl. Jg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.